Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda þrjúhundruð menn úr þjóðvarðliði til Chicago-borgar, líkt og hann hefur gefið til kynna að hann muni gera vikum saman. Ástæðan er sögð vera lögleysa sem ríki í borginni. Borgaryfirvöld í Chicago hafa mótmælt því að forsetinnn taki þetta skref. 5.10.2025 08:22
Gekk berserksgang og beraði sig Maður í annarlegu ástandi vegna áfengisneyslu var handtekinn í Breiðholti í gærkvöldi eða nótt. Hann mun hafa valdið eignaspjöllum og síðan berað sig fyrir framan nágranna sína. 5.10.2025 07:24
Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Balin Miller, bandarískur áhrifavaldur sem sérhæfði sig í klifri, er látinn einungis 23 ára að aldri eftir fall úr El Capitan, frægu bjargi í Kaliforníu sem færir klifrarar spreyta sig gjarnan á. Hann var að streyma frá klifrinu á samfélagsmiðlinum Tik Tok þegar hann féll til jarðar. 4.10.2025 14:10
Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Undanfarið hefur verið unnið að endurbótum á gatnamótum Fífuhvammsvegar og Dalvegar. Markmið framkvæmda á gatnamótum Fífuhvammsvegar og Dalvegar er að auka umferðaöryggi án þess að draga úr afkastagetu og þjónustustigi gatnamótanna. Íbúar í hverfinu eru sagðir hafa óskað eftir því lengi að umferðaröryggi á þessum stað yrði bætt. 4.10.2025 13:26
Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Maður sem er grunaður um íkveikju í fjölbýlishúsi við Grænásbraut í Ásbrú í sumar viðurkennir að hafa lagt eld að eldfimu efni í stundarbrjálæði í ölvunarástandi. 4.10.2025 12:35
Sleppum ekki alveg við leiðindi Djúp lægð skammt norður af Hjaltlandi veldur nú illviðri í norðvestanverðri Evrópu, ýmist hvössum vindi eða úrhellisrigningu, segir í textaspá Veðurstofunnar. 4.10.2025 09:06
Rannsaka mögulega stunguárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi tilkynnt um líkamsárás í Reykjavík. Talað var um árásina sem hnífstungu. 4.10.2025 07:27
Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líkamsleifar Bandaríkjamanns sem hjólaði að heiman árið 1973 og sneri aldrei aftur fundust í þjóðgarði í Kanada. Loksins nú hefur verið hægt að bera kennsl á þær. 7.9.2025 22:47
Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Ítalskur piltur sem lést einungis fimmtán ára gamall árið 2005 úr hvítblæði var tekinn í dýrlingatölu af kaþólsku kirkjunni í dag. Hann er þar með fyrsti dýrlingurinn af þúsaldarkynslóðinni. 7.9.2025 19:18
Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Hringvegurinn, í austurátt við Ingólfsfjall, hefur verið opnaður á ný eftir umferðarslys. 7.9.2025 18:55