Hiti getur farið yfir 20 stig Í dag verður hæg breytileg átt á landinu eða hafgola og víða léttskýjað. Líkur eru á þokulofti við ströndina. Hiti á bilinu 10 til 24 stig, hlýjast inn til landsins en svalast í þokulofti. 18.5.2025 10:30
Leó orðinn páfi Leó fjórtándi var vígður sem páfi í dag í messu á Péturstorgi sem markar formlegt upphaf páfatíðar hans. Áður en messan hófst heilsaði hann tugþúsundum ferðamanna í bílferð um Péturstorg á Páfabílnum. Í messunni sagði páfinn að í heiminum væru of mörg sár vegna haturs og ofbeldis. 18.5.2025 09:43
Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Í gærkvöldi fór fram svokallað dómararennsli fyrir úrlitakvöld Eurovision í kvöld en þá fylgjast dómnefndir allra 37 landanna með og gefa sinn úrskurð og úthluta þannig helmingi stiga keppninnar. Bjarni Arason söngvari sem keppti til úrslita í söngvakeppninni í ár er meðal dómara í íslensku dómnefndinni. 17.5.2025 13:28
Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Óvenjuleg hlýindi á hálendinu undanfarið hafa leyst nánast allan snjó á neðra vatnasviði Blöndulóns. Allar líkur eru á að þessar vorleysingar nái að fylla Blöndulón og eitthvað vatn muni renna á yfirfalli þess. Vatnsbúskapur í miðlunarlónum Landsvirkjunar er almennt heldur betri en undanfarin ár. 17.5.2025 11:45
Svalt þokuloft ekki langt undan Undanfarnir dagar hafa verið með hlýrra móti á landinu og ekkert lát verður á hlýindunum um helgina miðað við veðurspár. Almennt verður léttskýjað og hiti víða yfir 20 gráðum en við suður- og austurströndina verður svalt þokuloft ekki langt undan og þar sem þokan kemur inn á land má búast við hita á bilinu 10 til 13 stig. 17.5.2025 08:33
Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fjölmargar tilkynningar í gærkvöldi vegna ökumanns sem hafði ekið á nokkra kyrrstæða bíla og ekið síðan á brott. Bíllinn fannst eftir stutta leit og ökumaður reyndist ölvaður. Hann var handtekinn og vistaður á stöð í þágu rannsóknar málsins. 17.5.2025 08:14
Níu drepnir í drónaárás á rútu Níu eru látnir og sjö slasaðir eftir rússneska drónaárás á almenningsrútu í Sumy héraði í norðausturhluta Úkraínu. 17.5.2025 08:01
„Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir að eftirspurn almennings í nýafstöðnu útboði á eftirstandandi hlutum ríkisins í bankanum hafi verið fram úr þeirra björtustu vonum. Tilkynnt verður um það í fyrramálið hverjir fá hvaða hlut, en hann telur ólíklegt að fagfjárfestar fái úthlutun vegna gífurlegrar eftirspurnar almennings, sem eru í forgangi. 15.5.2025 23:00
Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Borgarráð samþykkti í dag að ráðast í átak til að fjölga leikskólaplássum í borginni um 162 með því að byggja fjórtán nýjar kennslustofur við sex leikskóla víða um borgina ásamt tengibyggingum og lóðaframkvæmdum. 15.5.2025 18:40
Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Ríkisstjórnin hefur ákveðið að stækka útboð almennra hluta í Íslandsbanka og stendur nú til að selja allan eignarhlut ríkisins í yfirstandandi útboði. Við fáum ritstjóra Innherja til að varpa ljósi á þessar nýjustu vendingar. 15.5.2025 18:12