Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Magnus Carlsen hefur dregið sig úr keppni í heimsmeistaramótinu í at- og hraðskák, eftir að hafa fengið sekt fyrir að hafa teflt í gallabuxum. Magnus er ríkjandi heimsmeistari bæði í atskák og hraðskák. 27.12.2024 23:33
Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Árbæjarkirkja opnaði dyr sínar fyrir fólki sem vildi tendra ljós fyrir drenginn sem lést af slysförum á Ítalíu í dag. Drengurinn var pólskur en bjó á Íslandi og var nemandi við Árbæjarskóla. Kyrrðar- og bænastund verður haldin í kirkjunni klukkan ellefu á sunnudaginn næstkomandi. 27.12.2024 21:16
Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt fyrir Íslendinga að efla varnir þegar kemur að neðansjávarstrengjum. Atlantshafsbandalagið ætlar að auka varnarbúnað sinn á Eystrasaltinu eftir að sæstrengur skemmdist á jóladag. 27.12.2024 20:07
Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Svo virðist sem ólga ríki meðal Sjálfstæðismanna vegna mögulegrar frestunar landsfundar sem til stóð að yrði haldinn í febrúar. Formanni Varðar og Samtaka eldri Sjálfstæðismanna er brugðið yfir fréttunum og segja þau enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi. 27.12.2024 20:07
Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Ökumaður missti stjórn á bíl sínum og rann á snjómoksturstönn á snjóruðningstæki á Skeiðarársandi á sjötta tímanum í gær. Engin slys urðu á fólki en talsverðar skemmdir urðu á bílnum sem var óökuhæfur. 27.12.2024 18:24
Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála austan Kirkjubæjarklausturs um fjögurleytið í dag. Engin slys urðu á fólki en báðir bílar eru óökuhæfir. Loka þurfti veginum um á meðan bílarnir voru fjarlægðir en búið er að opna fyrir umferð að nýju. 27.12.2024 18:11
Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Alvarlegt rútuslys varð í Hadsel í norðurhluta Noregs í dag. Talið er að um 60-70 manns hafi verið um borð, en vitað er um nokkur dauðsföll. Rútan rann af veginum og liggur að hluta til ofan í vatni. 26.12.2024 14:58
Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Minniháttar skemmdir urðu á skíðasvæði Bláfjalla í óveðrinu sem geysað hefur undanfarna daga. Verið er að meta skemmdir og vonast er til þess að hægt verði að opna svæðið eftir helgi. 26.12.2024 14:37
Súðavíkurhlíð opin til 16 Búið er að opna fyrir umferð um Súðavíkurhlíð, en vegna snjóflóðahættu verður veginum lokað aftur klukkan 16 í dag. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu. 26.12.2024 14:18
Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Rúta rann yfir rangan vegarhelming og hafnaði utan vegar við Þjórsárbrú. Einn lögreglubíll var kallaður til aðstoðar, en engin slys urðu á fólki og frekari viðbragðsaðilar voru ekki kallaðir til. 26.12.2024 12:12