Skógaskóli verður hótel Fyrirtæki sem rekur þrjú hótel undir Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu hefur keypt hús Héraðsskólans á Skógum af íslenska ríkinu. Til stendur að reka þar gistingu með morgunmat. 26.12.2024 11:28
Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Starfandi ríkisstjórn uppreisnarmanna í Sýrlandi segir að stuðningsmenn forsetans fyrrverandi Bashar al-Assad, hafi drepið fjórtán hermenn innanríkisráðuneytisins í skyndiárás í vesturhluta landsins seint í gær. 26.12.2024 08:54
Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Opnað var fyrir umferð um Hellisheiði og Þrenglsaveg í nótt, enn er lokað á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Þá er ófært um Ísafjarðardjúp og Steingrímsfjarðarheiði. 26.12.2024 07:36
Strætó rann á bíl og ruslaskýli Tilkynnt var um umferðarslys í gærkvöld þar sem strætó hafði runnið á mannlausa bifreið og ruslaskýli sem kastaðist í aðra bifreið. Ekki er vitað hvort slys hafi orðið á fólki. Málið heyrði undir lögreglustöð 4, en umdæmi hennar eru Grafarvogur, Mosfellsbær og Árbær. 26.12.2024 07:21
Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega. 25.12.2024 17:19
Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Ein flugvél er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli og aðrar eru að gera sig klárar, flugferðir frá vellinum hafa legið niðri síðan í morgun vegna veðurs. 25.12.2024 16:57
Þak fauk nánast af hlöðu Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út fyrr í dag vegna hættu á að þak á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli myndi fjúka. Vel tókst til að tryggja að þakið lyftist ekki af, en 10 manns komu að verkinu sem var lokið um hálf þrjú í dag. 25.12.2024 16:34
Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Búið er að aflýsa flestum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs það sem af er degi, og verður staðan endurmetin í kvöld. Aðeins ein flugvél hefur lent á flugvellinum í dag, flugvél frá Play sem lenti rétt fyrir klukkan 14. 25.12.2024 14:17
Króli trúlofaður Kristinn Óli Haraldsson, sem er betur þekktur sem tónlistarmaðurinn og leikarinn Króli, og Birta Ásmundsdóttir kærasta hans, nú unnusta, eru trúlofuð. 25.12.2024 13:23
Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir að árið sem dóttir hennar kom út sem trans stelpa hafi verið mjög erfiður tími, en löng bið var eftir meðferð hjá transteyminu og vanlíðan barnsins mikil. Þá segir hún að kirkjan hafi dregið lappirnar óhóflega í að fagna fjölbreytileikanum og segir hana skulda hinsegin samfélaginu töluvert. 25.12.2024 12:40