Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skamm­vinnu vopna­hléi virðist lokið

Indversk og Pakistönsk yfirvöld hafa sakað hvort annað um að hafa brotið gegn vopnahléi aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var um vopnahléssamkomulag.

Fjöl­menni á sjö­tíu ára af­mæli Kópa­vogs

Fjölmargir lögðu leið sína á afmælishátíð í Kópavogi í dag sem haldin er í tilefni sjötíu ára afmælis bæjarins. Í Smáralind var boðið upp á afmælisköku af stærri gerðinni og Samkór Kópavogs söng afmælissönginn og fleiri lög. Halla Tómasdóttir forseti heimsækir Kópavog á morgun klukkan 15:30 og tekið verður á móti henni í Salnum.

Veittu eftir­för í Ár­bæ

Lögreglan veitti ökumanni eftirför í Árbæ þegar ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, en til stóð að sekta ökumanninn vegna hraðaksturs. Þegar ökumaður stöðvaði loksins bílinn hljóp hann undan lögreglunni, sem hafði þó fljótlega upp á honum. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Moskító­flugur muni koma til Ís­lands

Gísli Már Gíslason fyrrverandi prófessor í líffræði segir að moskítóflugur sem hafast við í Skandinavíu og á Bretlandseyjum  geti vel lifað á Íslandi, en þær hafi bara ekki borist hingað til lands enn sem komið er. Hann segir að flugurnar laðist að líkamslykt, sérstaklega lyktinni sem kemur af fótum.

Ind­land gerir á­rás á Pakistan

Indland hefur gert árás á Pakistan með flugskeytum á níu staði í Pakistan og í þeim hluta Kasmír-héraðs þar sem Pakistanar ráða ríkjum.

Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“

Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði hugmyndir sínar um að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum á blaðamannafundi með Mark Carney nýjum forsætisráðherra Kanada í dag. Carney sagði að Kanada væri ekki til sölu en Trump sagði „aldrei segja aldrei.“

Sjá meira