Aron Kristinn orðinn pabbi Aron Kristinn Jónasson, söngvari og athafnamaður, og Lára Portal viðskiptafræðingur hafa eignast dóttur. 4.7.2025 23:01
Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Minnst þréttan manns hafa látið lífið eftir úrhellisrigningu og tilheyrandi flóð í Kerrville í Texas í dag. Fjölmargra annarra er saknað, þar á meðal tuttugu ungra stelpna sem voru í sumarbúðum. Árbakki Guadalupe árinnar reis um átta metra á aðeins 45 mínútum. 4.7.2025 22:48
Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sex voru fluttir á með sjúkrabifreið til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Akureyri eftir harðan árekstur þriggja bíla í Hörgársveit í Öxnadal. Allir voru með meðvitund en frekari upplýsingar um líðan þeirra liggja ekki fyrir að svo stöddu. 4.7.2025 22:18
Inga mundaði skófluna við Sóltún Inga Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra, tók í dag fyrstu skóflustunguna að stækkun hjúkrunarheimilisins við Sóltún í Reykjavík. Áætlað er að bæta 67 hjúkrunarrýmum við Sóltún og eru verklok áætluð 2027. 4.7.2025 21:52
Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Alþingi kaus nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands 18. júní síðastliðinn. Á fyrsta fundi ráðsins 25. júní var Bolli Héðinsson kosinn formaður ráðsins og Gylfi Zoëga kosinn varaformaður. 4.7.2025 20:38
Sósíalistum bolað úr Bolholti Sósíalistaflokkur Íslands er í leit að nýju húsnæði eftir að hafa verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. Flokkurinn hefur haft þar aðsetur um langt skeið en styrktarfélagið Vorstjarnan er með húsið á leigu. 4.7.2025 19:14
Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Páll Vilhjálmsson, bloggari með meiru og fyrrverandi framhaldsskólakennari, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir hatursorðræðu. 4.7.2025 18:52
Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Birna Bragadóttir, forstöðukona frumkvöðlaseturs og vísindamiðlunar og þriðji varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, tekur sæti Áslaugar Örnu á Alþingi á morgun föstudag. 3.7.2025 17:17
Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sýklalyfjaónæmt afbrigði af bakteríunni Staphylococcus aureus (MÓSA) greindust í skimunarsýnum við slátrun svína sem tekin voru í síðustu viku. Er þetta í fyrsta sinn sem þessar bakteríur greinast á Íslandi en þær eru mjög útbreiddar í búfé í Evrópu og víðar. 3.7.2025 14:17
„Mjög óeðlileg nálgun“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að borgaryfirvöld vilji ekki viðurkenna að túnið við Sóleyjarima í Grafarvogi sé notað sem útivistarsvæði, annars hefði túnið verið slegið fyrr í sumar. Hún segir málið til marks um skilningsleysi borgarinnar gagnvart lífinu í Grafarvogi. Íbúar hafa sett sig í samband við lögfræðinga og undirbúa málsókn gegn borginni vegna fyrirhugaðrar íbúðauppbyggingar á túninu. 3.7.2025 13:57