Fréttamaður

Jóhann Hlíðar Harðarson

Jóhann Hlíðar starfar fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar frá Spáni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ungum nauð­gurum fjölgar

Drengjum undir lögaldri sem nauðga jafnöldrum sínum hefur fjölgað um 60 prósent á Spáni á nokkrum árum. Sérfræðingar telja að helsta ástæða þessarar þróun sé gegndarlaust gláp drengjanna á klám á netinu.

Kergja hlaupin í samskipti Frakklands og Ítalíu

Kergja er hlaupin í samskipti Frakklands og Ítalíu eftir að innanríkisráðherra Frakklands kallaði forsætisráðherra Ítalíu lygara í útvarpsviðtali í vikunni. Utanríkisráðherra Ítalíu aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til Parísar í lok vikunnar.

12 ára hælisleitandi aflaði 60 milljóna króna fyrir bágstödd börn

12 ára hælisleitandi frá Eþíópíu hefur aflað bágstöddum börnum í Svíþjóð meira en 50 milljóna íslenskra króna með merkjasölu. Hann varð fyrir árásum fullorðinna kynþáttahatara þegar hann byrjaði að selja merkin, en hefur nú selt fleiri merki en nokkur annar í sögunni.

Ætla að dæla félagslegu húsnæði út á markaðinn

Spænsk stjórnvöld hafa samþykkt áætlun sem miðar að því að að koma 50.000 félagslegum íbúðum út á leigumarkaðinn á næstu árum. Veglegt loforð stjórnvalda er kynnt almenningi mánuði fyrir sveitarstjórnar- og sjálfsstjórnarhéraðskosningar í landinu.

Óttast að mormónar hafi rænt börnunum þeirra

Nokkrir fyrrverandi meðlimir öfgasinnaðs arms mormónasafnaðarins í Bandaríkjunum óttast að stjórnendur hans hafi rænt börnum þeirra, en sumra þeirra hefur verið saknað árum saman.

Breskri konu með Alzheimer vísað frá Svíþjóð

Breskri konu á áttræðisaldri hefur verið vísað frá Svíþjóð þar sem henni láðist að leggja fram tilhlýðileg gögn fyrir áframhaldandi dvalarleyfi í landinu. Hún hefur búið þar í tæp 20 ár, er nú rúmföst og með Alzheimer en er vísað úr landi vegna Brexit.

Einn virtasti vísindamaður heims rekinn úr starfi

Háskólinn í Córdoba á Spáni hefur rekið einn sinn virtasta vísindamann úr starfi fyrir að leyfa háskólum í Sádi Arabíu og Rússlandi að tengja sig við nafn hans. Vísindamaðurinn gefur út fræðigreinar á tveggja daga fresti að meðaltali og viðurkennir að hann notist við gervigreindarforrit til að flýta fyrir sér.

Falski hertoginn

Á annan tug Kólumbíumanna lánaði um margra mánaða skeið mæðginum sem sögðust vera erfingjar gríðarlegra auðæfa og aðalstignar, fleiri hundruð milljónir pesóa. Mæðginin létu sig loks hverfa og það er eins og jörðin hafi gleypt þau.

Sjá meira