Einn virtasti vísindamaður heims rekinn úr starfi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. apríl 2023 15:01 Háskólinn í Córdoba. Þar stunda rúmlega 20.000 nemendur nám og 1.200 kennarar starfa við skólann. Nú hefur einn allra virtasti prófessor skólans verið rekinn fyrir að leyfa öðrum háskólum að nota nafn sitt þegar hann skrifar ritrýndar vísindagreinar. Wikimedia Commons Háskólinn í Córdoba á Spáni hefur rekið einn sinn virtasta vísindamann úr starfi fyrir að leyfa háskólum í Sádi Arabíu og Rússlandi að tengja sig við nafn hans. Vísindamaðurinn gefur út fræðigreinar á tveggja daga fresti að meðaltali og viðurkennir að hann notist við gervigreindarforrit til að flýta fyrir sér. Situr ekki auðum höndum Spænski efnafræðingurinn Rafael Luque situr ekki auðum höndum. Hann hefur gefið út í kringum 700 fræðigreinar á ferlinum og á þremur fyrstu mánuðum þessa árs gaf hann út 58 fræðigreinar. Það er ein grein á 37 klukkustunda fresti. Hann er sérfræðingur í grænni efnafræði, sem eins og nafnið gefur til kynna snýst um umhverfisvæna efnafræði. Undanfarin fimm ár hefur hann verið á lista yfir þá vísindamenn sem oftast er vitnað til í fræðaheimum. Háskólar um allan heim berjast með kjafti og klóm fyrir því að fá slíka menn í lið með sér, þar sem það eitt og sér getur dugað til að koma háskólum á lista yfir bestu háskóla heims. Sem er gríðarlega mikilvægt þegar leita þarf fjárframlaga til að styðja við rannsóknir og annað háskólastarf. Leyfir öðrum háskólum að nota nafn sitt Rafael Luque er prófessor í fullu starfi við háskólann í Córdoba á Suður-Spáni, fæðingarborg sinni, en háskólinn hefur nú rekið hann úr starfi, og sett hann í 13 ára bann við skólann. Ástæðan er sú að hann tiltekur í fræðigreinum sínum að hann sé einnig fræðimaður við háskóla í Sádi Arabíu og Rússlandi. Þetta eru skólar sem hafa lagt áherslu á að laða þekkta vísindamenn að sínum skólum, t.a.m. lofaði háskólinn í Sádi Arabíu sem kenndur er við konunginn Saud, vísindamönnum 70.000 evrum, andvirði rúmlega 10 milljóna króna á ári, fyrir það eitt að segjast vera fræðimenn við skólann þegar þeir skrifi greinar. Notar gervigreind til að flýta fyrir sér Luque gaf út 110 greinar í fyrra og hefur á þessu ári, eins og fyrr segir, gefið út 58 greinar. Hann viðurkennir að hann noti gervigreindarforrit til að flýta fyrir sér. Háskólinn í Córdoba hefur hins vegar fengið sig fullsaddan af þessari miklu framleiðni sem og því að Luque láni eða selji háskólum í Sádi Arabíu og Rússlandi nafn sitt og hefur því rekið hann. Segir háskólann skjóta sig í fótinn Luque er kokhraustur, heldur því fram að hann hafi ekki aðhafst neitt misjafnt, allt sé þetta sprottið af einskærri öfund, og að háskólinn í Córdoba sé að skjóta sig í fótinn. Einu afleiðingar verði þær að skólinn húrri út af listanum yfir bestu háskóla í heimi. Spánn Skóla - og menntamál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Situr ekki auðum höndum Spænski efnafræðingurinn Rafael Luque situr ekki auðum höndum. Hann hefur gefið út í kringum 700 fræðigreinar á ferlinum og á þremur fyrstu mánuðum þessa árs gaf hann út 58 fræðigreinar. Það er ein grein á 37 klukkustunda fresti. Hann er sérfræðingur í grænni efnafræði, sem eins og nafnið gefur til kynna snýst um umhverfisvæna efnafræði. Undanfarin fimm ár hefur hann verið á lista yfir þá vísindamenn sem oftast er vitnað til í fræðaheimum. Háskólar um allan heim berjast með kjafti og klóm fyrir því að fá slíka menn í lið með sér, þar sem það eitt og sér getur dugað til að koma háskólum á lista yfir bestu háskóla heims. Sem er gríðarlega mikilvægt þegar leita þarf fjárframlaga til að styðja við rannsóknir og annað háskólastarf. Leyfir öðrum háskólum að nota nafn sitt Rafael Luque er prófessor í fullu starfi við háskólann í Córdoba á Suður-Spáni, fæðingarborg sinni, en háskólinn hefur nú rekið hann úr starfi, og sett hann í 13 ára bann við skólann. Ástæðan er sú að hann tiltekur í fræðigreinum sínum að hann sé einnig fræðimaður við háskóla í Sádi Arabíu og Rússlandi. Þetta eru skólar sem hafa lagt áherslu á að laða þekkta vísindamenn að sínum skólum, t.a.m. lofaði háskólinn í Sádi Arabíu sem kenndur er við konunginn Saud, vísindamönnum 70.000 evrum, andvirði rúmlega 10 milljóna króna á ári, fyrir það eitt að segjast vera fræðimenn við skólann þegar þeir skrifi greinar. Notar gervigreind til að flýta fyrir sér Luque gaf út 110 greinar í fyrra og hefur á þessu ári, eins og fyrr segir, gefið út 58 greinar. Hann viðurkennir að hann noti gervigreindarforrit til að flýta fyrir sér. Háskólinn í Córdoba hefur hins vegar fengið sig fullsaddan af þessari miklu framleiðni sem og því að Luque láni eða selji háskólum í Sádi Arabíu og Rússlandi nafn sitt og hefur því rekið hann. Segir háskólann skjóta sig í fótinn Luque er kokhraustur, heldur því fram að hann hafi ekki aðhafst neitt misjafnt, allt sé þetta sprottið af einskærri öfund, og að háskólinn í Córdoba sé að skjóta sig í fótinn. Einu afleiðingar verði þær að skólinn húrri út af listanum yfir bestu háskóla í heimi.
Spánn Skóla - og menntamál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira