Kergja hlaupin í samskipti Frakklands og Ítalíu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. maí 2023 16:15 Frá vinstri: Gennaro Sangiugliano, menningarmálaráðherra Ítalíu, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu og Antonoio Tajani, utanríkisráðherra Ítalíu. Sá síðastnefndi krefst þess að frönsk stjórnvöld biðji Meloni og alla ítölsku þjóðina afsökunar fyrir móðgandi ummæli í garð forsætisráðherrans. Antonio Masiello/Getty Images Kergja er hlaupin í samskipti Frakklands og Ítalíu eftir að innanríkisráðherra Frakklands kallaði forsætisráðherra Ítalíu lygara í útvarpsviðtali í vikunni. Utanríkisráðherra Ítalíu aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til Parísar í lok vikunnar. Kallaði forsætisráðherrann vanhæfan lygara Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands var til viðtals hjá frönsku útvarpsstöðinni RMC í vikunni. Hann sagði þar að Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu væri algerlega ófær um að leysa innflytjendavandann á Ítalíu og að hún hefði lóðrétt logið að ítölskum almenningi þegar hún hefði lofað því í kosningabaráttunni í fyrra að hún myndi binda endi á stöðugan straum flóttamanna yfir Miðjarðarhafið og inn til Ítalíu. Neyðarástandi lýst yfir á Ítalíu Það sem af er ári hafa yfir 40.000 flóttamenn komið til Ítalíu, sem er fjórföldun miðað við sama tíma í fyrra. Ítalska ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi til 6 mánaða í síðasta mánuði og hefur þrengt að möguleikum ítalskra skipa til að koma flóttamönnum á siglingu á illa búnum fleytum til bjargar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Darmanin atyrðir ítölsk stjórnvöld. Í nóvember síðastliðnum sagði hann þau vera eigingjörn og sjálfselsk þegar þau bönnuðu skipi sem bjargað hafði 230 flóttamönnum úr sjónum að leggja að bryggju á Ítalíu. Skipið fór á endanum til Frakklands. Móðgun við þjóðina og krefst afsökunarbeiðni Antonio Tajani, utanríkisráðherra Ítalíu segir ummælin tilefnislaus og dónaleg móðgun við forsætisráðherrann, og ekki bara hana heldur við alla ítölsku þjóðina og aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til Parísar þar sem hann ætlaði að funda með utanríkisráðherra Frakklands. Þeim fundi var einmitt ætlað að bera klæði á vopnin eftir fremur köld samskipti síðustu ára, en fyrir fjórum árum kölluðu frönsk stjórnvöld sendiherra sinn heim frá Ítalíu eftir að leiðtogar þáverandi ríkisstjórnar Ítalíu létu frönsk stjórnvöld heyra það óþvegið. Tajani segir að hann fari ekki til Parísar fyrr en frönsk stjórnvöld biðji forláts á ummælum innanríkisráðherrans. Frakkland Ítalía Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Kallaði forsætisráðherrann vanhæfan lygara Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands var til viðtals hjá frönsku útvarpsstöðinni RMC í vikunni. Hann sagði þar að Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu væri algerlega ófær um að leysa innflytjendavandann á Ítalíu og að hún hefði lóðrétt logið að ítölskum almenningi þegar hún hefði lofað því í kosningabaráttunni í fyrra að hún myndi binda endi á stöðugan straum flóttamanna yfir Miðjarðarhafið og inn til Ítalíu. Neyðarástandi lýst yfir á Ítalíu Það sem af er ári hafa yfir 40.000 flóttamenn komið til Ítalíu, sem er fjórföldun miðað við sama tíma í fyrra. Ítalska ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi til 6 mánaða í síðasta mánuði og hefur þrengt að möguleikum ítalskra skipa til að koma flóttamönnum á siglingu á illa búnum fleytum til bjargar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Darmanin atyrðir ítölsk stjórnvöld. Í nóvember síðastliðnum sagði hann þau vera eigingjörn og sjálfselsk þegar þau bönnuðu skipi sem bjargað hafði 230 flóttamönnum úr sjónum að leggja að bryggju á Ítalíu. Skipið fór á endanum til Frakklands. Móðgun við þjóðina og krefst afsökunarbeiðni Antonio Tajani, utanríkisráðherra Ítalíu segir ummælin tilefnislaus og dónaleg móðgun við forsætisráðherrann, og ekki bara hana heldur við alla ítölsku þjóðina og aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til Parísar þar sem hann ætlaði að funda með utanríkisráðherra Frakklands. Þeim fundi var einmitt ætlað að bera klæði á vopnin eftir fremur köld samskipti síðustu ára, en fyrir fjórum árum kölluðu frönsk stjórnvöld sendiherra sinn heim frá Ítalíu eftir að leiðtogar þáverandi ríkisstjórnar Ítalíu létu frönsk stjórnvöld heyra það óþvegið. Tajani segir að hann fari ekki til Parísar fyrr en frönsk stjórnvöld biðji forláts á ummælum innanríkisráðherrans.
Frakkland Ítalía Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira