Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Agnar kemur inn í stjórn Ís­lands­banka sem full­trúi Banka­sýslunnar

Agnar Tómas Möller, sem starfaði síðast sem sjóðstjóri skuldabréfa hjá Kviku eignastýringu, kemur nýr inn í stjórn Íslandsbankabanka en bankinn á núna í viðræðum um samruna við Kviku. Er hann tilnefndur af Bankasýslunni, sem heldur utan um 42,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka, en stofnunin fer núna með þrjá stjórnarmenn í stað fjögurra áður.

Erum á leið í „verstu sviðsmyndina“ með vextina hærri lengur en áður var talið

Þrátt fyrir vaxtahækkun og harðari tón peningastefnunefndar fyrr í þessum mánuði þá hafa verðbólguvæntingar fjárfesta á skuldabréfamarkaði haldið áfram að versna verulega í skugga harðra átaka á vinnumarkaði sem hafa valdið enn meiri óvissu um verðbólguþróunina, að sögn sjóðstjóra og sérfræðinga á fjármálamarkaði. Markaðsvextir á stuttum ríkisskuldabréfum eru að nálgast átta prósent og hafa ekki verið hærri í meira en áratug.

Stærsti er­lendi fjár­festirinn selur í ISB fyrir nærri þrjá milljarða

Bandaríski sjóðastýringarrisinn Capital Group, sem hefur verið stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Íslandsbanka frá skráningu á markað sumarið 2021, hefur minnkað hlut sinn í bankanum um meira en fimmtung í þessum mánuði. Sala félagsins kemur í kjölfar þess að tilkynnt var um samrunaviðræður Íslandsbanka og Kviku.

Greiðslu­miðlun „ó­hag­kvæmari og ó­tryggari“ en á hinum Norður­löndunum

Smágreiðslumiðlun á Íslandi einkennist af meiri greiðslukortanotkun en þekkist á hinum Norðurlöndunum þar sem jafnframt treyst er á erlenda innviði alþjóðlegra kortasamsteypa. Í því felst áhætta, til dæmis ef netsamband við útlönd rofnar eða eigendur sömu kerfa loka á viðskipti við Ísland, að sögn Seðlabankans. Til að uppfylla kröfur um þjóðaröryggi telur bankinn vænlegast að innleiða hugbúnaðarlausn sem byggist á greiðslum milli bankareikninga sem væri grunninnviður greiðslumiðlunar.

Al­vot­ech orðið ein stærsta eignin hjá helstu hluta­bréfa­sjóðum landsins

Vægi Alvotech í eignasöfnum stærstu hlutabréfasjóða landsins hefur aukist verulega á fáum vikum samtímis miklum verðhækkunum á gengi bréfa íslenska líftæknilyfjafyrirtækisins og þátttöku sjóðanna í nýafstöðnu hlutafjárútboði. Úttekt Innherja sýnir að félagið er orðið stærsta eða næststærsta eignin hjá meirihluta sjóðanna.

Kvika muni sjá til lands í sam­runa­við­ræðum við Ís­lands­banka „fyrr en seinna“

Hagnaður Kviku á fjórða ársfjórðungi eftir skatt minnkaði um rúmlega milljarð króna á fjórða ársfjórðungi og nam 1.613 milljónum sem skilaði sér í arðsemi á efnislegt eigið fé upp á 15,3 prósent. Afkoman litaðist af einskiptiskostnaði en forstjóri Kviku segir rekstur fjórðungsins hafa verið þann besta á liðnu ári og hann býst við að niðurstaða muni fást í viðræðum bankans um mögulegan samruna við Íslandsbanka innan ekki of langs tíma.

Rekstrar­hagnaður Sýnar tvö­faldast og spáð enn meiri af­komu­bata í ár

Rekstrarhagnaður Sýnar á fjórða ársfjórðungi nam 383 milljónum á sama tíma og félagið gjaldfærði einskiptiskostnað upp á 150 milljónir vegna hagræðingaraðgerða undir lok síðasta árs. Samkvæmt fyrstu afkomuspá sem Sýn hefur gefið út undanfarin ár þá er gert ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBIT) félagsins á árinu 2023 verði á bilinu 2,2 til 2,5 milljarðar króna.

Yfir­vofandi verk­falls­á­tök auka enn á ó­vissuna á mörkuðum

Áhyggjur fjárfesta af mögulega langvinnari verkfallsátökum á vinnumarkaði en áður var talið setti mark sitt á þróun markaða í dag. Hlutabréfaverð flestra félaga lækkaði, mest í tilfelli Icelandair, og verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði hækkaði sömuleiðis.

Stóru sjóðirnir stækkuðu stöðu sína í Marel fyrir á annan tug milljarða

Stærstu íslensku lífeyrissjóðirnir, einkum Gildi, juku nokkuð við hlutabréfastöðu sína í Marel á árinu 2022 samhliða því að hlutabréfaverð félagsins gaf mikið þegar það þurfti að glíma við brostnar aðfangakeðjur og hækkandi afurðaverð sem kom mikið niður á afkomu þess. Staðan hefur núna snúist við og útlit fyrir að Marel nái rekstrarmarkmiðum sínum fyrr en áður var talið en gengi bréfa félagsins hefur hækkað um 22 prósent frá áramótum.

Al­vot­ech tekið inn í vísi­tölu MSCI fyrir vaxtar­markaði

Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech, verðmætasta félagið í Kauphöllinni, verður tekið inn í vísitölu MSCI fyrir vaxtarmarkaði frá og með næstkomandi mánaðarmótum. Það ætti að hafa í för með sér aukna fjárfestingu frá erlendum vísitölusjóðum en Alvotech bíður þess nú sömuleiðis að vera bætt við nýmarkaðsvísitöluna hjá FTSE Russell.

Sjá meira