Tvöfalt fleiri reyndust smitaðir í Herjólfi Þrjátíu ferðamenn eru komnir í farsóttahús eftir að hafa greinst með kórónuveiruna um borð í Herjólfi. Hópurinn hafði áður gert tilraun til að ferðast til Vestmannaeyja en kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn, segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður húsanna. 2.8.2021 13:07
Hafði varla snert eldavél en deilir nú uppskriftum með þúsundum fylgjenda Förðunarfræðingurinn Tinna Þorradóttir var með þeim fyrstu til þess að hleypa fólki inn í líf sitt á samfélagsmiðlinum Snapchat. Fjöldi fylgjenda horfði á förðunarmyndbönd sem hún tók inni í herbergi þar sem hún bjó hjá foreldrum sínum. Í dag er Tinna verðandi tveggja barna móðir og hefur slegið í gegn fyrir uppskriftir sem hún deilir á Instagram og TikTok. 2.8.2021 11:48
YouTube setur Sky News í Ástralíu í bann Efnisveitan YouTube hefur sett fréttastofuna Sky News í Ástralíu í vikulangt bann. Efnisveitan segir fréttastofuna hafa brotið hegðunarreglur með því að breiða út rangar upplýsingar um Covid-19. 1.8.2021 17:25
Þyrla Landhelgisgæslunnar ræst út vegna mótorhjólaslyss Björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í dag vegna mótorhjólaslyss sem átti sér stað í Árneshreppi. Einn einstaklingur slasaðist en ekki er vitað um líðan hans sem stendur. 1.8.2021 15:03
Fimmtán farþegar Herjólfs greindust smitaðir Fimmtán farþegar sem voru um borð í Herjólfi í gær greindust smitaðir af kórónuveirunni. Um er að ræða erlenda ferðamenn sem fengu jákvæðar niðurstöður úr sýnatöku eftir að þeir komu til Vestmannaeyja. 1.8.2021 14:40
Reyndu að smygla sér inn á fullt tjaldsvæði Þrátt fyrir að verslunarmannahelgin hafi verið óvenjuleg í ár virðast Íslendingar hafa skemmt sér vel á tjaldsvæðum víða um land. Umsjónarmaður á tjaldsvæðinu Hömrum á Akureyri segir talsverðan eril hafa verið þar í gærkvöldi og í nótt. 1.8.2021 13:31
Allt farið vel fram í Vestmannaeyjum um helgina Verslunarmannahelgin hefur farið afskaplega vel fram í Vestmannaeyjum. Varðstjóri lögreglunnar á svæðinu segir fólk almennt glatt og skemmtilegt. 1.8.2021 10:19
Fundu síma og tækjabúnað Johns Snorra Sími, myndavél og staðsetningarbúnaður göngugarpsins John Snorra hefur nú fundist. Þessu greinir félagi Johns Snorra frá á Twitter-síðu sinni. 31.7.2021 17:11
Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31.7.2021 16:36
Keyrði inn í Ísbúð Vesturbæjar Ökumaður bifreiðar keyrði inn í Ísbúð Vesturbæjar í Bæjarlind fyrr í dag. Engin alvarleg slys urðu á fólki en starfsfólk ísbúðarinnar er í töluverðu áfalli. 31.7.2021 15:56