Tvöfalt fleiri reyndust smitaðir í Herjólfi Elma Rut Valtýsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 2. ágúst 2021 13:07 Ljóst er að þrjátíu erlendir ferðamenn voru smitaðir um borð í Herjólfi í fyrradag. Vísir/Vilhelm Þrjátíu ferðamenn eru komnir í farsóttahús eftir að hafa greinst með kórónuveiruna um borð í Herjólfi. Hópurinn hafði áður gert tilraun til að ferðast til Vestmannaeyja en kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn, segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður húsanna. „Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur, margir hafa komið á undanförnum dögum og í gær fengum við stóran hóp sem hafði áður reynt að fara til Vestmannaeyja,“ segir Gylfi en fólkið var á leið til Eyja þegar einn fór að finna fyrir einkennum. Allir reyndust þá vera smitaðir og sendir til baka í einangrun í farsóttahúsi. Greint var frá því í gær að fimmtán hafi smitast um borð í Herjólfi, en ljóst er að þeir voru tvöfalt fleiri. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs sagði í samtali við Vísi í gær að einn úr hópnum hefði byrjað að finna fyrir einkennum skömmu fyrir ferðina til Vestmannaeyja og hópurinn því ákveðið að fara í sýnatöku. Þau hafi samt sem áður haldið af stað til Eyja áður en niðurstöður höfðu borist. Þegar hópurinn var kominn til Vestmannaeyja fengu fimmtán meðlimir hópsins jákvæða niðurstöðu. Ferðamennirnir héldu sér einangruðum inni í rútu og fóru þeir með Herjólfi aftur til Landeyjarhafnar. Um 250 manns eru nú í einangrun í farsóttahúsunum í Reykjavík og um 160 í sóttkví. Gylfi segist gera ráð fyrir að hægt verði að fækka farsóttahúsum þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi en hún kveður á um að farsóttahús verði framvegis aðeins fyrir þá sem þurfa að vera í einangrun. „Þá munum við hugsanlega geta farið að loka húsum hægt og rólega og flytja starfsemina á færri staði sem mun létta mikið undir með okkur vegna þess að við erum að senda starfsfólk út og suður og um allar koppagrundir þannig að það verður mun þægilegra fyrir okkur. Vonandi getum við þá lokað einhverjum húsum,“ segir Gylfi. Aðspurður segir hann verslunarmannahelgina hafa gengið prýðilega, þó mikið hafi verið að gera. „Það hefur svo sem ekki verið neitt froðudiskó hjá okkur en það er búið að ganga mjög vel,“ segir hann. Herjólfur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
„Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur, margir hafa komið á undanförnum dögum og í gær fengum við stóran hóp sem hafði áður reynt að fara til Vestmannaeyja,“ segir Gylfi en fólkið var á leið til Eyja þegar einn fór að finna fyrir einkennum. Allir reyndust þá vera smitaðir og sendir til baka í einangrun í farsóttahúsi. Greint var frá því í gær að fimmtán hafi smitast um borð í Herjólfi, en ljóst er að þeir voru tvöfalt fleiri. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs sagði í samtali við Vísi í gær að einn úr hópnum hefði byrjað að finna fyrir einkennum skömmu fyrir ferðina til Vestmannaeyja og hópurinn því ákveðið að fara í sýnatöku. Þau hafi samt sem áður haldið af stað til Eyja áður en niðurstöður höfðu borist. Þegar hópurinn var kominn til Vestmannaeyja fengu fimmtán meðlimir hópsins jákvæða niðurstöðu. Ferðamennirnir héldu sér einangruðum inni í rútu og fóru þeir með Herjólfi aftur til Landeyjarhafnar. Um 250 manns eru nú í einangrun í farsóttahúsunum í Reykjavík og um 160 í sóttkví. Gylfi segist gera ráð fyrir að hægt verði að fækka farsóttahúsum þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi en hún kveður á um að farsóttahús verði framvegis aðeins fyrir þá sem þurfa að vera í einangrun. „Þá munum við hugsanlega geta farið að loka húsum hægt og rólega og flytja starfsemina á færri staði sem mun létta mikið undir með okkur vegna þess að við erum að senda starfsfólk út og suður og um allar koppagrundir þannig að það verður mun þægilegra fyrir okkur. Vonandi getum við þá lokað einhverjum húsum,“ segir Gylfi. Aðspurður segir hann verslunarmannahelgina hafa gengið prýðilega, þó mikið hafi verið að gera. „Það hefur svo sem ekki verið neitt froðudiskó hjá okkur en það er búið að ganga mjög vel,“ segir hann.
Herjólfur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira