Fréttamaður

Elma Rut Valtýsdóttir

Elma er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ég vil alltaf meira skraut, fleiri ljós, fleiri gjafir, meira stuð“

Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason hefur kætt íslensk börn í rúmlega tuttugu og fimm ár. Hann er hvergi nær hættur, því þessa dagana eru hann og Felix með jólasýningu í Gaflaraleikhúsinu. Auk þess hefur Gunnar gefið út hverja metnaðarfullu barnabókina á fætur annarri og nefnist nýjasta bók hans Bannað að ljúga. Gunni er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Ó­hefð­bundin jól í Chile: „Vorum því­líkt klár í jólin en þau ætluðu aldrei að byrja“

Tónlistarkonan og fasteignasalinn Hera Björk Þórhallsdóttir segist vera jólaálfur allt árið um kring. Hún er þó ekki sérstaklega formföst þegar kemur að jólunum. Hún borðar til að mynda ekki alltaf sama matinn á aðfangadag og hefur eytt jólunum bæði á Kanaríeyjum og í Chile. Hún segir samveruna með fjölskyldunni vera það eina sem skiptir máli. Hera Björk er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Bubbi vísaði keppanda út: „Ég ætla að skila þér“

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens var, eins og frægt er, einn af dómurunum þremur í fyrstu þáttaröðum Idol Stjörnuleitar. Bubbi var ekki þekktur fyrir það að fara mjúkum höndum um keppendur. Hann lét þá alltaf vita hvað honum fannst, sama hvort þeir voru góðir, lélegir eða „lala“, eins og hann orðaði það.

Fékk verstu jóla­gjöfina frá al­heiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í al­gjöru móki“

Leik- og söngkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir var mikið jólabarn á sínum yngri árum. Hún hefur þó róast töluvert með árunum og segist vera sátt ef hún nær að setja aðventukransinn upp fyrir jól. Hið sanna hátíðarskap hellist þó alltaf yfir Þórdísi á Þorláksmessu þegar faðir hennar dregur hana í búðir til þess að finna jólagjöf handa móður hennar. Þórdís er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Táraðist yfir jóla­gjöfinni frá eigin­manninum

Það er óhætt að segja að það sé brjálað að gera hjá tónlistarkonunni Margréti Eir í aðdraganda jólanna. Fyrir utan það að vera að fara syngja á hinum ýmsu jólatónleikum, þá ætlar hún sér að baka yfir sex sortir af smákökum fyrir jólin. En það er einmitt baksturinn sem hringir inn jólin fyrir Margréti. Margrét Eir er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Ó­farir á jóla­dags­nótt: „Hann nær í nál og tvinna og saumar nokkur spor í rassinn á mér“

Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir hefur aldrei verið jólabarn. Þegar hún var yngri sagðist hún hata jólin og í dag segist hún vera með bráðaofnæmi fyrir bæði jólalögum og jólamyndum. Hún kann þó vel að meta sörur móður sinnar og nýtur tímans með fjölskyldunni. Katrín Edda er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Sjá meira