Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Kona sem missti heimili sitt í bruna í hjólhýsabyggð í nótt segir eldhafið hafi teygt sig á milli hjólhýsa á nokkrum mínútum. Hún er nú heimilislaus og finnst borgaryfirvöld bera ábyrgð á því að svo illa fór. Borgin verði að finna byggðinni annan og öruggari stað. 8.1.2025 19:42
Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. Íbúi á svæðinu segir aðbúnað skelfilegan, þeir hafi óttast að svona gæti farið. 8.1.2025 10:28
Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Bjarni Benediktsson gefur ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem formaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi og mun ekki taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. Kapphlaupið um formennsku flokksins er því formlega hafið. Við ræðum við stjórnmálafræðing um vendingar dagsins í beinni útsendingu í myndveri og fáum viðbrögð frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. 6.1.2025 18:01
Veður gæti haft áhrif á brennuhald Jólin verða kvödd með þrettándabrennum víða um land í kvöld, það er að segja ef veður leyfir. Útlit er fyrir norðanátt í dag og nokkuð vindasamt veður. 6.1.2025 12:02
Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Eftirlit með neytendalánum er á herðum of margra og hafa stjórnvöld því ekki hugmynd um umfang markaðarins. Þetta segir formaður Neytendasamtakanna sem hvetur fólk til að gjalda varhug við slíkum lánum. Aðgengi að þeim sé mun betra en í ríkjunum í kringum okkur og starfsemin auglýst grimmt. 5.1.2025 19:13
Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Fleiri eru andvígir aðild að Evrópusambandinu en hlynntir samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Meirihluti vill þó að þjóðin fái að ganga til atkvæðagreiðslu um málið. 3.1.2025 12:11
Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hópur fólks kemur saman tvisvar í viku á Ylströndinni í Nauthólsvík í þeim tilgangi að reyna að sigrast á kuldanum. Þar fer fram svokölluð kuldaþjálfun þar sem fólk fer á sundfötunum í snjóinn, tekur nokkur dansspor, hrópar, hlær og fer svo að lokum út í ískaldan sjóinn. 3.1.2025 11:33
Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Sérstökum gámum hefur verið komið fyrir á höfuðborgarsvæðinu og eru íbúar hvattir til að skila notuðum flugeldum þangað. Ruslið er sent til úr landi og notað til að framleiða orku fyrir Svía. 2.1.2025 20:02
Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann var stunginn í brjóstkassa en sá er útskrifaður af gjörgæslu. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. 1.1.2025 18:00
Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, fram til 8. janúar, vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi í nótt. 1.1.2025 15:59