Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. febrúar 2025 12:01 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra Íslands. vísir/einar Flugfélögum verður skylt að afhenda íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna hingað til landsins nái frumvarp dómsmálaráðherra fram að ganga. Ráðherra segir nauðsynlegt að hafa yfirsýn yfir þá sem koma hingað til að hægt sé að bregðast við skipulagðri brotastarfsemi. Undanfarna mánuði og jafnvel ár hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýst yfir óánægju með það viðbragðsleysi sem hann segir hafa ríkt þegar kemur að öryggi á landamærum landsins. Hefur hann ítrekað sagt flugfélög komast upp með að afhenda ekki íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna til landsins en slíkir listar séu nauðsynlegir til að hafa yfirsýn yfir þá sem ferðast hingað. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra tekur á þessu í nýju frumvarpi sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. „Ég er að leggja fram frumvarp til að tryggja að íslensk lögregluyfirvöld hafi það aðgengi sem þau þurfa að farþegaupplýsingum um það fólk sem kemur hingað til lands. Upp á það hefur aðeins vantað. Markmiðið með þessu er að hafa yfirsýn til þess að geta brugðist meðal annars við skipulagðri brotastarfsemi sem hefur því miður náð að festa rætur á Íslandi. Auðvitað er engin ástæða til að mála myndina dekkri en hún raunverulega er en við þurfum á því að halda að hafa aðgang að þessu upplýsingum og upp á það hefur vantað og til þess er frumvarpið lagt fram.“ Fleiri aðgerðir boðaðar Nái frumvarpið fram að ganga verður því skylda fyrir öll flugfélög í öllum tilvikum að afhenda farþegalista. Ráðherra boðar fleiri aðgerðir sem taka á skipulagðri brotastarfsemi. „Eitt er að auðvelda yfirvöldum að endurheimta fjárhagslegan ávinning af skipulagðri brotastarfsemi líka og alvarlegum afbrotum. Þarna erum við líka að miða að því að standa til samræmis við aðrar þjóðir þannig það eru svona fyrstu skrefin á þessu þingi mínu, ýmsar aðgerðir til að efla getu yfirvalda til að bregðast við afbrotum með það auðvitað alltaf að leiðarljósi að tryggja öryggi fólksins í landinu.“ Landamæri Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Undanfarna mánuði og jafnvel ár hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýst yfir óánægju með það viðbragðsleysi sem hann segir hafa ríkt þegar kemur að öryggi á landamærum landsins. Hefur hann ítrekað sagt flugfélög komast upp með að afhenda ekki íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna til landsins en slíkir listar séu nauðsynlegir til að hafa yfirsýn yfir þá sem ferðast hingað. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra tekur á þessu í nýju frumvarpi sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. „Ég er að leggja fram frumvarp til að tryggja að íslensk lögregluyfirvöld hafi það aðgengi sem þau þurfa að farþegaupplýsingum um það fólk sem kemur hingað til lands. Upp á það hefur aðeins vantað. Markmiðið með þessu er að hafa yfirsýn til þess að geta brugðist meðal annars við skipulagðri brotastarfsemi sem hefur því miður náð að festa rætur á Íslandi. Auðvitað er engin ástæða til að mála myndina dekkri en hún raunverulega er en við þurfum á því að halda að hafa aðgang að þessu upplýsingum og upp á það hefur vantað og til þess er frumvarpið lagt fram.“ Fleiri aðgerðir boðaðar Nái frumvarpið fram að ganga verður því skylda fyrir öll flugfélög í öllum tilvikum að afhenda farþegalista. Ráðherra boðar fleiri aðgerðir sem taka á skipulagðri brotastarfsemi. „Eitt er að auðvelda yfirvöldum að endurheimta fjárhagslegan ávinning af skipulagðri brotastarfsemi líka og alvarlegum afbrotum. Þarna erum við líka að miða að því að standa til samræmis við aðrar þjóðir þannig það eru svona fyrstu skrefin á þessu þingi mínu, ýmsar aðgerðir til að efla getu yfirvalda til að bregðast við afbrotum með það auðvitað alltaf að leiðarljósi að tryggja öryggi fólksins í landinu.“
Landamæri Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira