Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ritari Fram­sóknar­flokksins: „Erfitt að sjá Sjálf­stæðis­flokkinn fyrir sér í næstu ríkis­stjórn“

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð og ritari Framsóknarflokksins, segir erfitt að sjá fyrir sér að Sjálfstæðisflokkurinn geti setið í næstu ríkisstjórn. Forystufólki flokksins „gangi illa að upplifa sig sem hluta af þjóðinni,“ og kveðst Jón Björn hafa áhyggjur af stöðu Sjálfstæðisflokksins og segir að augljósir brestir flokksins veiki hann til forystu í íslensku þjóðfélagi.

Þurfa tvo þingmenn í viðbót til að kalla saman þing

Allir þingmenn stjórnarandstöðu hafa tekið undir kröfu Samfylkingarinnar um að Alþingi komi saman til fundar þann 29. desember. Þrjátíu þingmenn móta stjórnarandstöðu og þyrftu þannig aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að taka undir kröfuna svo að af þingfundi geti orðið. Þetta kemur fram í orðsendingu Oddnýjar Harðardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, til fréttastofu.

Krabbamein skorar Þórunni „aftur á hólm“

Þórunn Egilsdóttir, þigflokksformaður Framsóknarflokksins, var lögð inn á Sjúkrahúsið á Akureyri 22. desember og hóf hún lyfjameðferð vegna krabbameins í gær. Þórunn hefur áður glímt við krabbamein en hún greinir frá því á Facebook í dag að meinið hafi aftur skotið upp kollinum.

Segir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu ekkert erindi eiga í pólitík

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata og Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, hafa „lítið sem ekkert fram að færa í pólitík,“ og að þær „noti hvert tækifæri til að skapa upplausn.“ Þetta má ráða af færslu sem Brynjar birtir á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann vitnar til annarrar Facebook-færslu sem hann skrifaði í gær þar sem Helga Vala og Þórhildur Sunna komu við sögu.

Samfylkingin vill að Alþingi verði kallað saman fyrir áramót

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir að Alþingi komi saman þann 29. desember þar sem fram fari sérstök umræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ að því er segir í tilkynningu frá Samfylkingunni.

Minnst tíu látnir eftir snjóflóð í Alborz-fjöllum

Minnst tíu fjallaklifrarar eru látnir eftir að hafa lent í snjóflóði í Alborz-fjöllum í Íran. Fregnir herma að minnst sjö til viðbótar sé enn saknað eftir að snjóflóð féllu í kjölfar snjóstorms í Albroz-fjöllum norður af Tehran, höfuðborg Írans.

Þóra segist ekki bera ábyrgð á fölskum TikTok-aðgangi

„Jæja, nú les ég á hinum ýmsu miðlum að ég sé komin með reikning á Tik Tok. Ég geri ráð fyrir að þeir sem mig þekkja viti að það er ekki rétt,“ skrifar Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benedikssonar fjármála- og efnahagsráðherra í færslu á Facebook í dag.

Alræmdi njósnarinn George Blake er látinn

George Blake, fyrrum njósnari bresku leyniþjónustunnar MI6 og einn alræmdasti „tvöfaldi útsendarinn“ á tímum Kalda stríðsins er látinn, 98 ára að aldri. Á yfir níu ára tímabili starfaði Blake sem njósnari fyrir Sovétríkin en hann afhenti upplýsingar sem leiddu til þess að upp komst um að minnsta kosti fjörutíu útsendara MI6 í Austur Evrópu.

Alvarlega særðir eftir skotárás í Berlín

Fjórir eru alvarlega særðir eftir skotárás í Kreuzberg-hverfi í Berlín í Þýskalandi í dag. Þungvopnaðir sérsveitarmenn hafa verið kallaðir út vegna málsins. Þeir sem særðust eru karlar á aldursbilinu 30 til 42 ára og hafa þeir allir verið fluttir á sjúkrahús.

Sjá meira