Smellti rembingskossi á eiginkonuna við heimkomuna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. júní 2024 12:23 Julian Assange, stofnandi Wikileaks, faðmar eiginkonuna Stellu við komuna til Ástralíu. AP/Rick Rycroft Julian Assange er kominn til Ástralíu, sem frjáls maður í fyrsta sinn í fjórtán ár. Assange undirritaði í nótt samkomulag vegna dómssáttar sinnar þar sem hann játaði að hafa brotið njósnalög. Við komuna þakkaði hann forsætisráðherra Ástralíu fyrir að bjarga lífi sínu. Þingmaður Pírata og fulltrúi á Evrópuráðsþinginu segir mikið fagnaðarefni að Assange sé kominn heim, en á sama tíma sé umhugsunarefni að hann hafi neyðst til að játa brot á njósnalögum. Viðstaddir fögnuðu vel og innilega þegar Julian Assange steig út úr einkaþotunni á flugvellinum í Canberra í Ástralíu rétt fyrir klukkan tíu í morgun, átta að kvöldi að staðartíma í Ástralíu. Assange faðmaði föður sinn og eiginkonu sína Stellu Assange við komuna til Ástralíu og smellti á hana rembingskossi. Þetta var fallegt augnablik að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem var framsögumaður skýrslu hjá Evrópuráðsþinginu um fangelsun Julian Assange og kælandi áhrifa þess á mannréttindi í Evrópu. „Þetta er endir á fjórtán ára baráttu Julian Assange fyrir frelsi sínu fyrir það eitt að hafa upplýst okkur um stríðsglæpi og mikla leyndarhyggju í kringum fjöldann allan af mannsdrápum í stríðum sem að við áttum aðild að á Íslandi . En það er á sama tíma stórt umhugsunarefni að hann hafi þurft að játa á sig brot á njósnalögum Bandaríkjanna fyrir það eitt að birta þessar upplýsingar ,” segir Þórhildur Sunna. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, hélt blaðamannafund strax eftir komu Assange til landsins. Þar þakkaði hann Bretlandi og Bandaríkjunum fyrir aðstoðina við að leysa úr málinu, sem hefur reynt á diplómatísk samskipti ríkjanna. Albanese átti samtal við Assange strax við komuna til landsins. Wikileaks boðaði til blaðamannafundar sem hófst á tólfta tímanum í dag. Þar kom fram í máli lögfræðinga Assange, að hann hafi þakkað forsætisráðherranum fyrir að bjarga lífi sínu. Þá var Áströlskum stjórnvöldum hrósað fyrir baráttu sína í þágu Assange, jafnvel þótt það hafi kallað á erfið samtöl við vinaþjóð í Bandaríkjunum. Mál Julians Assange Ástralía Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Viðstaddir fögnuðu vel og innilega þegar Julian Assange steig út úr einkaþotunni á flugvellinum í Canberra í Ástralíu rétt fyrir klukkan tíu í morgun, átta að kvöldi að staðartíma í Ástralíu. Assange faðmaði föður sinn og eiginkonu sína Stellu Assange við komuna til Ástralíu og smellti á hana rembingskossi. Þetta var fallegt augnablik að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem var framsögumaður skýrslu hjá Evrópuráðsþinginu um fangelsun Julian Assange og kælandi áhrifa þess á mannréttindi í Evrópu. „Þetta er endir á fjórtán ára baráttu Julian Assange fyrir frelsi sínu fyrir það eitt að hafa upplýst okkur um stríðsglæpi og mikla leyndarhyggju í kringum fjöldann allan af mannsdrápum í stríðum sem að við áttum aðild að á Íslandi . En það er á sama tíma stórt umhugsunarefni að hann hafi þurft að játa á sig brot á njósnalögum Bandaríkjanna fyrir það eitt að birta þessar upplýsingar ,” segir Þórhildur Sunna. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, hélt blaðamannafund strax eftir komu Assange til landsins. Þar þakkaði hann Bretlandi og Bandaríkjunum fyrir aðstoðina við að leysa úr málinu, sem hefur reynt á diplómatísk samskipti ríkjanna. Albanese átti samtal við Assange strax við komuna til landsins. Wikileaks boðaði til blaðamannafundar sem hófst á tólfta tímanum í dag. Þar kom fram í máli lögfræðinga Assange, að hann hafi þakkað forsætisráðherranum fyrir að bjarga lífi sínu. Þá var Áströlskum stjórnvöldum hrósað fyrir baráttu sína í þágu Assange, jafnvel þótt það hafi kallað á erfið samtöl við vinaþjóð í Bandaríkjunum.
Mál Julians Assange Ástralía Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira