Vonar að ríkið muni enn eftir sér þegar síðasta smitið hefur verið greint Náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir erfitt að hugsa til þess að loknum sautján klukkustunda löngum vinnudögum að kjarasamningur þeirra hafi verið laus í um heilt ár. 22.3.2020 12:50
568 staðfest smit: Aldrei verið eins mikil aukning á einum sólarhring Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru nú orðin 568, samkvæmt nýuppfærðum tölum. Staðfest smit voru í gær 473 talsins og hefur þeim því fjölgað um 95 frá því að síðast var greint frá fjölda smita. 22.3.2020 11:00
Segja margt gott í aðgerðunum en vilja jafnvel ganga lengra Leiðtogar stjórnarandstöðunnar fengu kynningu á efnahagsaðgerðunum ríkisstjórnarinnar vegna faralds kórónuveiru í gær. Þeir segja margt gott þar að finna en kalla eftir auknu samráði á næstu stigum, nánari skýringum og meiri áherslu á þá sem standa höllum fæti. 22.3.2020 10:43
Lygilegur landflótti söngelskra sveitamanna endaði í sjálfskipaðri sóttkví Kórferð norðlensks karlakórs til Póllands breyttist skyndilega í kapphlaup við tímann þegar hópurinn þurfti að flýja landið vegna viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum. 20.3.2020 16:01
„Þetta er nákvæmlega sú kynslóð sem vill aldrei vera byrði“ Mikilvægt er að aðstandendur geri sér grein fyrir því að margir eldri borgarar vilji ekki vera byrði og forðist jafnvel að óska eftir aðstoð ef á þarf að halda. Þetta eigi einkum við um þá sem búi einir og eru sérstaklega einangraðir á tímum kórónuveirunnar. 20.3.2020 10:51
Ekkert sagt benda til að íbúprófen sé hættulegt fyrir kórónuveirusýkta Samkvæmt Lyfjastofnun eru engar handbærar upplýsingar sem styðja það að tengsl séu á milli notkunar lyfsins og versnandi ástands sjúklinga með COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 19.3.2020 16:02
Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Reglur um starfsskyldu allra á aldrinum 18 til 65 ára til að starfa í hjálparliði almannavarna sé þess óskað voru uppfærðar á dögunum. 19.3.2020 15:39
Segir að útgöngubann myndi valda gríðarlegum skaða Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 19.3.2020 12:23
Samkomubann hefur nú tekið gildi Samkomubann tók nú gildi um allt land á miðnætti og mun gilda næstu fjórar vikur. 16.3.2020 00:01
Sundlaugar og íþróttahús lokuð á morgun Öllum sundstöðum og íþróttamiðstöðum á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu verður lokað á morgun. Þetta er gert til þess að gera starfsmönnum kleift að endurskipuleggja starfsemi með tilliti til nýrra krafna um sóttvarnir. 15.3.2020 21:18