Krefjast þess að skráningum á vanskilaskrá verði tafarlaust hætt Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2020 16:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/vilhelm Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin krefjast þess að Creditinfo-Lánstraust hætti að skrá einstaklinga og fyrirtæki á vanskilaskrá vegna greiðsluvanda sem tengja má við kórónuveirufaraldurinn. Framkvæmdastjóri Creditinfo segir kröfuna byggja á misskilningi. Það séu kröfuhafar sem óski eftir skráningu á vanskilaskrá og það sé ekki undir stjórn fyrirtækisins hverjir þar lendi. Í sameiginlegri yfirlýsingu segja ASÍ og NS skráningu á vanskilaskrá hafa íþyngjandi og langvarandi afleiðingar fyrir þá sem þar lenda. Þetta eigi sérstaklega við í ljósi þess að Creditinfo-Lánstraust hafi heimild til þess að halda aðilum á vanskilaskrá í fjögur ár eftir að þeir gera upp skuldir sínar. „Á meðan er einstaklingum gert ókleift að stunda eðlileg viðskipti, svo sem fá greiðslukort, tryggingar eða jafnvel leiguhúsnæði. Það tímabundna áfall sem fólk verður fyrir um þessar mundir má ekki hafa langvarandi afleiðingar." Í yfirlýsingunni sem Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, skrifa undir er þess krafist að fyrirtækið hætti tafarlaust skráningum á vanskilaskrá sína vegna greiðsluvanda tengdum Covid-19 og sleppi því fram til ársloka. Fréttin hefur verið uppfærð með svari frá Creditinfo sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan. „Krafa Neytendasamtakanna og ASÍ um að Creditinfo hætti að skrá einstaklinga og fyrirtæki á vanskilaskrá vegna greiðsluvanda sem tengja má við kórónuveirufaraldinn er greinilega á misskilningi byggð og vil Creditinfo koma eftirfarandi á framfæri vegna þessa. Það eru kröfuhafar/ lánveitendur sem óska eftir skráningu á vanskilaskrá, það er ekki Creditinfo sem velur hverja skuli skrá og hverja ekki. Kröftum ASÍ og NS er því betur varið í að beina athygli sinni þangað en til Creditinfo ef þið ætlið að taka þessa umræðu. Miðað við öll þau úrræði sem verið er að innleiða í dag vegna COVID-19 hjá lánveitendum, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, þá er ljóst að allir eru virkilega að vanda sig við að koma til móts við þá sem lenda í vandræðum vegna þessa ástands og ljóst að mjög margir munu fá nauðsynlega fyrirgreiðslu og þ.a.l. ekki lenda á vanskilaskrá. Kröfur berast ekki til Creditinfo til skráningar fyrr en eftir að minnsta kosti 40+ daga vanskil. Því eru þær kröfur sem er verið að skrá t.d. núna og munu berast næstu mánuði til skráningar til komnar vegna aðstæðna fyrir COVID-19. Þá verður einnig nægur tími fyrir viðkomandi aðila að fá fyrirgreiðslu eða þiggja úrræði hjá sínum lánardrottnum áður en til skráningar kemur. Að þessu sögðu þá er krafa ASÍ og NS óskiljanleg. Vanskilaskrá er nauðsynlegt tæki til áhættustýringar fyrir íslenska lánveitendur en ekki síður til þess að vernda neytendur." Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin krefjast þess að Creditinfo-Lánstraust hætti að skrá einstaklinga og fyrirtæki á vanskilaskrá vegna greiðsluvanda sem tengja má við kórónuveirufaraldurinn. Framkvæmdastjóri Creditinfo segir kröfuna byggja á misskilningi. Það séu kröfuhafar sem óski eftir skráningu á vanskilaskrá og það sé ekki undir stjórn fyrirtækisins hverjir þar lendi. Í sameiginlegri yfirlýsingu segja ASÍ og NS skráningu á vanskilaskrá hafa íþyngjandi og langvarandi afleiðingar fyrir þá sem þar lenda. Þetta eigi sérstaklega við í ljósi þess að Creditinfo-Lánstraust hafi heimild til þess að halda aðilum á vanskilaskrá í fjögur ár eftir að þeir gera upp skuldir sínar. „Á meðan er einstaklingum gert ókleift að stunda eðlileg viðskipti, svo sem fá greiðslukort, tryggingar eða jafnvel leiguhúsnæði. Það tímabundna áfall sem fólk verður fyrir um þessar mundir má ekki hafa langvarandi afleiðingar." Í yfirlýsingunni sem Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, skrifa undir er þess krafist að fyrirtækið hætti tafarlaust skráningum á vanskilaskrá sína vegna greiðsluvanda tengdum Covid-19 og sleppi því fram til ársloka. Fréttin hefur verið uppfærð með svari frá Creditinfo sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan. „Krafa Neytendasamtakanna og ASÍ um að Creditinfo hætti að skrá einstaklinga og fyrirtæki á vanskilaskrá vegna greiðsluvanda sem tengja má við kórónuveirufaraldinn er greinilega á misskilningi byggð og vil Creditinfo koma eftirfarandi á framfæri vegna þessa. Það eru kröfuhafar/ lánveitendur sem óska eftir skráningu á vanskilaskrá, það er ekki Creditinfo sem velur hverja skuli skrá og hverja ekki. Kröftum ASÍ og NS er því betur varið í að beina athygli sinni þangað en til Creditinfo ef þið ætlið að taka þessa umræðu. Miðað við öll þau úrræði sem verið er að innleiða í dag vegna COVID-19 hjá lánveitendum, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, þá er ljóst að allir eru virkilega að vanda sig við að koma til móts við þá sem lenda í vandræðum vegna þessa ástands og ljóst að mjög margir munu fá nauðsynlega fyrirgreiðslu og þ.a.l. ekki lenda á vanskilaskrá. Kröfur berast ekki til Creditinfo til skráningar fyrr en eftir að minnsta kosti 40+ daga vanskil. Því eru þær kröfur sem er verið að skrá t.d. núna og munu berast næstu mánuði til skráningar til komnar vegna aðstæðna fyrir COVID-19. Þá verður einnig nægur tími fyrir viðkomandi aðila að fá fyrirgreiðslu eða þiggja úrræði hjá sínum lánardrottnum áður en til skráningar kemur. Að þessu sögðu þá er krafa ASÍ og NS óskiljanleg. Vanskilaskrá er nauðsynlegt tæki til áhættustýringar fyrir íslenska lánveitendur en ekki síður til þess að vernda neytendur."
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira