Takmörkuðum hópi býðst að fá fjórða skammtinn Einstaklingar sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma eða hafa fengið vissar ónæmisbælandi meðferðir á undanförnum einum til tveimur árum geta sóst eftir því að fá fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19. 3.2.2022 15:26
Karlmennirnir voru fimm en ekki fjórir Þrír einstaklingar sóttu um stöðu fréttastjóra RÚV og dagskrárstjóra Rásar 2 til viðbótar við þá sem greint var frá í gær. Umsækjendurnir þrír drógu umsókn sína til baka áður en listinn var birtur en venja er fyrir því að RÚV hafi samband við umsækjendur áður en nöfn þeirra eru gerð opinber. 3.2.2022 14:41
Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna í fyrra Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna eftir skatta í fyrra, samanborið við 10,5 milljarða króna árið 2020. Arðsemi eigin fjár var 10,8% árið 2021 eftir skatta, samanborið við 4,3% arðsemi árið áður. 3.2.2022 13:37
Fyrir Heimaey býður aftur fram og Íris vill leiða listann áfram Bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey hyggst aftur bjóða fram lista í komandi sveitarstjórnarkosningum í maí. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, sækist jafnframt aftur eftir því að leiða listann. 3.2.2022 11:17
Spá 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta á miðvikudag Greining Íslandsbanka og Hagfræðideild Landsbankans spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentur miðvikudaginn 9. febrúar. 3.2.2022 09:52
Hægt að finna rafhlaupahjól og sjá mengun með auðveldum hætti Nú er hægt að sjá staðsetningar á rafhlaupahjólum Hopp, OSS og ZOLO inn á vef Strætó. Sömuleiðis eru veittar upplýsingar um rafhlöðustöðu hjólanna. 2.2.2022 17:07
Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2.2.2022 16:10
Vinnsla Sjóvá á persónuupplýsingum ekki í samræmi við lög Vinnsla tryggingafélagsins Sjóvá á persónuupplýsingum í tengslum við uppgjör bótakröfu vegna umferðarslyss samrýmdist ekki ákvæðum persónuverndarlaga. Þetta er niðurstaða Persónuverndar en brotið varðar ákvæði um fræðsluskyldu og gagnsæi um aðkomu vinnsluaðila persónuupplýsinga. 2.2.2022 15:43
Barst einungis tilkynning um hópuppsögn hjá The Reykjavík Edition Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í janúar þar sem 27 starfsmönnum var sagt upp störfum í gististaða- og veitingahúsarekstri. 2.2.2022 14:49
Isavia ANS braut lög þegar 67 ára manni var sagt upp vegna aldurs Isavia ANS ehf. braut lög um jafna meðferð á vinnumarkaði þegar félagið sagði upp starfsmanni við 67 ára aldur. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði einvörðungu horft til aldurs þegar ákvörðun var tekin um starfslok hans og sú ákvörðun feli því í sér mismunun á grundvelli aldurs. 2.2.2022 14:25