Fjórir vilja verða næsti fréttastjóri RÚV Fjórir sækjast eftir því að verða næsti fréttastjóri RÚV. Meðal þeirra eru Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri RÚV og Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 2.2.2022 13:06
Ellefu sagt upp og boðið að færa sig í vaktavinnu Ellefu fastráðnum starfsmönnum var sagt upp í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum fyrir mánaðarmót. Þá var þrettán vertíðarstarfsmönnum tilkynnt að ekki væri unnt að tryggja þeim vinnu eftir lok vetrarvertíðar í apríl. Fastráðnum starfsmönnunum hefur öllum verið boðið að færa sig yfir í vaktavinnu. 2.2.2022 11:25
Svona gætu sorptunnurnar þínar litið út í vor Starfshópur á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hefur lagt fram tillögur að samræmdu sorphirðukerfi. Í þeim er lagt til að fjórum flokkum af sorpi verið safnað við öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. 1.2.2022 06:00
Blóðbirgðir komnar niður fyrir öryggismörk í Blóðbankanum Síðustu þrír mánuðir hafa verið erfiðir hjá Blóðbankanum og eru öryggisbirgðir blóðs nú undir viðmiðunarmörkum. Hlutfallslega færri konur gefa blóð hérlendis en í nágrannalöndunum og telur bankinn þar leynast mikilvægt sóknarfæri til framtíðar. 31.1.2022 17:28
Eldur kviknaði í eldhúsi á Mýrargötu Eldur kviknaði í grilli á veitingastað við Mýrargötu 2-8 í Reykjavík sem hýsir Slippbarinn og Icelandair Hotel Reykjavík Marina. 31.1.2022 16:16
Tekur ekki undir með Sigríði en gætu þurft að aflétta hraðar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tekur ekki undir með flokkssystur sinni Sigríði Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem telur að stjórvöld brjóti lög með því að aflétta ekki strax öllum takmörkunum. 31.1.2022 16:01
Nýorkubílar 83,3 prósent nýrra seldra bíla í janúar Hlutdeild nýorkubíla heldur áfram að aukast og nam hlutur þeirra alls 83,3% af heildarsölu nýrra bíla þar sem af er janúar. Hreinir rafbílar eru í efsta sæti með alls 36,9% hlutdeild, tengiltvinnbílar með 32,9% og hybridbílar 13,5%. Hlutdeild dísilbíla var 9,3% og bensínbíla 7,4%. 31.1.2022 11:44
Sjö sinnum fleiri gistinætur í desember Gistinóttum á öllum tegundum skráðra gististaða fjölgaði um 55% í fyrra og voru 5,1 milljón samanborið við 3.3 milljónir árið 2020. Íslenskar gistinætur voru um 40% gistinátta eða um 2,0 milljónir en voru 1,5 milljónir á fyrra ári. Um 60% gistinátta voru erlendar eða um 3,1 milljón samanborið við 1,8 milljónir árið áður. 31.1.2022 10:54
Hættur trúnaðarstörfum fyrir Eflingu vegna ásakana um kynferðisofbeldi Stjórn Eflingar hefur móttekið afsögn Daníels Arnar Arnarssonar frá öllum trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélagið. Þeta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni en Daníel hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi. 31.1.2022 10:08
Krúnudjásnin í hendur hugsjónalausra stórkapítalista með brú út í heim Eins og að selja kvótann úr byggðarlaginu. Tækifæri til að auka hlut íslenskrar menningar á heimssviðinu og ávísun á aukna fjárfestingu og tekjur fyrir listamenn. Skýrt dæmi um gjörsamlega brotið viðskiptafyrirkomulag tónlistarbransans. 30.1.2022 09:31