Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Eiður Þór Árnason skrifar 24. mars 2022 13:18 Ríkharður Daðason keypti bréfin í gegnum félag sitt RD Invest ehf. Vísir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallar um viðskipti stjórnenda og nákominna aðila en Ríkharður er sambýlismaður Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra bankans. Auk Ríkharðs keyptu minnst tveir aðrir aðilar tengdir stjórn og yfirstjórn bankans hluti í útboðinu. Ari Daníelsson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, keypti 469 þúsund bréf fyrir tæpar 55 milljónir króna og Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfestasviðs, rúmlega 96 þúsund hluti fyrir rúmar 11 milljónir. Hlutirnir voru allir keyptir á genginu 117 krónur líkt og önnur viðskipti í útboði Bankasýslunnar þar sem 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka var selt til fagfjárfesta. Við lokun markaða í gær var gengi bréfa í Íslandsbanka komið í 124,6 krónur á hlut og var því 6,5% hærra en söluverð bankans í útboðinu. Var samanlagt virði þeirra hluta sem þremenningarnir festu kaup á því komið í 99,15 milljónir króna í gær, eða rúmum sex milljónum króna yfir kaupverði þeirra. Verð bréfa í Íslandsbanka hefur lækkað aftur það sem af er degi og stendur í 123,8 krónum. Skuldsetning félagsins veki upp spurningar Ríkharður Daðason keypti bréfin í Íslandsbanka í gegnum félag sitt RD Invest ehf. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti máls á því á Alþingi í dag að nýjasti birti ársreikningur eignarhaldsfélagsins sýni að í lok 2020 hafi það verið með neikvætt eigið fé upp á 135 milljónir króna. Þar af voru skammtímaskuldir við tengda aðila upp á tæpar 122 milljónir króna. „Þetta er eitthvað sem vekur upp spurningar um það hvernig fagfjárfestar voru valdir. Þetta og ýmislegt fleira er eitthvað sem við þurfum að ræða í þessum þingsal,“ sagði Jóhann Páll. Einungis stóð takmörkuðum hópi fagfjárfesta til boða að taka þátt í útboði Bankasýslunnar á þriðjudag. Mjög takmarkaðar upplýsingar hafa verið veittar um þátttakendur í útboðinu fram að þessu. Búist er við að upplýst verði um kaupendur eftir að viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir aukinni umræðu um söluna á hlutum ríkissjóðs á þinginu og hefur forseti Alþingis orðið við þeirri kröfu. Fréttin hefur verið uppfærð. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02 Veruleg umfram eftirspurn í útboðinu á hlutum ríkissjóðs Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt um sölu á 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka sem jafngildir 450 milljón hlutum í bankanum. Söluverð var 117 krónur á hlut og nam söluvirði hlutarins því 52,65 milljörðum króna. 23. mars 2022 09:48 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallar um viðskipti stjórnenda og nákominna aðila en Ríkharður er sambýlismaður Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra bankans. Auk Ríkharðs keyptu minnst tveir aðrir aðilar tengdir stjórn og yfirstjórn bankans hluti í útboðinu. Ari Daníelsson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, keypti 469 þúsund bréf fyrir tæpar 55 milljónir króna og Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfestasviðs, rúmlega 96 þúsund hluti fyrir rúmar 11 milljónir. Hlutirnir voru allir keyptir á genginu 117 krónur líkt og önnur viðskipti í útboði Bankasýslunnar þar sem 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka var selt til fagfjárfesta. Við lokun markaða í gær var gengi bréfa í Íslandsbanka komið í 124,6 krónur á hlut og var því 6,5% hærra en söluverð bankans í útboðinu. Var samanlagt virði þeirra hluta sem þremenningarnir festu kaup á því komið í 99,15 milljónir króna í gær, eða rúmum sex milljónum króna yfir kaupverði þeirra. Verð bréfa í Íslandsbanka hefur lækkað aftur það sem af er degi og stendur í 123,8 krónum. Skuldsetning félagsins veki upp spurningar Ríkharður Daðason keypti bréfin í Íslandsbanka í gegnum félag sitt RD Invest ehf. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti máls á því á Alþingi í dag að nýjasti birti ársreikningur eignarhaldsfélagsins sýni að í lok 2020 hafi það verið með neikvætt eigið fé upp á 135 milljónir króna. Þar af voru skammtímaskuldir við tengda aðila upp á tæpar 122 milljónir króna. „Þetta er eitthvað sem vekur upp spurningar um það hvernig fagfjárfestar voru valdir. Þetta og ýmislegt fleira er eitthvað sem við þurfum að ræða í þessum þingsal,“ sagði Jóhann Páll. Einungis stóð takmörkuðum hópi fagfjárfesta til boða að taka þátt í útboði Bankasýslunnar á þriðjudag. Mjög takmarkaðar upplýsingar hafa verið veittar um þátttakendur í útboðinu fram að þessu. Búist er við að upplýst verði um kaupendur eftir að viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir aukinni umræðu um söluna á hlutum ríkissjóðs á þinginu og hefur forseti Alþingis orðið við þeirri kröfu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02 Veruleg umfram eftirspurn í útboðinu á hlutum ríkissjóðs Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt um sölu á 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka sem jafngildir 450 milljón hlutum í bankanum. Söluverð var 117 krónur á hlut og nam söluvirði hlutarins því 52,65 milljörðum króna. 23. mars 2022 09:48 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15
Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02
Veruleg umfram eftirspurn í útboðinu á hlutum ríkissjóðs Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt um sölu á 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka sem jafngildir 450 milljón hlutum í bankanum. Söluverð var 117 krónur á hlut og nam söluvirði hlutarins því 52,65 milljörðum króna. 23. mars 2022 09:48