Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sjö ára þrauta­ganga endaði með krafta­verki

Tómas Þorbjörn Ómarsson og Eva Sólveig Þórðardóttir glímdu í mörg ár við ófrjósemi, endurtekin fósturlát og erfitt ferli glasafrjóvgana. Vegna erfðagalla sem Eva bar þurftu þau að leita til frjósemislækna í Bretlandi þar sem þau fengu aðgang að PGT-erfðaprófun sem ekki er í boði á Íslandi. Eftir sex glasameðferðir og mikinn tilfinningalegan og líkamlegan þunga, fengu þau loks einn heilbrigðan fósturvísi sem leiddi til fæðingar dóttur þeirra, Hrafnhildar Ísabellu, í nóvember á seinasta ári.  Ferlið var langt, erfitt og sárt en einnig fullt af von og þrautseigju.

Fann nýjan til­gang í kjöl­far lömunar í kraftlyftingum

Líf Valdimars Núma Hjaltasonar tók stakkaskiptum árið 2019. Þá fékk hann alvarlega heilablæðingu sem leiddi til þess að hann endaði í hjólastól. Eftir langt endurhæfingarferli fann hann sinn tilgang – og nýja hillu í lífinu – í gegnum kraftlyftingar. Valdimar Númi, eða Númi eins og hann er alltaf kallaður, er núna tvöfaldur Íslandsmeistari í bekkpressu fatlaðra og stefnir ótrauður á titilinn Sterkasti fatlaði maður heims.

Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul

„Hún barðist ávallt eins og ljón og mjög hetjulega við öll þau veikindi sem á hana dundu. Það kom berlega í ljós hvað hún bjó yfir miklum styrk og baráttuvilja,“ segir Stella Maris Þorsteinsdóttir en yngri systir hennar, Sandra Þorsteinsdóttir, greindist með hvítblæði árið 1988, þá einungis átta ára gömul. 

Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu

Í heimi þar sem karlar hafa löngum verið ráðandi stendur Veiga Dís Hansdóttir , 155 sentimetrar á hæð, og rústar öllum hugmyndum um hvað „litlar konur“ geta eða geta ekki gert. Á seinasta ári braut hún blað í fjörtíu ára langri sögu keppninnar um Sterkasta mann Íslands með því að verða fyrsta konan til að dæma á mótinu.

Sann­færð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf

„Mamma og pabbi hafa stundum sagt að það hafi verið eins og þau hafi fengið rangt barn heim til Íslands,“ segir Guðrún Runólfsdóttir sem greindist öllum að óvörum með geðhvörf þegar hún var sautján ára gömul. Við tóku erfið ár sem einkenndust af vinkvennaslitum og ofbeldisfullu ástarsambandi. Síðar birti til og er Guðrúnu í mun að uppræta fordóma gagnvart geðhvörfum sem hún þurfti sjálf að horfast í augu við.

„Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“

Í ár hefur þéttur og náinn vinahópur frá Borgarnesi skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið til að styðja við bakið á Birtu Björk Birgisdóttur sem staðið hefur frammi fyrir alvarlegum veikindum. Birta Björk greindist með beinkrabbamein í nóvember síðastliðnum og hefur síðan þá verið í strangri lyfjameðferð. Hópurinn ætlar að hlaupa til styrktar Ljósinu en þar hefur Birta fengið ómetanlegan stuðning í gegnum veikindaferlið.

„Mig langar ekki lengur að deyja“

Í meira en áratug barðist Ninna Karla Katrínar við þunglyndi, áföll og geðheilbrigðiskerfi sem virtist ætla að laga hana með lyfseðlum og námskeiðum, en aldrei með raunverulegri hlustun. Þegar hún kynntist Hugarafli breyttist allt og í ár hyggst hún „dansilabba“ tíu kílómetra fyrir samtökin sem björguðu að hennar sögn lífi hennar.

„Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“

Það er ekkert sérstakt augnablik þar sem Alzheimer sjúkdómurinn lætur vita af sér. Sjúkdómurinn skríður inn hægt og hljóðlega, þangað til ekkert er eftir nema minningarnar. Guðbjörg Jónsdóttir þekkir þetta ferli vel en móðir hennar greindist með Alzheimer árið 2021. Í ár ætlar Guðbjörg að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Alzheimersamtökin, ekki af því það er auðvelt, heldur af því hún getur það loksins.

Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu

Þegar Hrefna Marcher Helgadóttir lagði af stað einsömul til Balí sumarið 2018, vissi hún ekki að ferðalagið ætti eftir að snúa lífi hennar á hvolf. Þar hitti hún Eric Poole, bandarískan hermann sem hún eyddi einum sólarhring með, og síðan var ekki aftur snúið.

Sjá meira