„Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Agnes Helga Maria Ferro var 28 ára gömul, ung móðir í blóma lífsins, þegar hún greindist með brjóstakrabbamein. Í kjölfarið tók við löng og erfið barátta sem átti eftir að standa yfir í átta ár. Baráttunni lauk þann 10.janúar síðastliðinn en þá lést Agnes, einungis 36 ára að aldri. 16.1.2025 07:02
Eins og að vera fangi í eigin líkama Freyja Imsland var að nálgast þrítugt og var við það að ljúka doktorsnámi í Svíþjóð þegar hún byrjaði að þróa með sér einkenni ME sjúkdómsins. Í dag er hún alfarið rúmföst og getur lítið gert án þess að örmagnast. 11.1.2025 08:05
„Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ „Þetta er alltaf tengt föðurhlutverkinu einhvern veginn, okkur líður eins og við séum fyrir og það er engin þörf fyrir okkur,“ segir 32 ára íslenskur faðir. 5.1.2025 09:02
Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Skaðræðisöskur eins árs stúlku var gífurlegur léttir fyrir unga móður eftir snjóflóðin í Neskaupstað í desember 1974. Fólk sem lifði af mannskæð snjóflóð í Neskaupstað árið 1974 hugsar til fjölskyldu og vina í fámenna plássinu. 4.1.2025 07:03
Jólagjafir íslenskra vinnustaða Langflest íslenskt fyrirtæki og stofnanir sáu til þess að starfsfólkið færi ekki í jólaköttinn í ár. Líkt og fyrri ár eru gjafabréf vinsæl jólagjöf og virðist nú vera reglan frekar en undantekningin. Vísir tók saman hvað leyndist í jólapökkunum hjá starfsmönnum íslenskra fyrirtækja og stofnana að þessu sinni. 24.12.2024 13:23
„Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Garðar Baldvinsson ólst upp á heimili þar sem hann sá og upplifði hluti sem ekkert barn ætti að verða vitni að. Bernskuheimur hans var mótaður af ofbeldi og ofbeldismaðurinn var móðir hans. 23.12.2024 07:00
Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ 29. febrúar árið 1968 líður Árnesingum seint úr minni en þá varð mesta flóð í Ölfusá frá því byggð hófst á Selfossi. 21.12.2024 08:02
Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Sæmundur Gíslason, sautján ára sjómaður, lifði af tvö mannskæð snjóflóð í Neskaupstað 20. desember 1974. Þá fórust tólf manns. 20.12.2024 09:01
„Gat aldrei vanist því þegar fólk horfði á mig“ Svala Fanney Snædahl Njálsdóttir felldi tár þegar hún komst á topp Þengilhöfða í Eyjafirði. Nokkrum vikum fyrr komst hún ekki milli staða án þess að nota göngugrind. Tæki sem skipti sköpum en þýddi augngotur fólks á förnum vegi, eitthvað sem var erfitt að venjast. 14.12.2024 10:31
Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Jónína Margrét Bergmann byrjaði að glíma við illvíga og óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar eldri dóttur sinnar árið 2005. Með árunum þróaðist sjúkdómurinn yfir í sex tegundir af flogum, með mismunandi einkennum og mislöng, allt frá nokkrum mínútum upp í 36 klukkustundir. 7.12.2024 08:01