„Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að upplifa það sem við upplifðum,” segir Ásta Kristín Lúðvíksdóttir, dóttir Lúðvíks Péturssonar sem féll ofan í sprungu og lést þegar unnið var að því að bjarga húsi í Hópshverfi í Grindavík í janúar árið 2024. Þriggja daga leit fór fram eftir að hann hvarf, sem var að endingu blásin af vegna erfiðra og hættulegra aðstæðna á vettvangi. Í dag, tveimur árum síðar, situr fjölskylda Lúðvíks uppi með ótal spurningar en lítið er um svör. 9.12.2025 08:02
Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Þegar Júlía Dagbjört Styrmisdóttir setti stefnuna á háskólanám á fótboltastyrk átti hún allra síst von á því að enda í suðuríkjum Bandaríkjanna. Hún átti heldur ekki von á því að enda í kristnum háskóla, þar sem messur og trúarlegar samkomur eru fastur hluti af háskólalífinu. Og hún átti allra síst von á því að finna ástina í lífi sínu. Það varð engu að síður raunin. 8.12.2025 08:02
„Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ „Ég var einhvern veginn sannfærð um að ekkert yrði eins og áður var. Mig langaði mest af öllu að bara stinga hausnum undir sæng og ekki þurfa að díla við neitt. En á sama tíma uppgötvaði ég hvað lífið mitt fram að þessu, „gamla“ lífið mitt, hafði verið gott og frábært; ég elskaði starfið mitt og fjölskylduna mína og vini og allt í kringum mig,“ segir Guðný Jónasdóttir sellóleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. 7.12.2025 09:03
Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Aðfaranótt 19. desember 2006 strandaði flutningaskipið Wilson Muuga við Hvalsnes sunnan við Sandgerði. Skipið, sem var alls 5700 lestir, var að koma frá Grundartanga á leið til Murmansk eftir að hafa losað kvarts. 7.12.2025 08:03
Fela einhverfu til að passa inn „Þetta er í rauninni svolítið vonlaus staða því þó að ég geti unnið vinnuna sem til er ætlast og gert það vel, þá fitta ég ekki inn í neina vinnustaðamenningu,” segir íslensk kona sem fékk einhverfugreiningu á fullorðnisaldri en hún brann út eftir þrjú ár í starfi og hefur að eigin sögn gefist upp á íslenska vinnumarkaðnum. 30.11.2025 20:01
Hvorki síldarævintýri né gervigreind Það mætti halda að myndin hér að ofan væri unnin af gervigreind en ekki tekin af ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis snemma árs 2013. Þá varð sá fordæmalausi atburður að ríflega 35 þúsund tonn af síld drápust í Kolgrafafirði. Ástæðan var súrefnisþurrð. Fullur fjörður af síld en alls enginn ævintýrabragur. 30.11.2025 08:01
Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu „Sögur allra mæðra skipta máli. Stundum þarf aðeins hvatningu til að segja þær,“ segir Heiðbjört Ósk Ófeigsdóttir grunnskólakennari sem fyrir ári fékk þá hugmynd að gefa út bók, nánar tiltekið útfyllingarbók, fyrir mæður sem vilja segja eigin sögu, varðveita minningar og deila visku sinni með barninu sínu. Bókin kom út á dögunum hjá Söguspor og ber heitið Mamma- sagan þín. 29.11.2025 16:03
Lýsir algjöru öryggisleysi eftir blauta tusku í andlitið Einu ári eftir að sjö ára sonur Katrínar Kristjönu Hjartardóttur varð fyrir árás á skólalóð Smáraskóla hefur lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að falla frá saksókn á málinu. Katrín segir niðurstöðuna hafa verið eins og að fá „blauta tusku í andlitið“ og lýsir djúpstæðu öryggisleysi, bæði sem móðir og samfélagsþegn. 29.11.2025 08:01
Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Áfrýjunardómstóll í Ancona á Ítalíu hefur snúið við umdeildum sýknudómi vegna kynferðisbrots sem átti sér stað árið 2019 í bænum Macerata. Í málinu kærði sautján ára gömul íslensk stúlka ítalskan karlmann fyrir nauðgun. Stúlkan var komin til Ítalíu til að sækja tungumálanámskeið og fór á stefnumót sem endaði með skelfilegum hætti. Karlmaðurinn hefur nú sex árum síðar verið dæmdur í þriggja ára fangelsi. 24.11.2025 07:03
Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi „Það eru rosalega margir kostir sem fylgja því að búa úti á landi. Einn af þeim er allt stressið sem maður losnar við. Lífið í sveitinni er hægara en mér finnst það samt vera innihaldsríkara á svo margan hátt,“ segir Hugrún Sigurðardóttir, 28 ára bóndi í Eystri- Pétursey í Mýrdalshreppi, en hún hefur slegið í gegn á Tiktok að undanförnu þar sem hún veitir fylgjendum sínum innsýn í daglegt líf í sveitinni. 23.11.2025 20:02