Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Með hnút í maganum yfir næstu skila­boðum eltihrellis

„Þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum, þetta er stöðugt hangandi yfir mér, alla daga. Mér finnst ég vera rosalega varnarlaus. Ég er alltaf með hnút í maganum yfir því hvenær næsta færsla birtist á Facebook, hvenær næsta sprengja á eftir að koma,“ segir Garpur Ingason Elísabetarson.

„Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“

„Þetta var dálítið hrikalegt, það verður segjast alveg eins og er,“ segir Óskar Pétur Friðriksson, einn úr áhöfninni á Sæbjörgu VE 56 frá Vestmannaeyjum sem árið 1984 varð vélarvana í haugasjó skammt frá Höfn í Hornafirði. Óskar og hinir úr áhöfninni komust í stórkostlega lífshættu þegar bátinn rak hratt að briminu og stórgrýtinu við klettana við Stokksnes en þennan dag unnu björgunarsveitarmenn mikið afrek.

Vill opna á um­ræðuna um átröskun

„Á þessum tíma horfði ég í spegil og sá feita manneskju en í dag, þegar ég horfi á myndir af mér frá þessum tíma þá fæ ég hreinlega illt í magann,“segir Hekla Sif Magnúsdóttir en hún byrjaði að þróa með sér átröskun þegar hún var 19 ára gömul afrekskona í frjálsum íþróttum. Óheilbrigt samband hafði seinna meir þau áhrif að einkennin versnuðu hratt. Í dag er Hekla á góðum batavegi og hefur nýtt samfélagsmiðla til að miðla reynslu sinni og þekkingu, sjálfri sér og öðrum til góðs.

„Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“

„Maður sér aðrar mömmur, þær eru kannski að vinna og í skóla og með börnin. Ég bara skil ekki hvernig það er hægt. Það er eins og það sé svo rosalega mikið erfiðisvinna fyrir hausinn á mér að vera með börnin að ég verð ógeðslega þreytt,“ segir íslensk móðir sem greind er með geðsjúkdóm.

„Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“

Fjórtán menn komust í stórkostlega lífshættu árið 1984 þegar Sæbjörg VE frá Vestmannaeyjum varð vélarvana í haugasjó skammt frá Höfn í Hornafirði. Báturinn nálgaðist hratt ógnarlegt brimið í klettunum og stórgrýtinu á Stokksnesi og Hafnartanga áður en hann strandaði. „Munnvatnskirtlarnir í mér hættu að starfa – ég varð svo hræddur,“ segir Þorsteinn Árnason 2. vélstjóri sem var einn skipbrotsmannanna. Þetta kemur fram í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar.

Læknir ekki séð aðra eins á­verka á þrjá­tíu ára starfs­ferli

Bráðalæknir sem tók á móti konu sem Kristján Markús Sívarsson er sakaður um að hafa beitt margvíslegu ofbeldi segist varla hafa séð annað eins dæmi um áverka í starfi sínu sem læknir. Áverkarnir sem konan var með voru að sögn læknisins óteljandi og mjög umfangsmiklir.

„Stein­hissa“ þegar honum var birt á­kæra

„Ég er ekki að skilja hvernig ég á að geta misþyrmt manneskju dögum saman, án þess að lögreglan komi. Ég er þekktur og er undir eftirliti,“ sagði Kristján Markús Sívarsson við aðalmeðferð sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Kristján er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa um nokkurra daga skeið beitt konu miklu ofbeldi á heimili hans í nóvember síðastliðnum.

Hund­leið á að bíða eftir karl­manni og greip í taumana

„Mér fannst svo fáránleg hugsun að ég þyrfti að bíða eftir einhverjum öðrum til að láta minn draum rætast og skapa mér það líf sem mig langaði í. Ég vildi taka stjórnina,“ segir Sigrún Dóra Jóhannsdóttir. Hún var 32 ára gömul þegar hún tók þá ákvörðun að eignast barn einsömul. 

„Þetta sat náttúr­lega í manni í mörg ár“

„Það var eiginlega bara sekúnduspursmál hvenær það myndi kvikna í,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari sem árið 1979 varð vitni að þyrluslysi á Mosfellsheiði, því seinna af tveimur með fárra klukkustunda millibili. Ragnar var staddur á slysstað á vegum Morgunblaðsins, þar sem hann starfaði sem fréttaljósmyndari, en endaði á því að ganga í björgunarstörf.

Lifir lífinu við ó­bæri­legan sárs­auka

Bryndís Hekla Sigurðardóttir er 17 ára stúlka frá Selfossi sem greindist með CRPS taugasjúkdóminn fyrir tveimur og hálfu ári. CRPS hefur hefur kallaður sársaukafyllsti sjúkdómur í heimi – og af góðri ástæðu. Á sársaukaskalanum 0 til 50 mælist CRPS í 46 - sambærilegur sársauki og fólk finnur fyrir við aflimun og fæðingu.

Sjá meira