Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Það eru ekki margir sem státa af þeirri reynslu að hafa dáið og komið aftur til lífs. Og það eru líklega enn færri sem geta sagt að þeir gangi bókstaflega fyrir rafhlöðum. Þorvaldur Sigurbjörn Helgason er einn af þeim. 2.11.2024 08:02
Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra „Hann var hress og skemmtilegur og öllum fannst hann svo æðislegur. Hann var mjög góður í að tala. Hann hefði getað selt ömmu sína, hefði hann reynt það,“ segir Sara Miller, fyrrverandi kærasta Jón Hilmars Hallgrímssonar, eða Jóns stóra, sem um tíma var einn þekktasti maður landsins. Þjóðþekktur glæpamaður, bæði umtalaður og umdeildur. 29.10.2024 14:47
Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Röð atvika leiddi til þess að Veronica Líf Þórðardóttir fékk boð um að gerast efnafræðikennari við menntaskóla í Melbourne, 90 þúsund manna borg suðaustur af Orlando í Flórída. Þar hefur hún starfað í eitt og hálft ár og tekist á við ýmsar áskoranir, enda talsverður munur þegar kemur að bandarísku og íslensku skólakerfi. 29.10.2024 08:01
Með áfallastreitu eftir heimsóknir á Litla Hraun Guðrún Ósk var á sínum tíma í sambandi með manni sem afplánaði dóm á Litla Hrauni og á Hólmsheiði. Á dögunum birti hún röð myndskeiða á TikTok þar sem hún tjáði sig hispurslaust um stöðuna í fangelsismálum hér á landi, út frá reynslu sinni sem aðstandandi fanga en hún hefur sterkar skoðarnir þegar kemur að endurhæfingu innan fangelsisveggjanna. 26.10.2024 08:02
Lætur sig aldrei vanta á opnanir á Íslandi „Almenningur allur, hann er tilbúinn að koma og kaupa ef þú færð rétta æðið af stað,“segir Steinar Svan Birgisson en það má segja að hann sé nokkurskonar atvinnumaður í opnunum á Íslandi. Hann lætur sig aldrei vanta þegar þekktar verslunar-og veitingastaðakeðjur opna hér á landi og er ávallt fremstur í röðinni. 22.10.2024 10:03
Sat yfir líki í fjóra sólarhringa Thelma Björk Brynjólfsdóttir lifði við það í aldarfjórðung að eiga móður sem var útigangskona. Móðir hennar flakkaði inn og út úr meðferð í gegnum árin og var á stöðugum vergangi. Hún var flutt í geðrofsástandi á stofnun eftir að sambýlismaður hennar fannst látinn og var að lokum svipt sjálfræði. 21.10.2024 08:05
Lét sauma bangsa úr fötum látins sonar síns Tinna Björnsdóttir upplifði martröð allra foreldra í mars á seinasta ári þegar einkasonur hennar, Gabríel Dagur Hauksson lést af völdum ofskömmtunar, einungis tvítugur að aldri. Tinna hefur síðan þá lagt upp með að halda minningu sonar síns á lofti og vera opinská með allt það sem hún hefur gengið í gegnum í sorgarferlinu. 20.10.2024 08:02
„Hann tók algjörlega völdin yfir lífi mínu“ Aþena Sól Magnúsdóttir var einungis sautján ára gömul og djúpt sokkin í fíkniefnaneyslu þegar hún tók upp samband við dæmdan ofbeldismann sem á þeim tíma var á skilorði vegna fyrri brota. Sambandið einkenndist af hrottalegu ofbeldi og átti eftir að hafa hrikalegar afleiðingar. 19.10.2024 08:05
„Ég er viss um að hann mundi allt sem gerðist þetta kvöld“ „Maður missti svo mikið við þessa atlögu. Ég missti pabba, ég missti frænda minn, ég missti griðastaðinn minn þarna. Í rauninni held ég að það hafi ekki komið mér á óvart þegar hann neitaði sök. Þetta er ekki maður sem hefur gengist við gjörðum sínum,“ segir Ellen Drífa Ragnarsdóttir, dóttir Ragnars Lýðssonar sem ráðinn var bani á bænum Gýgjarhóli árið 2018. Banamaður Ragnars var bróðir hans, Valur Lýðsson. 15.10.2024 10:06
„Þetta er eitthvað sem fylgir manni út ævina“ „Maður „lokar” auðvitað aldrei á þessa reynslu þannig séð. Þetta er eitthvað sem fylgir manni út ævina og maður þarf að lifa með því,“ segir Alex Jóhannsson en hann varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu starfsmanns barnaverndar þegar hann var barn og unglingur. Brotin áttu eftir að hafa alvarlegar og langvarandi áhrif á líf hans en umræddur starfsmaður var á sínum tíma dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa brotið á Alex, og fleiri börnum. 13.10.2024 10:22