
„Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“
„Þetta var dálítið hrikalegt, það verður segjast alveg eins og er,“ segir Óskar Pétur Friðriksson, einn úr áhöfninni á Sæbjörgu VE 56 frá Vestmannaeyjum sem árið 1984 varð vélarvana í haugasjó skammt frá Höfn í Hornafirði. Óskar og hinir úr áhöfninni komust í stórkostlega lífshættu þegar bátinn rak hratt að briminu og stórgrýtinu við klettana við Stokksnes en þennan dag unnu björgunarsveitarmenn mikið afrek.