Milljónasekt fyrir lyfjasmygl Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til að greiða tæplega 1,1 milljón króna í sekt fyrir að hafa staðið að ólöglegu lyfjasmygli með því að flytja á annað hundrað töflur af ávana- og fíknilyfinu Alprazolam Krka til landsins með flugi. 7.12.2023 08:25
Hálftími leið frá því að bjöllu var hringt þar til fanga var sinnt Bæta þarf eftirlit með þeim sem vistuð eru í fangageymslu lögreglunnar á Suðurlandi á Selfossi. Í of miklum mæli er eingöngu notast við myndvöktun og reglubundnu innliti í klefa ekki sinnt sem skyldi. 7.12.2023 07:40
Áfram hvasst við suðurströndina Hæð er nú yfir Grænlandi, en víðáttumikið lægðasvæði allangt suður af landinu. Gera má ráð fyrir austlægri átt í dag, yfirleitt fimm til þrettán metrum á sekúndu en talsvert hvassara við suðurströndina með snörpum vindhviðum. Aðstæður geta verið varasamar ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. 7.12.2023 07:18
Gítarleikari Wings er látinn Enski tónlistarmaðurinn Denny Laine, sem var aðalsöngvari sveitarinnar Moody Blues og gítarleikari sveitarinnar Wings, er látinn. Hann varð 79 ára gamall. 6.12.2023 14:04
Sævar Helgi ráðinn sérfræðingur hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs Sævar Helgi Bragason hefur verið ráðinn sérfræðingur á Náttúrufræðistofu Kópavogs og hefur þar störf í ársbyrjun 2024. 6.12.2023 13:34
Bein útsending: Gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans, og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. 6.12.2023 09:01
Fjármálaskilyrði hafa versnað Fjármálaskilyrði á Íslandi hafa versnað samhliða því sem hægt hefur á efnahagsumsvifum. Aftur á móti er skuldahlutfall bæði heimila og fyrirtækja hóflegt, hvort heldur miðað er við tekjur eða eiginfjárstöðu. 6.12.2023 08:32
Hvassviðri syðst á landinu Víðáttumikið lægðasvæði er nú suðvestur af landinu sem heldur austlægum áttum að landinu. Veðurstofan gerir ráð fyrir að víðast hvar verði því fimm til þrettán metrar á sekúndu. Syðst og í kringum Öræfajökul er útlit fyrir allhvassan eða hvassan vind í dag og á morgun. 6.12.2023 07:10
Bein útsending: Metfjöldi umsókna um hlutdeildarlán Alls bárust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 73 umsóknir um hlutdeildarlán í október síðastliðinn. Lang flestar þeirra voru vegna kaupa á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu eða 58 umsóknir, fjórtán umsóknir voru á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins og ein umsókn á landsbyggð utan vaxtarsvæða. 5.12.2023 09:00
Alistair Darling látinn Breski stjórnmálamaðurinn Alistair Darling, sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Gordon Brown í fjármálakreppunni 2008, er látinn. Hann varð sjötugur að aldri. 30.11.2023 13:02