Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Flug­völlur í Hvassahrauni alls ekki úr myndinni

Niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun.

Kristjana frá Rúv til Ás­mundar Einars

Kristjana Arnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Hún hefur undanfarin ár getið sér gott orð á íþróttafréttadeild Ríkisútvarpsins og sem stjórnandi Gettu betur.

Ey­vindur settur landsréttardómari

Dómsmálaráðherra hefur sett Eyvind G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, í embætti dómara við Landsrétt frá og með 1. október 2024 til og með 28. febrúar 2029.

Ný­kjörinn for­maðurinn hættur og vara­menn fá at­kvæðis­rétt

Halldór Auðar Svansson, sem kjörinn var formaður framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins þann 7. september, hefur stigið til hliðar sem formaður. Framkvæmdastjórn flokksins hefur sett sér vinnureglu sem veitir varamönnum í stjórninni jafnan atkvæðisrétt og aðalmenn.

Tveggja milljarða gjald­þrot Ingvars Jónadabs tók tíu ár

Skiptum er nú lokið á þrotabúi Ingvars Jónadabs Karlssonar, sem rak heildverslunina Karl K. Karlsson um árabil, tíu árum eftir að hann var úrskurðaður gjaldþrota. 18,7 prósent fengust upp í ríflega tveggja milljarða króna lýstar kröfur.

Tveir teknir með þýfi á leið í Nor­rænu

Þrír sitja nú í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innbrotum í verslanir Elko í byrjun síðustu viku. Tveir þeirra voru handteknir þegar þeir voru á leið í Norrænu með hluta þýfisins. Þremur hefur þegar verið sleppt úr haldi.

Fundur sem ræður úr­slitum hafinn

Fundur samninganefnda Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, hófst laust eftir klukkan 13. Nái aðilar ekki saman á fundinum mun Efling hefja verkfallsaðgerðir á hjúkrunarheimilum.

Neituðu að hafa smyglað tuttugu milljónum sígaretta

Tveir sakborninga í máli sem varðar tollalagabrot upp á 741 milljón króna og innflutning á um einni milljón pakka af sígarettum neita sök. Einn sakborninga var erlendis þegar málið var þingfest í morgun og tekur afstöðu til sakarefnis síðar.

Tekinn með efni eftir að vinur sló sig í höfuðið með skipti­lykli

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa haft amfetamín og nokkrar töflur af róandi og kvíðastillandi lyfi í fórum sínum. Lögregla framkvæmdi húsleit heima hjá honum eftir að hann hafði hringt á lögreglu vegna þess að vinur hans hafi slegið sjálfan sig í höfuðið með skiptilykli.

Sjá meira