Boða komu HBO Max til landsins á ný Streymisveitan HBO Max verður aðgengileg landsmönnum í júlí, að því er segir í tilkynningu frá eiganda veitunnar. Koma HBO Max til landsins hefur þegar verið boðuð tvisvar en hún átti upphaflega að fara í loftið fyrir þremur árum. 10.6.2025 10:45
Rafmagnslaust víða á Suðurlandi Rafmagnslaust er víða á Suðurlandi eftir að Hvolsvallarlína 1 leysti út í morgun. 10.6.2025 10:17
Ein á móti rýmkuðu sorgarleyfi Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, greiddi ein atkvæði gegn frumvarpi um sorgarleyfi foreldra sem missa maka sína. Fyrir atkvæðagreiðslu sagði hún ekkert hafa komið fram sem benti til þess að rýmka þyrfti lög um sorgarleyfi með þeim hætti og að það myndi kosta hálfan milljarð króna á ári. Því gæti hún ekki greitt atkvæði með frumvarpinu. 6.6.2025 16:57
Miðeind festir kaup á Snöru Miðeind ehf. hefur gengið frá samningi við Forlagið ehf. um kaup á Snöru ehf., sem rekur samnefnt vefbókasafn og á stafrænan birtingarrétt ýmissa þekktra orðabóka og heimilda. 6.6.2025 16:07
Mál áfengisverslananna komin til ákærusviðs, aftur Rannsóknir á tveimur netverslunum með áfengi eru komnar aftur til ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, eftir að hafa verið sendar aftur til rannsóknardeildar fyrir tveimur mánuðum. Málin hafa nú verið í rannsókn í hálfan áratug. 6.6.2025 14:36
Minni þorskafli kosti fleiri milljarða Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi áætla að minna aflamark þorsks fyrir næsta fiskveiðiár muni kosta þjóðarbúið allt að sjö milljarða króna í útflutningstekjum af þorski. 6.6.2025 13:17
Slævandi lyf og lágt sætisbak dráttarvélar orsakir banaslyss Meginorsök banaslyss sem varð á Suðurlandsvegi, skammt vestan Péturseyjar, í janúar í fyrra var að ökumaður jeppa gætti ekki að umferð fyrir framan sig. Hann ók aftan á dráttarvél á áttatíu kílómetra hraða. Aðrar orsakir slyssins voru að ökumaðurinn var undir áhrifum slævandi lyfja, í lækningalegum skammti þó, og að sætisbak dráttarvélarinnar var aðeins 35 sentimetra hátt. 6.6.2025 11:42
Aflamark þorsks lækkað og reiknað með að stofninn minnki áfram Hafrannsóknarstofnun hefur birt úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark þorsks lækkar um fjögur prósent en aflamark ýsu hækkar um þrjú prósent. Mest lækkar aflamark gullkarfa, um tólf prósent, en íslenska sumargotssíldin er hástökkvari ársins með 27 prósenta hækkun aflamarks. 6.6.2025 10:42
Dómar fólks sem sótti fíkniefni fyrir salann sinn mildaðir Dómar tveggja vegna innflutnings mikils magns amfetamínsbasa hafa verið mildaðir úr þremur árum í tvö í Landsrétti. Málið sneri að eiturlyfjasala sem gerði viðskiptavini sína út í fíkniefnaviðskiptum. Sex ára dómur eiturlyfjasalans stendur. 5.6.2025 15:23
Málinu lokið með sátt: „Við erum mjög sáttar með niðurstöðuna“ Máli þeirra Fjólu Sigurðardóttur og Davíðs Goða Þorvarðarsonar á hendur Eddu Falak, vegna hlaðvarpsins Eigin kvenna, hefur verið lokið með dómsátt. Þau kröfðu Eddu um þrjátíu milljónir króna en lögmaður Eddu segir hana mjög sátta með niðurstöðuna. 5.6.2025 14:02