Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Árni Sæberg skrifar 11. desember 2025 06:47 Ingibjörg Þorsteinsdóttir er dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Athygli vakti þegar dómur yfir erlendum karlmanni, sem dæmdur var fyrir vændiskaup og líkamsárás gagnvart seljanda vændisins, var birtur og maðurinn nafngreindur. Ítrekað hefur verið kallað eftir því að kaupendur vændis séu nafngreindir en lítið sem ekkert hefur borið á því. Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur segir engin mistök hafa verið gerð þegar maðurinn var nafngreindur, það hafi einfaldlega verið gert í samræmi við reglur Dómstólasýslunnar um útgáfu dóma. Vísir fjallaði á þriðjudag um dóm yfir erlendum karlmanni sem hlaut þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að kaupa vændi af konu og ráðast í kjölfarið á hana með ítrekuðum höfuðhöggum. Maðurinn var sakfelldur fyrir 206. grein almennra hegningarlaga, sem mælir fyrir um að hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári og ákvæði sömu laga um líkamsárás, sem varðar sektum eða allt að eins árs fangelsi. Með vísan til játningar mannsins, hreins sakarvottorðs hans og þess að vændiskonan hafi átt upptök að átökum þeirra þótti refsing hans hæfilega ákveðin þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Einn dómur birtur en kaupandi ekki nafngreindur fyrr en eftir dúk og disk Við leit á vef héraðsdómstólanna má finna einn dóm þar sem vændiskaup koma við sögu. Það er fjögurra ára dómur yfir Vilhjálmi Frey Björnssyni, sem dæmdur var í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl árið 2022. Landsréttur þyngdi dóm hans í fjögur og hálft ár í mars í fyrra. Upphaflega var nafn hans afmáð þegar dómurinn var birtur á vef héraðsdómstólanna þann 13. desember 2022 en sú ákvörðun sætti mikilli gagnrýni, enda hlaut Vilhjálmur Freyr þungan dóm fyrir alvarlegt ofbeldisbrot og hefur enga tengingu við fórnarlamb sitt. Meðal þeirra sem gagnrýndi ákvörðunina var Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þáverandi þingmaður Vinstri grænna. Það var hvorki í fyrsta né síðasta skipti sem þingmenn gagnrýndu þá venju dómstóla að nafngreina ekki kaupendur vændis. Það gerði Bjarkey til að mynda árið 2019 ásamt þáverandi samflokksmanni sínum, Rósu Björk Brynjólfsdóttur. Þá sagði Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, árið 2013 að eðlilegt væri að nöfn manna sem ákærðir eru fyrir vændiskaup yrðu birt. Það væri helsti fælingarmáttur lagaákvæðanna sem gera kaup á vændi ólögleg, mun sterkari fælingarmáttur en nokkurn tímann sektir eða fangelsi. Þá hafði Vísir nýverið greint frá ákærum á hendur tíu kaupendum vændis, sem engir voru nafngreindir. Nafngreindur en nafnið síðar tekið út Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, ákvað þann 6. janúar 2023, eftir að hafa skoðað málið, að nafn Vilhjálms Freys skildi birt í dómnum. Athygli vekur að Vilhjálmur Freyr er ekki nafngreindur í núverandi útgáfu dómsins á vef héraðsdómanna. Í reglum dómstólasýslunnar um birtingu um dóma segir að að liðnu ári frá því að dómsúrlausn í einkamáli eða sakamáli var gefin út og nafnleynd ekki viðhöfð geti sá sem í hlut á komið á framfæri við forstöðumann viðkomandi dómstóls beiðni um nafnleynd. Brugðist skuli við slíkri beiðni svo skjótt sem auðið er. Vilhjálmur Freyr er enn nafngreindur í dómi yfir honum á vef Landsréttar en þó þannig að dómurinn finnst ekki þegar nafni Vilhjálms Freys er flett upp í leitarvél dómstólsins. Hvorki mistök né stefnubreyting Í svari við fyrirspurn Vísis um þá ákvörðun að nafngreina vændiskaupandann, sem fjallað var um í gær, segir Ingibjörg dómstjóri að það hafi ekki verið mistök að gefa umræddan dóm út með þeim hætti sem gert var. Við útgáfu dóma fylgi dómurinn reglum dómstólasýslunnar nr. 3/2022 um útgáfu dómsúrlausna. Þar segi meðal annars að alla dóma héraðsdóms skuli gefa út nema undantekningarreglur eigi við, samanber 6. grein reglanna. Ein undantekningarreglan sé sú að dómar í sakamálum, þar sem refsing er sekt undir áfrýjunarfjárhæð, sem nú sé um 1,4 milljónir króna, skuli ekki gefa út. Á grundvelli þessarar reglu hafi dómurinn verið gefinn út þar sem refsingin hafi ekki verið sekt heldur skilorðsbundið fangelsi. Um nafnleynd gildi sú meginregla að dómar í sakamálum þar sem ákærði er sakfelldur er birtur með nafni viðkomandi, nema hann hafi ekki náð 18 ára aldri þegar brot var framið. Síðan séu fleiri sjónarmið sem geta komið til skoðunar þegar metið er hvort nafnleynd eigi að vera í dóminum, samanber nánar það sem kemur fram í 10. grein reglanna. Þar sé meðal annars nefnt að gæta skuli nafnleyndar um dómfellda ef nafnbirting kann að vera andstæð hagsmunum brotaþola. Engin þeirra sjónarmiða sem fjallað er um í 10. greininni eigi við í því málinum sem um ræðir og því hafi dómurinn verið gefinn út með hefðbundum hætti eins og aðrir sakadómar. „Það að sem hérna ræður sem sagt úrslitum er fyrst og fremst að refsingin er yfir þeim mörkum sem getið er um í 6. gr., dómfelldi var eldri en 18 ára þegar brot var framið og engin sérstök sjónarmið varðandi brotaþola voru talin eiga við í málinu.“ Þetta verklag hafi verið í gildi síðan þessar reglur dómstólasýslunnar voru settar og hún muni ekki betur en eldri reglur hafi verið sambærilegar hvað þessi atriði varðar. Athugasemd: Maðurinn er ekki nafngreindur í fréttum Vísis í samræmi við eftirfarandi grein í ritstjórnarstefnu miðilsins: Einstaklingur sem hlotið hefur dóm, hvort sem er í héraðsdómi, Landsrétti eða Hæstarétti, og er nafngreindur í dómnum en hefur hingað til ekki verið nafngreindur í tengslum við málið, skal ekki nafngreindur í fréttaflutningi af dómnum nema viðkomandi hafi verið dæmdur í að minnsta kosti tveggja ára fangelsi. Undantekningu má þó gera frá þessari reglu ef um er að ræða opinbera persónu, endurtekin brot og/eða málið er talið varða almannahag og/eða vegna eðlis brots, til dæmis þegar um er að ræða meiriháttar fjársvikamál eða meiriháttar skattalagabrot. Dómsmál Dómstólar Vændi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Vísir fjallaði á þriðjudag um dóm yfir erlendum karlmanni sem hlaut þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að kaupa vændi af konu og ráðast í kjölfarið á hana með ítrekuðum höfuðhöggum. Maðurinn var sakfelldur fyrir 206. grein almennra hegningarlaga, sem mælir fyrir um að hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári og ákvæði sömu laga um líkamsárás, sem varðar sektum eða allt að eins árs fangelsi. Með vísan til játningar mannsins, hreins sakarvottorðs hans og þess að vændiskonan hafi átt upptök að átökum þeirra þótti refsing hans hæfilega ákveðin þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Einn dómur birtur en kaupandi ekki nafngreindur fyrr en eftir dúk og disk Við leit á vef héraðsdómstólanna má finna einn dóm þar sem vændiskaup koma við sögu. Það er fjögurra ára dómur yfir Vilhjálmi Frey Björnssyni, sem dæmdur var í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl árið 2022. Landsréttur þyngdi dóm hans í fjögur og hálft ár í mars í fyrra. Upphaflega var nafn hans afmáð þegar dómurinn var birtur á vef héraðsdómstólanna þann 13. desember 2022 en sú ákvörðun sætti mikilli gagnrýni, enda hlaut Vilhjálmur Freyr þungan dóm fyrir alvarlegt ofbeldisbrot og hefur enga tengingu við fórnarlamb sitt. Meðal þeirra sem gagnrýndi ákvörðunina var Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þáverandi þingmaður Vinstri grænna. Það var hvorki í fyrsta né síðasta skipti sem þingmenn gagnrýndu þá venju dómstóla að nafngreina ekki kaupendur vændis. Það gerði Bjarkey til að mynda árið 2019 ásamt þáverandi samflokksmanni sínum, Rósu Björk Brynjólfsdóttur. Þá sagði Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, árið 2013 að eðlilegt væri að nöfn manna sem ákærðir eru fyrir vændiskaup yrðu birt. Það væri helsti fælingarmáttur lagaákvæðanna sem gera kaup á vændi ólögleg, mun sterkari fælingarmáttur en nokkurn tímann sektir eða fangelsi. Þá hafði Vísir nýverið greint frá ákærum á hendur tíu kaupendum vændis, sem engir voru nafngreindir. Nafngreindur en nafnið síðar tekið út Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, ákvað þann 6. janúar 2023, eftir að hafa skoðað málið, að nafn Vilhjálms Freys skildi birt í dómnum. Athygli vekur að Vilhjálmur Freyr er ekki nafngreindur í núverandi útgáfu dómsins á vef héraðsdómanna. Í reglum dómstólasýslunnar um birtingu um dóma segir að að liðnu ári frá því að dómsúrlausn í einkamáli eða sakamáli var gefin út og nafnleynd ekki viðhöfð geti sá sem í hlut á komið á framfæri við forstöðumann viðkomandi dómstóls beiðni um nafnleynd. Brugðist skuli við slíkri beiðni svo skjótt sem auðið er. Vilhjálmur Freyr er enn nafngreindur í dómi yfir honum á vef Landsréttar en þó þannig að dómurinn finnst ekki þegar nafni Vilhjálms Freys er flett upp í leitarvél dómstólsins. Hvorki mistök né stefnubreyting Í svari við fyrirspurn Vísis um þá ákvörðun að nafngreina vændiskaupandann, sem fjallað var um í gær, segir Ingibjörg dómstjóri að það hafi ekki verið mistök að gefa umræddan dóm út með þeim hætti sem gert var. Við útgáfu dóma fylgi dómurinn reglum dómstólasýslunnar nr. 3/2022 um útgáfu dómsúrlausna. Þar segi meðal annars að alla dóma héraðsdóms skuli gefa út nema undantekningarreglur eigi við, samanber 6. grein reglanna. Ein undantekningarreglan sé sú að dómar í sakamálum, þar sem refsing er sekt undir áfrýjunarfjárhæð, sem nú sé um 1,4 milljónir króna, skuli ekki gefa út. Á grundvelli þessarar reglu hafi dómurinn verið gefinn út þar sem refsingin hafi ekki verið sekt heldur skilorðsbundið fangelsi. Um nafnleynd gildi sú meginregla að dómar í sakamálum þar sem ákærði er sakfelldur er birtur með nafni viðkomandi, nema hann hafi ekki náð 18 ára aldri þegar brot var framið. Síðan séu fleiri sjónarmið sem geta komið til skoðunar þegar metið er hvort nafnleynd eigi að vera í dóminum, samanber nánar það sem kemur fram í 10. grein reglanna. Þar sé meðal annars nefnt að gæta skuli nafnleyndar um dómfellda ef nafnbirting kann að vera andstæð hagsmunum brotaþola. Engin þeirra sjónarmiða sem fjallað er um í 10. greininni eigi við í því málinum sem um ræðir og því hafi dómurinn verið gefinn út með hefðbundum hætti eins og aðrir sakadómar. „Það að sem hérna ræður sem sagt úrslitum er fyrst og fremst að refsingin er yfir þeim mörkum sem getið er um í 6. gr., dómfelldi var eldri en 18 ára þegar brot var framið og engin sérstök sjónarmið varðandi brotaþola voru talin eiga við í málinu.“ Þetta verklag hafi verið í gildi síðan þessar reglur dómstólasýslunnar voru settar og hún muni ekki betur en eldri reglur hafi verið sambærilegar hvað þessi atriði varðar. Athugasemd: Maðurinn er ekki nafngreindur í fréttum Vísis í samræmi við eftirfarandi grein í ritstjórnarstefnu miðilsins: Einstaklingur sem hlotið hefur dóm, hvort sem er í héraðsdómi, Landsrétti eða Hæstarétti, og er nafngreindur í dómnum en hefur hingað til ekki verið nafngreindur í tengslum við málið, skal ekki nafngreindur í fréttaflutningi af dómnum nema viðkomandi hafi verið dæmdur í að minnsta kosti tveggja ára fangelsi. Undantekningu má þó gera frá þessari reglu ef um er að ræða opinbera persónu, endurtekin brot og/eða málið er talið varða almannahag og/eða vegna eðlis brots, til dæmis þegar um er að ræða meiriháttar fjársvikamál eða meiriháttar skattalagabrot.
Dómsmál Dómstólar Vændi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira