Fimmtíu vilja nýja stöðu verkefnastjóra samskipta Fimmtíu sóttu um nýja stöðu verkefnastjóra samskipta hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Stór verkefni eru sögð fram undan, sem kalli á mikla upplýsingagjöf, en upplýsingafulltrúi er þegar starfandi í ráðuneytinu. 5.6.2025 13:36
Banna lagningu bíla í beygjum í Álakvísl Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt bann við lagningu ökutækja í beygjum í Álakvísl í Ártúnsholti milli Álakvíslar 16 og 38 og milli Álakvíslar 15 og 136. Upphaflega var til skoðunar að banna lagningu í allri götunni en íbúar mótmæltu. 5.6.2025 10:44
Sundhöllinni lokað vegna reyks Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var að störfum í kjallara Sundhallar Reykjavíkur vegna reyks og brunalyktar fyrr í morgun. Ekki var talin hætta á ferð en lauginni hefur þó verið lokað um óákveðinn tíma. 5.6.2025 10:07
Réttað yfir sakhæfum Ym fyrir luktum dyrum Aðalmeðferð í máli Yms Arts Runólfssonar, sem sætir ákæru fyrir að ráða móður sinni bana, hefst í dag. Hún fer fram fyrir luktum dyrum. 5.6.2025 09:02
Svara fyrir skýrslu fjármálaeftirlitsnefndar Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund í dag þar sem fundarefnið er skýrsla fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir árið 2024. 5.6.2025 08:34
Hrottalegu ofbeldi lýst í ákæru á hendur Stefáni, Lúkasi og Matthíasi Þeir Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson og Matthías Björn Erlingsson hafa verið ákærðir fyrir manndráp í Gufunessmálinu svokallaða. Í ákærunni er hrottalegu ofbeldi mannanna í garð karlmanns á sjötugsaldri lýst. Þeir hafi til að mynda brotið fimm tennur í manninum eftir að hafa numið hann á brott frá heimili hans. 4.6.2025 16:06
Krefur Ríkisútvarpið um leiðréttingu Björgólfur Thor Björgólfsson hefur sent Ríkisútvarpinu formlega beiðni um leiðréttingu á meintum rangfærslum sem voru viðhafðar í þætti Kveiks á RÚV þann 29. apríl síðastliðinn, og hafi síðan verið endurteknar í öðrum miðlum. 4.6.2025 12:43
Ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán Ákærur fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán á hendur þremur sakborningum í Gufunessmálinu svokallaða voru lagðar fram í þinghaldi í morgun, þar sem farið var yfir áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur þeirra. Ekki þurfti að fara fram á varðhald yfir þeim þriðja, þar sem hann afplánar nú eldri refsingu. Karl og kona eru einnig ákærð í málinu. 4.6.2025 11:27
Ríkið greiddi 25 milljarða í laun Þann 1. júní voru laun ríkisstarfsmanna vegna maímánaðar greidd út en launakostnaður ríkisins var um 25 milljarðar. 4.6.2025 10:43
Bílastæðin höluðu inn 78 milljónum en kostuðu litlu minna Tekjur Isavia af innheimtu bílastæðagjalda við innanlandsflugvelli námu 78 milljónum króna í fyrra og kostnaður af henni nam 74 milljónum. Inni í þeirri tölu er þó stofnkostnaður og Isavia segir innleiðingu gjaldtökunnar heilt á litið hafa gengið vel. 3.6.2025 21:03