Halla flytur hátíðarávarpið í stað Kristrúnar Hátíðardagskrá á Austurvelli á 17. júní verður með breyttu sniði í ár þar sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur boðið Höllu Tómasdóttur forseta Íslands að flytja hátíðarávarpið, sem allt fram til þessa hefur verið í höndum forsætisráðherra. 11.6.2025 11:46
Skattur á atvinnuhúsnæði hækkað um helming á áratug Félag atvinnurekenda hefur sent öllum sveitarfélögum í landinu erindi, þar sem hvatt er til þess að álagningarprósenta fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði verði endurskoðuð til að mæta hækkunum fasteignamats, þannig að sköttum á atvinnuhúsnæði verði haldið óbreyttum á milli ára. 11.6.2025 11:17
Aðalmeðferð hafin í máli Sigurðar Fannars Aðalmeðferð er hafin í máli Sigurðar Fannars Þórssonar, sem grunaður er um að hafa banað tíu ára dóttur sinni í september í fyrra. Réttað er yfir honum fyrir luktum dyrum. 11.6.2025 09:38
Vilja taka yfir Play Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og forstjóri Fly Play hf., og Elías Skúli Skúlason, fjárfestir og varaformaður stjórnar Fly Play hf., hafa tilkynnt að þeir hyggist gera valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Play. Þeir stefna á að skila íslenska flugrekstrarleyfinu og að auka áherslu á skrifstofur félagsins á Möltu og í Litháen. Fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi, einkum til sólarlanda. 10.6.2025 16:18
Nafn mannsins sem drukknaði við Örfirisey Maðurinn sem drukknaði við Örfirisey í lok maí, eftir að hafa örmagnast á sjósundi, hét Michal Gabriš. Hann var frá Slóvakíu og varð aðeins 27 ára. Hann hafði nýlokið hringferð um Ísland á hlaupahjóli. 10.6.2025 15:57
Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Neytendastofa hefur sektað fjögur fyrirtæki sem innheimta gjöld fyrir notkun bílastæða. Upplýsingagjöf og viðskiptahættir fyrirtækjanna voru ekki talin í samræmi við lög og hæsta sektin nam einni milljón króna. 10.6.2025 15:08
Rafmagn komið á aftur Rafmagn er komið á alla afhendingarstaði Landsnets eftir að rafmagnslaust var víða á Suðurlandi í um þrjár klukkustundir í dag. 10.6.2025 13:52
Grunur um íkveikju á Hjarðarhaga Umtalsvert magn bensíns fannst í sýnum sem tekin voru á vettvangi mannskæðs eldsvoða að Hjarðarhaga í Reykjavík. Tveir létust í brunanum og grunur er uppi um að kveikt hafi verið í. 10.6.2025 13:40
Látinn eftir líkamsárás en árásarmaðurinn gengur laus Karlmaður sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás að Samtúni í Reykjavík í lok síðasta mánaðar er látinn. Sá sem er grunaður um árásina gengur laus og að svo stöddu stendur ekki til að hneppa hann í gæsluvarðhald. 10.6.2025 13:09
„Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“ Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta. 10.6.2025 12:03