Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rekstur Rammagerðarinnar gaf vel í fyrra

Rammagerðin ehf., sem rekur samnefndar gjafavöruverslanir, hagnaðist um 76 milljónir króna í fyrra. Tekjur ársins voru 41 prósenti meiri en árið áður, alls 2,2 milljarðar króna.

„Það vill enginn vera eins og Stein­grímur J.“

Eigandi netverslunar með áfengi segir ljóst af lestri draga að frumvarpi um innlenda netverslun með áfengi að með þeim sé gengið langt til þess að þóknast „hugarburði þeirra sem aðhyllast ríkisforsjárhyggju“ um vandamál sem séu ekki til staðar.

Sig­mundur góður sessu­nautur af því að hann mæti sjaldan

„Sigmundur Davíð er sessunautur minn á þessu þingi. Hann hefur verið það einu sinni áður. Hann er mjög góður sessunautur af því að hann situr eiginlega aldrei í sætinu sínu,“ segir þingmaður Pírata um formann Miðflokksins. Hann veltir því fyrir sér hvort leiðin að 19 prósenta fylgi sé að mæta ekki í vinnuna.

Vaxta­hækkun bankanna vó þungt í á­kvörðun Ás­geirs

Seðlabankastjóri segir að ákvörðun viðskiptabankanna um að hækka verðtryggða útlánavexti hafi vegið þungt í ákvörðun hans um lækkun stýrivaxta. Peningastefnunefnd leit hins vegar alfarið fram hjá áhrifum gjaldfrjálsra skólamáltíða á verðbólguna.

Gengið frá sölu á hluta Endor

Sýn hf. og Hexatronic hafa undirritað kaupsamning um hluta af starfsemi Endor ehf. en áður hafði verið tilkynnt um viljayfirlýsingu um kaup Hexatronic á erlendri starfsemi Endor.

Stofna fé­lag utan um Origo og þrettán önnur rekstrarfélög

Frá og með 1. nóvember mun Skyggnir eignarhaldsfélag taka til starfa og þar með flyst starfsemi Origo sem snýr að rekstrarþjónustu, innviðum og hugbúnaði í aðskilið dótturfélag, Origo ehf. Skyggnir mun fara með hluti í fjórtán rekstrarfélögum.

Ekkert á­fengi á sunnu­dögum og seint á kvöldin

Dómsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum í samráðsgátt. Samkvæmt drögunum verður innlend netverslun með áfengi heimiluð, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til að mynda yrði ekki heimilt að afhenda áfengi á helgidögum, þar á meðal sunnudögum.

Al­þjóð­legur risi leysir Wok on af hólmi

Stærsta keðja svokallaðra „wok-veitingastaða“ í heiminum stefnir á opnun þriggja til fjögurra veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu. Sú tegund veitingastaða er vel þekkt hér á landi undir merkjum keðjunnar Wok on.

Úr kirkjunni í brúna hjá Herjólfi

Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson, sem þjónað hefur Seljakirkju og Lindakirkju, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Herjólfs ohf.. 

Sjá meira