Fréttamaður

Agnar Már Másson

Agnar Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endur­greiða

Formaður Kennarasambands Íslands segir það munu koma í ljós á næstu dögum hvort kennarar eða ferðaskrifstofan Tripical þurfi að endurgreiða styrki sem veittir voru úr endurmenntunarsjóði Kennarasambandsins á grundvelli falsaðs boðsbréfs frá frönskum grunnskóla. Hann segist þó lítið getað tjáð sig um málið.

Falsaði bréf frá skóla­stjóra á kostnað Kennara­sam­bandsins

Verktaki á vegum ferðaskrifstofunnar Tripical falsaði boðsbréf frá skólastjóra í Frakklandi sem var stílað á starfsmenn Hofsstaðaskóla vegna skólaheimsóknar. Bréfið var meðal annar grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferð þeirra til Reims í Frakklandi í júní. En ekkert varð úr skólaheimsókninni enda var þeim ekki boðið.

„Jú, jú, þetta er orðið mál­þóf“

Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, viðurkennir að stjórnarandstaðan stundi nú málþóf í umræðu um veiðigjöld á Alþingi. Hún hafi skipt um skoðun síðan árið 2019 þegar hún velti fyrir sér í skoðanagrein hvort þáverandi stjórnin ætti að beita 71. grein þingskaparlaga til að takmarka umræðu í þingsal.

Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur

Slökkviliðsmenn slökktu í gær eld sem kom upp í grillhyttunni ofan Siglufjarðar. Forsvarsmenn hyttunnar segja að einhver hljóti að hafa skilið illa við hana eftir grill.

Þing­heimur minnist Magnúsar Þórs

Alþingismenn hófu þingfund í morgun á því að minnast Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, fyrrverandi þingmanns sem fórst í sjóslysi á mánudag.

SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar

Skandinavíska flugfélagið SAS hyggst ráðast í gríðarstóra fjárfestingu sem felst meðal annars í kaupum á 55 flugvélum frá brasilíska framleiðandanum Embraer.

Læknanemar fái víst launa­hækkun

Fjármálaráðuneytið segir að læknanemum sé tryggð launahækkun að lágmarki 3,5 prósent eins og hjá öðrum ríkisstarfsmönnum. Breytingar hafi verið gerðar á kjarasamningi lækna síðasta haust sem valdi því að laun lækna hafi hækkað umfram almennar launahækkanir en laun læknanema hækkað í takt við almennar hækkanir.

Sjá meira