Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út til að sækja slasaðan göngumann í Kvígindisdal í Patreksfirði. 3.7.2025 16:08
„Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Formaður Kennarasambands Íslands segir það munu koma í ljós á næstu dögum hvort kennarar eða ferðaskrifstofan Tripical þurfi að endurgreiða styrki sem veittir voru úr endurmenntunarsjóði Kennarasambandsins á grundvelli falsaðs boðsbréfs frá frönskum grunnskóla. Hann segist þó lítið getað tjáð sig um málið. 3.7.2025 15:31
Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Verktaki á vegum ferðaskrifstofunnar Tripical falsaði boðsbréf frá skólastjóra í Frakklandi sem var stílað á starfsmenn Hofsstaðaskóla vegna skólaheimsóknar. Bréfið var meðal annar grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferð þeirra til Reims í Frakklandi í júní. En ekkert varð úr skólaheimsókninni enda var þeim ekki boðið. 3.7.2025 08:02
„Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, viðurkennir að stjórnarandstaðan stundi nú málþóf í umræðu um veiðigjöld á Alþingi. Hún hafi skipt um skoðun síðan árið 2019 þegar hún velti fyrir sér í skoðanagrein hvort þáverandi stjórnin ætti að beita 71. grein þingskaparlaga til að takmarka umræðu í þingsal. 2.7.2025 16:55
Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Slökkviliðsmenn slökktu í gær eld sem kom upp í grillhyttunni ofan Siglufjarðar. Forsvarsmenn hyttunnar segja að einhver hljóti að hafa skilið illa við hana eftir grill. 2.7.2025 12:27
Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Það eru fleiri kostir en ókostir við hugsanlega sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í eitt sveitarfélag að mati samstarfsnefndar. Íbúar kjósa um sameiningu í haust. 2.7.2025 12:00
Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Alþingismenn hófu þingfund í morgun á því að minnast Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, fyrrverandi þingmanns sem fórst í sjóslysi á mánudag. 2.7.2025 10:16
SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Skandinavíska flugfélagið SAS hyggst ráðast í gríðarstóra fjárfestingu sem felst meðal annars í kaupum á 55 flugvélum frá brasilíska framleiðandanum Embraer. 1.7.2025 17:27
„Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Þingeyringar fundu ekki fyrir miklum skilningi á íbúafundi Arctic Fish að mati formanns íbúasamtaka Þingeyringa, sem segist ekki hafa fengið skýr svör um hvers vegna fyrirtækið hyggst færa fóðurstöð sína frá Þingeyri til Ísafjarðar, en með henni flytjast níu störf frá Þingeyri. 1.7.2025 11:51
Læknanemar fái víst launahækkun Fjármálaráðuneytið segir að læknanemum sé tryggð launahækkun að lágmarki 3,5 prósent eins og hjá öðrum ríkisstarfsmönnum. Breytingar hafi verið gerðar á kjarasamningi lækna síðasta haust sem valdi því að laun lækna hafi hækkað umfram almennar launahækkanir en laun læknanema hækkað í takt við almennar hækkanir. 1.7.2025 11:49