Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði. 19.7.2025 09:10
Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Eldur kom upp í skemmu í Breiðavík í nótt en gosmóða gerði slökkviliðsmönnum erfiðara fyrir að mæta á vettvang. Engan sakaði en rífa þurfti skemmuna niður og kom bóndinn í næsta bæ slökkviliðsmönnum til aðstoðar. 19.7.2025 08:32
Gosmóðan heldur áfram Að minnsta kosti tveir gígar eru virkir í eldgosinu á Reykjanesskaga. Búist er við gosmóðu í dag. 19.7.2025 07:30
Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. 18.7.2025 13:39
Bragason leikur Zeldu prinsessu Bo Bragason mun leika Zeldu prinsessu í kvikmynd sem byggð er af tölvuleikjaröð af sama nafni. Leikkonan er 21 árs og, eins og eftirnafn hennar gefur til kynna, Íslendingur. 18.7.2025 11:51
Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Blaðamannafundur forsætisráðherra með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er að hefjast. Hér geturðu fylgst með í beinni. 17.7.2025 16:59
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Atvinnurekendur í Grindavík eru margir verulega ósáttir með takmarkað aðgengi að bænum. Einn slíkur segir það vanvirðingu við heimamenn að hleypa „ferðamanninum“ Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í skoðunarferð um svæðið meðan rekstraraðilar fá margir ekki að starfa vegna eldgossins sem stendur yfir nálægt bænum. 17.7.2025 16:20
Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Veitur, ráðgjafafyrirtækið COWI og tryggingafélagið TM þurfa að borga Háskóla Íslands samtals rúmlega 200 milljónir króna vegna mikils vatnsleka sem olli tjóni í byggingum skólans í byrjun árs 2021. 17.7.2025 15:28
Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Maður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsisvist fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa flutt tæplega þrjú kíló af kókaíni til Íslands í apríl. 17.7.2025 14:06
„Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ Strandveiðimaður segir stéttina upplifa sig svikna og krefur ríkisstjórnina um að efna loforð sín um 48 daga strandveiðitímabil, sem virðist nú runnið í sandinn þar sem strandveiðafrumvarp ríkisstjórnarinnar var ekki afgreitt áður en þingi lauk. Strandveiðitímabilinu er að óbreyttu lokið og sjómaðurinn er ekki bjartsýnn. 17.7.2025 12:35