Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Maður hafði samband við lögreglu í nótt til að tilkynna um partýhávaða og einkum falskan söng í Reykjavík. Lögregla mætti á vettvang og bað fólk um að geyma sönginn fyrir kristilegri tíma. 20.7.2025 08:20
Móðan gæti orðið langvinn Gosmóðan frá Reykjanesskaga sem lagt hefur á Suðurland og Vesturland gæti varað í einhverja daga til viðbótar þar sem vindáttin er hæg. Hraun frá eldgosinu rennur austur og enn eru tveir gígar virkir. 20.7.2025 08:04
Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Skjálfti við Kleifarvatn fannst á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 20.7.2025 07:35
Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Ræningi leikur lausum hala í Reykjavík eftir að hafa framið vopnað rán í söluturn í miðborginni og numið á brott fjármuni. Starfsmanninn sakaði ekki en ræninginn bar hníf. 20.7.2025 07:29
„Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Einn sakborninga í hryðjuverkamálinu svokallaða segir í hlaðvarpsviðtali að hann finni ekki fyrir ábyrgð á skotárásum sem framdar hafi verið með vopnum sem hann smíðaði. Í þættinum talar hann opinskátt um að vera „hægri öfgamaður“. 19.7.2025 15:24
Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Einum þeirra sem handteknir voru í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíkniefnaframleiðslu á Norðurlandi og víðar hefur verið vísað úr landi til Albaníu. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi. 19.7.2025 13:13
Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Að minnsta kosti 28 særðust þegar „óþekktu ökutæki“ var í morgun ekið í gegnum mannfjölda í Los Angeles í Kaliforníuríki Bandaríkjanna, að sögn slökkviliðsins í Los Angeles. 19.7.2025 12:44
Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á ellefta tímanum vegna hjólreiðamanns sem hafði slasast á sunnanverðu hálendinu. 19.7.2025 11:04
Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Björgunarmenn hjálpuðu í nótt tveimur göngumönnum sem höfðu komið sér í sjálfheldu í Ytrárfjalli norðan við Ólafsfjörð. Björgunarmenn sigu með fólkið niður fjallið og komust allir óhultir af. 19.7.2025 10:32
Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Lögreglu var í gær tilkynnt um fjölda fólks að ógna húsráðanda í heimahúsi í Reykjavík með kylfum og hnífum. Fimm voru handteknir vegna málins. 19.7.2025 09:29