Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hlut­hafarnir sam­þykkja sam­runa Marels við JBT

Forstjóri Marels fagnar því að yfirgnæfandi meirihluti hluthafa Marels hafi samþykkt yfirtökutilboð John Bean Technologies Corporation (JBT) í Marel. JBT Marel muni búa yfir miklum sóknarfærum.

Elma Sif til Stika Solutions

Elma Sif Einarsdóttir hefur hafið störf sem forstöðukona sjálfbærni og viðskiptaþróunar hjá tæknifyrirtækinu Stika Solutions. Elma Sif hefur reynslu á sviði umhverfis- og sjálfbærnimála en hún er rekstrarverkfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og umhverfisverkfræðingur frá DTU í Danmörku. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Bein út­sending: Nýjustu tíðindi af við­ræðunum

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu kynna nýjan stjórnarsáttmála um helgina. Hann verður kynntur þingflokkum á morgun. Formennirnir þrír áætla að ein þeirra fari svo á fund forseta í kjölfarið til að staðfesta skipan ráðuneyta og þannig verði búið að mynda nýja ríkisstjórn um helgina. 

Segja son og tengda­dóttur Reynis ekki koma ná­lægt Mannlífskaupum

Þriggja manna stjórn útgáfufélags Heimildarinnar segir framkvæmdastjóra og ritstjóra Heimildarinnar, son og tengdadóttur Reynis Traustasonar, ekki hafa neitt með fyrirhuguð kaup félagsins á vefmiðlinum Mannlífi að gera. Stjórnarformaður segir Mannlíf fást á afar góðu verði sem ekki fæst gefið upp. 

Fimm mætt í Kaup­höllina

Nasdaq á Íslandi, Kauphöllin og Nasdaq verðbréfamiðstöð, hefur gengið frá ráðningu á fimm nýjum starfsmönnum. Greint er frá vistaskiptunum í tilkynningu frá Nasdaq.

Heilsuvera liggur niðri

Heilsuvera, vefur þar sem almenningur á í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá, liggur niðri.

Hætta í stjórn vegna yfir­vofandi kaupa á Mann­lífi

Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson eru hættir í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út fjölmiðilinn Heimildina. Ástæðan er yfirvofandi kaup útgáfufélagsins á Mannlífi Reynis Traustasonar.

Heimildin að ganga frá kaupum á Mann­lífi

Ólík sjónarmið eru uppi innan hluthafahóps Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út Heimildina um að kaupa Mannlíf. Um sannkallaða fjölskyldusameiningu yrði að ræða en hjónin Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson stýra Heimildinni á meðan Reynir Traustason, faðir Jóns Trausta, ræður ríkjum á Mannlífi. Stjórnarformaður vonar að viðskiptin gangi í gegn fyrir áramót.

Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar

Lokað er fyrir umferð um Múlagöng á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur vegna bilunar í hurðarbúnaði. Viðgerðarmenn eru að mæta á svæðið.

Sjá meira