Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sveddi tönn hand­tekinn í um­fangs­miklum að­gerðum í Brasilíu

Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn.

Torgið hans Helga úrskurðað gjaldþrota

Torg ehf., útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp þann 4. apríl og birtur í Lögbirtingarblaðinu í dag.

„Einhver öfl urðu til þess að mér var kippt út á síðasta degi“

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir skrýtið að líta um öxl og hugsa til þess að hann hafi verið í fangelsi stóran hluta ævi sinnar. Guðmundur er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Hann segir leiðinlegt að honum hafi verið kippt út úr prófkjöri Samfylkingarinnar á síðustu stundu.

Senda Grímseyingum klukkur í stað þeirra sem bráðnuðu

Hallgrímskirkjusöfnuður í Reykjavík hefur safnað fyrir kirkjuklukkum í nýja Miðgarðakirkju í Grímsey eftir að gamla kirkjan varð eldi að bráð í september 2021. Klukkurnar verða til sýnis í kirkjunni næstu vikurnar.

Kolbrún ætlar sér formannsstólinn hjá BHM

Kolbrún Halldórsdóttir, varaformaður BHM, fyrrverandi ráðherra og leikstjóri, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns BHM. Friðrik Jónsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs.

Æsi­spennandi átta liða úr­slit en ein­stefna í úr­slitunum

Þótt að Fréttablaðið hafi verið lýst gjaldþrota þann 31. mars síðastliðinn þá stóðu fulltrúar fjölmiðilsins sig með miklum sóma í árlegri spurningakeppni fjölmiðlanna um páskana. Frammistaðan dugði ekki til sigurs í keppninni en fulltrúar hins fallna risa fóru alla leið í undanúrslit.

Páll timbursali hlaut þyngsta dóminn í stóra kókaínmálinu

Fjórir íslenskir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í sex til tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu svokallaða. Tólf ára fangelsi er hámarksrefsing í málaflokknum. Elsti sakborningurinn er tæplega sjötugur og hlaut þyngstu refsinguna. Hinir þrír um þrítugt.

Gagnist ekki fátækum en þó þeim sem hafi milljónir á milli handanna

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Suðurkjördæmi leggja í nýju frumvarpi til að foreldrar fái að gefa börnum sínum tíu milljónir króna skattfrjálst í arf. Þó slík lög gagnist ekki tekjulágum hér á landi sé um að ræða lága fjárhæð sem gæti nýst fjölmörgum fjölskyldum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lifa í hliðarveruleika.

Fimm­tán ára stúlka um borð í bát með alræmdum of­beldis­manni

Tæplega 24 ára karlmaður var handtekinn við höfnina í Reykjanesbæ á fjórða tímanum í dag eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Karlmaðurinn á sögu um gróft ofbeldi.

Sjá meira