Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tucker Carlson hættur hjá Fox News

Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, einn sá vinsælasti í sínu fagi í Bandaríkjunum, hefur lokið störfum hjá Fox News. BBC greinir frá og vísar til stuttrar tilkynningar frá Fox sjónvarpsstöðinni.

„Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni“

Tæplega þrjú hundruð samkynheigðir Íslendingar fordæma að vísað sé til Samtakanna 22 sem hagsmunasamtaka samkynhneigðra. Samtökin séu hvorki talsmaður hópsins né tali í þeirra nafni.

85 milljóna króna gjaldþrot Fellabakarís

Engar eignir fundust í þrotabúi Fellabaksturs ehf. sem rak Fellabakarí á Egilsstöðum. Kröfur í búið námu tæplega 85 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag en félagið var úrskurðað gjaldþrota í janúar.

Yfirlýsing frá Hreggviði: Léttir að málinu sé lokið

Hreggviður Jónsson, stærsti hluthafi Veritas samstæðunnar sem rekur nokkur stór fyrirtæki í lyfja- og heilbrigðisgeiranum, segir að honum sé létt eftir að héraðssaksóknari felldi niður rannsókn á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn honum og tveimur öðrum áberandi mönnum í viðskiptalífinu.

Rann­sókn á máli Vítalíu gegn þre­menningum felld niður

Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara.

Ásgerður og Kjartan Bjarni metin hæfust

Dómnefnd um hæfni umsækjenda telur héraðsdómarana Ásgerði Ragnarsdóttur og Kjartan Bjarna Björgvinsson hæfust til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Nefndin telur ekki hægt að gera upp á milli hæfni þeirra tveggja.

Boris Bjarni Akbachev fallinn frá

Boris Bjarni Akbachev, goðsögn í handboltaþjálfun á Íslandi, er látinn 89 ára gamall. Boris kom að þjálfun margra af bestu handboltamönnum Íslandssögunnar. Stuðningsmönnum Vals var tilkynnt um andlátið í kvöld og fjölmargir lærisveinar hans í gegnum árin minnast hans á samfélagsmiðlum.

Finnbjörn býður sig fram til forseta ASÍ

Finnbjörn A. Hermannsson, fyrrverandi formaður Samiðnar og Byggiðnar, gefur kost á sér til forseta ASÍ á framhaldsþingi helgina 27.-28. apríl. Kristján Þórður Snæbjarnarson ætlar að stíga til hliðar úr forsetastól en gefur kost á sér í embætti fyrsta varaforseta.

Sjá meira