Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Norðfirðingur á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa myrt hjón á áttræðisaldri á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. desember. Ganga í málinu er beðið en rannsókn hefur teygt sig vel yfir tólf vikna viðmið um hámarkslengd í gæsluvarðhaldi án útgefinnar ákæru. 3.12.2024 10:08
Ástand á Reykjanesbrautinni Viðbragðsaðilar eru á fjórum vettvöngum á Reykjanesbraut þar sem árekstrar eða óhöpp hafa orðið. Ekki er vitað um slys á fólki. 2.12.2024 15:58
Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2.12.2024 14:11
Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Undirbúningur gengur vel við Rockville borholuna á Reykjanesi og standa vonir til að hún verði tilbúin til notkunar í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lagði fyrir ríkisstjórn í morgun. 22.11.2024 13:18
ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmir þá ákvörðun Íslandsbanka að hækka vexti á verðtryggðum lánum á sama tíma og verðbólga gangi niður og vonir vakni um að hagur almennings taki að batna. Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður er meðal þeirra sem eru hugsi yfir vaxtahækkunum bankanna og lífeyrissjóðanna. 22.11.2024 11:27
Kerecis fólk fjárfestir í flugi Leiguflugið ehf. (Air Broker Iceland), sem sérhæfir sig í útleigu flugvéla og þyrlna til einstaklinga, hópa, fyrirtækja og stofnana innanlands og utan, hefur lokið hlutafjáraukningu með þátttöku FnFI ehf. og Vesturflatar ehf. sem eignast 49% í félaginu. 22.11.2024 10:44
Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi stendur fyrir opnum fundi í hádeginu í dag um málefni heilbrigðisþjónustunnar. Öll framboð sem bjóða fram lista á landsvísu í komandi þingkosningum munu senda fulltrúa. Fundurinn hefst kl. 12:00 og verður haldinn í sal Sjúkraliðafélags Íslands á Grensásvegi 16. Fundinum er streymt hér að neðan. Fundarstjóri er Eyrún Magnúsdóttir. 22.11.2024 10:26
Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Landsréttur hefur staðfest tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Kristni Eiðssyni og sviptingu á ökuréttindum til hálfs árs vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. 21.11.2024 16:39
Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu segir varnargarða umhverfis baðlónið vinsæla verja alla starfsemi félagsins. Hraun hefur náð bílastæði lónsins sem er utan varnargarða. 21.11.2024 12:40
Gandri fær grænt ljós Brettingur hefur fengið grænt ljós sem eiginnafn hjá mannanafnanefnd en ekki sem millinafn. Nú má líka heita Gandri. 21.11.2024 10:59