Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kona í fjöl­býlis­húsinu talin brennu­vargur en gengur laus

Kona sem grunuð er um endurteknar íkveikjur í geymslum fjölbýlishúss á Selfossi þar sem hún er meðal íbúa auk íkveikju í verslunum og stigagangi í bænum hefur verið látin laus. Landsréttur féllst ekki á að skilyrði um varðhald væru uppfyllt þótt lögregla telji konuna brennuvarg. Meðal gagna lögreglu er myndbandsupptaka þar sem konan virðist kveikja eld í verslun.

Klórar sér í kollinum yfir kvenna­verk­fallinu

Fyrrverandi þingmaður segist ekkert skilja í því að konur eigi að fá auka frídag á föstudag þegar kvennaverkfall er boðað á fimmtíu ára afmæli þess fyrsta. Hún segist ekki myndu vilja reka fyrirtæki á Íslandi í dag.

Götulokanir vegna kvennaverkfalls

Götulokanir verða í gildi í miðborg Reykjavíkur vegna kvennaverkfallsins föstudaginn 24. október. Hluti miðborgarinnar verður lokaður akandi umferð frá tíu að morgni til fimm síðdegis. 

Moskító­flugan mætt til Ís­lands

Moskítóflugan er komin til landsins. Skordýraáhugamaður í Kjósinni fékk moskítóflugur af báðum kynjum í heimsókn um helgina og búið er að greina tegundina. Segja má að síðasta vígið sé fallið.

Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon

Snapchat, Duolingo og Roblox eru á meðal fjölda vefsíða, forrita og tölvuleikja sem liggja niðri vegna bilunar hjá vefhýsingaraðilanum Amazon. Þá eru dæmi um að bankar séu í basli vegna bilunarinnar.

Gaf í skyn gróft kyn­líf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi

Bjarki Fjarki Rúnar Gunnarsson hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot með því að ganga í skrokk á konu sem vildi stunda með honum kynlíf. Þótt Bjarki hefði gefið í skyn að vilja stunda gróft kynlíf var talið ljóst að hann gekk langt fram yfir þau mörk sem konan hefði samþykkt. Konan segist tveimur og hálfu ári síðar enn finna verki sem minna hana daglega á barsmíðarnar. 

Heim­ferðin frá Tenerife al­gjör mar­tröð

Hjón í Svarfaðardal segja farir sínar ekki sléttar eftir ferðalagið heim úr sólinni á Spáni. Eftir níu klukkustunda bið á flugvellinum á Tenerife sáu Norðanmenn rúmið í hyllingum þegar flugstjórinn tilkynnti um breytingar. Lent yrði á Keflavíkurflugvelli en boðið upp á rútuferðir norður.

Búið að birta um­hverfis­mats­skýrslu fyrir Sunda­braut

Við lagningu Sundabrautar eru brúarkostir töluvert hagkvæmari í framkvæmd og rekstri en göng og uppfylla markmið framkvæmdarinnar betur. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýútkominni umhverfismatsskýrslu vegna Sundabrautar. Vegagerðin og Reykjavíkurborg standa samanlagt að sex kynningarfundum vegna verkefnisins næstu vikurnar.

Hvetur til mánaðar­legra klúðursfunda á vinnu­stöðum

Kona með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði segir mistök kennslustund í dulargervi. Þau móti karakter okkar, húmor, samkennd, seiglu og geri okkur að áhugaverðari manneskjum enda sé fullkomið fólk ekkert sérstaklega áhugavert.

Sjá meira