Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Þrír selir voru skotnir til bana í Steingrímsfirði á Vestfjörðum nýlega. Hólmvíkingur gekk fram á selina í fjörunni. Selveiði hefur verið bönnuð á Íslandi frá árinu 2019. 18.9.2025 10:50
Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og prófessor í viðskiptafræði segir stöðu Ríkisendurskoðunar óboðlega. Hann líkir því að ríkisendurskoðandi án löggildingar skrifi undir ársreikninga ríkisfyrirtækja og stofnana við það að lögfræðimenntaður forstjóri Landspítalans færi að skera upp sjúklinga. Lögregla hefur vísað málinu frá. 17.9.2025 16:07
Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Fimm til sex kyrrstæðir bílar eru skemmdir eftir að ekið var á þá við bensínstöð Olís við Rauðavatn í morgun. Enginn er alvarlega slasaður. 17.9.2025 13:30
Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Sparisjóðurinn indó hefur lækkað vexti og býður nú útlánsvexti sem eru með því allra lægsta sem í boði er og án bullgjalda, eins og segir í tilkynningu. Samhliða lækka vextir á veltureikningum og sparibaukum. Með lækkuninni boðar indó enn frekari innreið á lánamarkað sem fylgt verður eftir á næstunni með nýjum lánavörum. 17.9.2025 11:13
Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins stefna flestir á að taka slaginn í borgarstjórnarkosningunum eftir átta mánuði. Hildur Björnsdóttir stefnir ótrauð á að leiða flokkinn til sigurs. Guðlaugur Þór Þórðarson er orðaður við endurkomu í borginni en segist sem stendur ekki velta öðru fyrir sér en starfi sínu sem þingmaður. 17.9.2025 07:01
Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Eigendur Parka-appsins þurfa að lækka greiðslukröfu karlmanns sem greiddi fyrir rangt stæði um 3.500 krónur eða sem nemur vangreiðslugjaldi fyrirtækisins. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa þótti Parka ekki upplýsa með skýrum og áberandi hætti um innheimtu vangreiðslugjalds og fjárhæð þess. 16.9.2025 06:32
Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Flestir oddvita flokkanna sem sæti eiga í borgarstjórn ætla að bjóða sig fram í kosningunum eftir átta mánuði. Einn er þó óviss um undir merkjum hvaða flokks framboðið verður. 15.9.2025 15:20
Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Roberto Luigi Pagani, aðjúnkt í íslensku sem annað tungumál við Háskóla Íslands og doktorsefni í íslenskum málvísindum, er orðinn íslenskur ríkisborgari. Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og birtir bréf sem staðfestir ríkisborgararéttinn. 15.9.2025 13:17
Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Júlíus Viggó Ólafsson gefur kost á sér til formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna á 48. þingi sambandsins sem fer fram í Reykjavík dagana 3. til 5. október. Júlíus, sem var lykilmaður í kosningabaráttu Guðrúnar Hafsteinsdóttur formanns flokksins, segir kominn tíma á alvöru hægri stefnu hjá sambandinu. Taka þurfi til hendinni í útlendingamálum og berjast gegn inngöngu í Evrópusambandið. 15.9.2025 10:07
Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Breska saksóknaraembættið, þá undir stjórn Keir Starmer núverandi forsætisráðherra Bretlands, þrýsti á Svía að koma böndum yfir Julian Assange. Fjármálafyrirtæki heims tóku höndum saman um að skrúfa fyrir greiðslur til Wikileaks. Ögmundur Jónasson, þáverandi dómsmálaráðherra, sendi útsendara FBI hins vegar úr landi þegar þeir komu til Íslands til að yfirheyra fólk í tengslum við afhjúpanir Wikilekas. 15.9.2025 09:02