Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Jóhann Páll Jóhannsson settur menningarráðherra þegar kemur að ráðningu nýs óperustjóra hefur boðað þrjá umsækjendur í viðtal. Þrír hafa verið metnir hæfir til að gegna stöðunni en til stóð að skipa í stöðuna fyrir 15. nóvember síðastliðinn. 13.12.2025 16:00
Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir enga safaríka sögu á bak við þá staðreynd að hann sé frá störfum á Alþingi á sama tíma og fréttist að sambýliskona hans sé hætt störfum fyrir flokkinn. Um tilviljun sé að ræða en Bergþór liggur flatur með brjósklos. 12.12.2025 17:26
Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Klámleikkonan Bonnie Blue, sem heitir réttu nafni Tia Billinger, slapp við þungan dóm í Indónesíu og þarf einungis að greiða sekt sem nemur um 1500 íslenskum krónum. Hún verður jafnframt að yfirgefa landið og flýgur á brot í kvöld. 12.12.2025 16:15
Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Dagur Þór Hjartarson hefur verið dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps þegar hann stakk annan karlmann í Mjóddinni í Reykjavík í júlí í sumar. Hinn karlmaðurinn særðist lífshættulega en sá átti upphafið að átökunum með að kýla Dag með krepptum hnefa í andlitið. Dagur Þór bar fyrir sig neyðarvörn en dómurinn keypti ekki þær skýringar. 12.12.2025 15:15
Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Gestir í Sundlaug Seltjarnarness ráku upp stór augu fyrir hádegi í dag þegar álft lenti í lauginni. Gesturinn hvíti virkaði særður og ekkert fararsnið á honum. 12.12.2025 13:24
Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Aðstandendur fórnarlamba árásanna þann 11. september 2001 hafa árum saman barist fyrir því að fá að lögsækja Sádi-Arabíu vegna meints stuðnings ríkisins við hluta hryðjuverkamannanna. Nýlega birt gögn bandarískra yfirvalda hafa styrkt grunsemdir fjölskyldnanna enn frekar og samhliða halda málaferlin áfram að silast í gegnum dómskerfið, 24 árum eftir atburðina. 12.12.2025 10:01
Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í rúmlega þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að senda þrettán ára dreng typpamynd á Snapchat. Landsréttur sneri við sýknudómi Héraðsdóms Norðurlands eystra. 11.12.2025 17:08
Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Karlmaður sem aftur er kominn á bak við lás og slá í tengslum við rannsókn lögreglu á mannsláti í Kópavogi í lok nóvember er frá Grikklandi. Lífsýni á hnífi er lykilgagn í málinu. 11.12.2025 14:01
Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Það er leiðindaveður á höfuðborgarsvæðinu þennan daginn, eða austan 13-20 m/s og rigning, en suðaustan 10-18 og skúrir upp úr hádegi. 11.12.2025 11:48
Sundmenning Íslands á lista UNESCO Að stinga sér til sunds í íslenskri sundlaug er ekki lengur bara hversdagsleg athöfn. Ekki frekar en að setjast niður og borða heimatilbúna máltíð á Ítalíu. Hvoru tveggja bætist á lista UNESCO yfir óáþreifilegan menningararf í vikunni. 11.12.2025 10:19