Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Tveir karlmenn sem handteknir voru í ruslageymslum í fjölbýlishúsi í Túnunum í Reykjavík aðfaranótt þriðjudags eru góðkunningjar lögreglu. Íbúi í húsinu fann reykjarlykt og áttaði sig í framhaldinu á því að líklega væri um óvelkomna gesti í ruslageymslunni að ræða. 17.12.2025 13:23
Faldi töflurnar í nammipoka Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 2.200 Oxycontin-töflum til Íslands í fyrra. Töflurnar voru faldar í nammipokum. 17.12.2025 12:18
Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Betur fór en á horfðist þegar ekið var á gangandi vegfaranda á umferðarljósum á gatnamótum Sæbrautar og Skeiðarvogar rétt fyrir klukkan átta í morgun. 17.12.2025 11:44
Hjálmar gefur ekki kost á sér Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar frá árinu 2010 hefur ákveðið að segja staðar numið í stjórnmálum. Hann gefur ekki kost á sér í komandi borgarstjórnarkosningum í maí. 17.12.2025 11:23
Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Jóhann Páll Jóhannsson settur menningarráðherra þegar kemur að ráðningu nýs óperustjóra hefur boðað þrjá umsækjendur í viðtal. Þrír hafa verið metnir hæfir til að gegna stöðunni en til stóð að skipa í stöðuna fyrir 15. nóvember síðastliðinn. 13.12.2025 16:00
Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir enga safaríka sögu á bak við þá staðreynd að hann sé frá störfum á Alþingi á sama tíma og fréttist að sambýliskona hans sé hætt störfum fyrir flokkinn. Um tilviljun sé að ræða en Bergþór liggur flatur með brjósklos. 12.12.2025 17:26
Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Klámleikkonan Bonnie Blue, sem heitir réttu nafni Tia Billinger, slapp við þungan dóm í Indónesíu og þarf einungis að greiða sekt sem nemur um 1500 íslenskum krónum. Hún verður jafnframt að yfirgefa landið og flýgur á brot í kvöld. 12.12.2025 16:15
Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Dagur Þór Hjartarson hefur verið dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps þegar hann stakk annan karlmann í Mjóddinni í Reykjavík í júlí í sumar. Hinn karlmaðurinn særðist lífshættulega en sá átti upphafið að átökunum með að kýla Dag með krepptum hnefa í andlitið. Dagur Þór bar fyrir sig neyðarvörn en dómurinn keypti ekki þær skýringar. 12.12.2025 15:15
Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Gestir í Sundlaug Seltjarnarness ráku upp stór augu fyrir hádegi í dag þegar álft lenti í lauginni. Gesturinn hvíti virkaði særður og ekkert fararsnið á honum. 12.12.2025 13:24
Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Aðstandendur fórnarlamba árásanna þann 11. september 2001 hafa árum saman barist fyrir því að fá að lögsækja Sádi-Arabíu vegna meints stuðnings ríkisins við hluta hryðjuverkamannanna. Nýlega birt gögn bandarískra yfirvalda hafa styrkt grunsemdir fjölskyldnanna enn frekar og samhliða halda málaferlin áfram að silast í gegnum dómskerfið, 24 árum eftir atburðina. 12.12.2025 10:01