Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Enski söngvarinn Chris Rea sem er líklega þekktastur fyrir jólasmell sinn Driving Home For Christmas er látinn 74 ára gamall. Talsmaður fjölskyldunnar segir Rea hafa kvatt umkringdur fjölskyldu sinni eftir stutt veikindi. 22.12.2025 15:05
„Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Jóhannes Kr. Kristjánsson fjölmiðlamaður segir að það nísti hjarta hans að sjá fréttir um hve mörg ungmenni deyi á ári hverju vegna ofneyslu. Sigrún Mjöll dóttir hans lést af slíkum völdum fyrir rúmum fimmtán árum. Jóhannes safnar minningum um dóttur sína fyrir hlaðvarpsþátt sem hann vinnur að. 22.12.2025 10:42
Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Rakel Þórhallsdóttir hætti nýlega störfum sem framkvæmdastjóri Lyfjavals. Þetta staðfestir hún við Vísi. Hún er annar framkvæmdastjórinn undir merkjum Drangs sem hættir á skömmum tíma. 20.12.2025 07:01
Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Táningsstúlka og eldri kona frá Íslandi létust í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku á miðvikudag. Karlmaður slasaðist lífshættulega í slysinu og liggur á sjúkrahúsi ytra. 19.12.2025 18:30
Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Mikil breyting hefur verið gerð á opnunartíma Sorpu sem bæði opnar nú dyr sínar fyrr og lokar þeim síðar. Ekki er talið að breytingin feli í sér aukinn kostnað heldur raunar sparnað. Breytt vaktakerfi þýðir að starfsfólk vinnur færri helgar en áður. 19.12.2025 15:03
Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjúkratryggingar og SÁÁ hafa undirritað nýjan heildarsamning um meðferð við fíknsjúkdómi. Samningurinn er sagður marka tímamót í íslenskri heilbrigðisþjónustu og felur í sér mikilvæga viðurkenningu á fíknsjúkdómi sem alvarlegum og langvinnum heilbrigðisvanda sem krefst samfelldrar og faglegrar meðferðar. 19.12.2025 14:42
Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Jólabækurnar eru oftast ódýrastar í Bónus en þar er líka minnsta úrvalið. Ef lágvöruverslanirnar Bónus og Nettó eru undanskildar, var lægsta verðið oftast að finna í Bóksölu Stúdenta. Allt að 1500 krónu munur getur verið á kaupverði bóka milli verslana. 19.12.2025 12:01
Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Bóndi sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands var send í sveit til í æsku braut á henni kynferðislega. Halla opnaði sig ekki um brotin fyrr en hún var 23 ára. Hún veltir fyrir sér hvort sáttamiðlun væri betur til þess fallin að gera upp kynferðisbrotamál en réttarkerfið. 19.12.2025 10:18
Reynslubolti kveður lögregluna Sveinn Kristján Rúnarsson, sem hefur verið andlit lögreglunnar á Suðurlandi í lengri tíma, hefur söðlað um og ráðið sig til Landsvirkjunar. Hann segir hollt að breyta til og nýtur þess að starfa í himnaríki, við dyr hálendisins. 19.12.2025 06:42
Jón Ingi nýr forstjóri PwC Jón Ingi Ingibergsson hefur verið kjörinn forstjóri PwC á Íslandi af eigendum félagsins og tekur við starfinu frá og með áramótum. Í tilkynningu segir að Jón Ingi búi að fjölbreyttri stjórnunarreynslu auk djúprar sérfræðiþekkingar á sviði skatta- og lögfræðiráðgjafar. 18.12.2025 14:35
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent