Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Slökktu eld á Stór­höfða

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá dælubíla á Stórhöfða í Reykjavík á fjórða tímanum vegna tilkynningar um eld í iðnaðarhúsnæði.

Elsti Ís­lendingurinn er látinn

Þórhildur Magnúsdóttir, sem bar titilinn elsti Íslendingurinn í þrjú ár, lést á laugardaginn 107 ára gömul. Hún hefði orðið árinu eldri þann 22. desember.

Eldri kona stór­slösuð og vitni gefa sig fram

Vitni hafa sett sig í samband við lögreglu vegna alvarlegs slyss á Suðurlandsbraut um tíuleytið í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Um var að ræða fullorðna konu sem er alvarlega slösuð.

Gunnar lög­maður: „Ég er rosa­lega vin­sæll á meðal Albananna“

Lögmaður sem er laus úr rúmlega tveggja vikna einangrun í gæsluvarðhaldi telur lögreglu herja á sig til að kortleggja betur albanska glæpahópa hér á landi. Hann segist andlega í molum eftir dvölina í fangelsinu á Hólmsheiði þar sem hann þó kynntist besta fólki í heimi, fangavörðunum.

Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn alvarlegs umferðarslyss á Suðurlandsbraut í morgun þar sem ekið var á einstakling á göngu við gönguljós. Lögregla leitar að vitnum að atvikinu.

Hlaup hafið í Skaft­á

Hlaup er hafið í Skaftá. Björgvin Karl Harðarson bóndi á Hunkubökkum í Skaftárhreppi tók eftir miklum breytingum á ánni milli daga. Sérfræðingar Veðurstofunnar segja hlaupið minniháttar og von sé á tilkynningu.

Al­var­legt slys á Suður­lands­braut

Alvarlegt slys varð við gönguljós á Suðurlandsbraut vestan við Reykjaveg um klukkan 10 í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði og var einn fluttur á slysadeild. 

Ó­vænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda

Sjúklingar sem hugðust leysa út ákveðin lyf í vikunni þurftu sumir að greiða tugþúsundum meira en þeir áttu von á út af reglugerðarbreytingu Sjúkratrygginga. Formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir breytinguna hafa verið fyrirvaralausa, sem sé ótækt.

Skóla­meistarinn á Egils­stöðum næstur í röðinni

Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segist hafa heyrt í útvarpsfréttum í dag að til stæði að auglýsa stöðu hans. Hann segir leikrit í gangi en hann sé ekki farinn að gráta. Of mikið sé að gera í skólanum.

Kostnaður við tón­leika út­skýri hátt miða­verð

Ísleifur Þórhallsson hjá Senu segir gríðarlega dýrt að halda tónleika hér á landi sem útskýri miðverð að stórum hluta. Nokkur umræða hefur skapast um stórtónleika Bubba Morthens sem haldnir verða í Laugardalshöll í sumar og þykir sumum miðinn nokkuð dýr. Ódýrasti miðinn á tónleikana kostar 15 þúsund krónur en sá dýrasti 40 þúsund krónur.

Sjá meira