Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Makríl samningarnir sem undirritaðir voru í gærmorgun eru enn hitamál á þingi en utanríkismálanefnd fjallaði um málið í morgun. 17.12.2025 11:37
Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum gagnrýnir harðlega nýframkomna samgönguáætlun sem hún segir að komi Eyjamönnum afar illa. Hún segir eyjaskeggja ekki lesa það úr áætluninni að nú skuli ræsa vélarnar, eins og Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra varð tíðrætt um þegar áætlunin var kynnt. 17.12.2025 10:48
Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Naveed Akram annar árásarmannanna á Bondi strönd í Ástralíu var í morgun formlega ákærður fyrir ódæðið. 17.12.2025 07:44
Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú sett hafnbann á öll olíuflutningaskip til og frá Venesúela sem sæta refsiaðgerðum. 17.12.2025 07:30
Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Í hádegisfréttum fjöllum við um vistaskipti Dóru Bjartar oddvita Pírata í Borgarstjórn en nú fyrir hádegið tilkynnti hún óvænt um að hún væri gengin í Samfylkinguna. 16.12.2025 11:32
Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú ákveðið að fara í mál við breska ríkisútvarpið og krefst fimm milljarða Bandaríkjadala í bætur. Málið á rætur sínar að rekja til þess að framleiðendur í fréttaskýringaþættinum Panorama klipptu orð hans í ræðu þann 6. janúar 2021 úr samhengi. Þannig mátti á forsetanum skilja að hann væri að hvetja til árása á þinghús Bandaríkjanna. 16.12.2025 07:37
Heyrði skothvellina á Bondi strönd Í hádegisfréttum verður rætt við Íslending sem býr í Sydney í Ástralíu þar sem hin mannskæða skotárás var framin um helgina. 15.12.2025 11:40
Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Í hádegisfréttum fjöllum við um flensufaraldurinn sem er alls ekki í rénun og við heyrum í sóttvarnalækni um stöðuna. 12.12.2025 11:43
Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðu mála varðandi uppbyggingu nýs fangelsis á Suðurlandi. 11.12.2025 11:40
Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Í hádegisfréttum segjum við frá því að starfsmenn Hvals hf. hafa stefnt fyrirtækinu vegna tapaðra launa í kjölfar þess að hvalveiðar voru bannaðar sumarið 2023. 10.12.2025 11:38