Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Þóra frá VIRK til Visku

Þóra Þorgeirsdóttir félagsráðgjafi hefur verið ráðin ráðgjafi hjá Visku og hefur störf hjá félaginu síðla hausts. Þóra hefur í ellefu ár starfað sem ráðgjafi hjá VIRK - starfsendurhæfingu. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frið­björn tekur við Unimaze

Friðbjörn Hólm Ólafsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Unimaze. Fyrirtækið er eitt af leiðandi fyrirtækjum í Evrópu í sjálfvirkni viðskiptaferla og stöðlum sem tengjast rafrænni skeytamiðlum, að því er segir í tilkynningu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að­stoðar­for­stjóri Play hættur

Arnar Már Magnússon, aðstoðarforstjóri Play og framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs, hefur hætt störfum hjá félaginu. Hann er einn af stofnendum Play og var fyrsti forstjóri flugfélagsins. Innan við þrír mánuðir eru síðan hann tók við stöðu aðstoðarforstjóra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ey­þór fyllir í skarð Rósu hjá Heimum

Björn Eyþór Benediktsson, forstöðumaður upplýsinga og greininga hjá Heimum, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála Heima frá og með 1. september næstkomandi. Fasteignafélagið breytti um nafn í maí en það hét áður Reginn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Víkingur skiptir um hlut­verk hjá Öskju

Víkingur Grímsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Bílaumboðsins Öskju. Víkingur hefur starfað hjá Öskju frá árinu 2017 og gegndi síðast starfi forstöðumanns viðskiptatengsla, hann hefur átt sæti í framkvæmdastjórn félagsins frá árinu 2022.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úr boltanum í tryggingarnar

Bjarni Guðjónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta hjá VÍS. Hann kemur til félagsins frá KR þar sem hann hefur verið framkvæmdastjóri undanfarin þrjú ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reitir hrista upp í skipuritinu

Reitir fasteignafélag hefur innleitt nýtt skipurit sem felur í sér að tveir framkvæmdastjórar kveðja félagið og aðrir hækka í tign eða færa sig um set. Þá kemur liðsstyrkur frá HS Orku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Karen Ýr ráðin gæðastjóri

Karen Ýr Jóelsdóttir hefur tekið við starfi gæðastjóra Ölgerðarinnar og dótturfélaga þess. Hún tekur við starfinu af Guðna Þór Sigurjónssyni, sem nýverið var ráðinn forstöðumaður vaxtar og þróunardeildar félagsins.

Viðskipti innlent