Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Dagbjört tekur við af Helgu Völu: „Ég ætla að láta til mín taka“

Dagbjört Hákonardóttir mun taka við þingmennsku af Helgu Völu Helgadóttur, sem tilkynnti í gær að hún ætli að snúa sér að lögmennsku á ný. Dagbjört, sem að sögn tekur hlutverkinu alvarlega og af auðmýkt, segir það hafa verið átakanlegt að fylgjast með samstarfi ríkisstjórnarflokkana að undanförnu. 

Innlent
Fréttamynd

Sam­mála um að brott­hvarfið tengist ekki erjum

Helga Vala Helgadóttir fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar og Kristrún Frostadóttir formaður flokksins virðast sammála um að brotthvarf Helgu Völu af þingi tengist ekki erjum þeirra innan flokksins. Kristrún skipti Helgu Völu út sem þingflokksformanni fyrir Loga Einarsson á síðasta ári og orðrómur hefur verið um ósætti og erjur innan flokksins. 

Innlent
Fréttamynd

Sóttu eldisstjóra til Færeyja

Landeldisfyrirtækið First Water hefur ráðið Heðin N. Joensen frá Færeyjum í stöðu eldisstjóra fyrirtækisins. Í tilkynningu frá First Water segir að Heðin hafi yfir 30 ára reynslu af fiskeldi og endurnýtingu vatnskerfa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

María Rut snýr aftur til Þorgerðar

María Rut Kristinsdóttir mun snúa aftur sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Síðasta ár hefur hún starfað sem kynningarstýra UN Women, en þar á undan var hún aðstoðarmaður Þorgerðar í fjögur ár.

Innlent
Fréttamynd

Marinó hættir sem for­stjóri Kviku

Marinó Örn Tryggva­son hefur látið af störfum sem for­stjóri Kviku banka. Þetta kemur fram í til­kynningu til Kaup­hallarinnar. Þar segir að Ár­mann Þor­valds­son hafi verið ráðinn til starfa í stað Marinós og hefur hann þegar störf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Samkeppnin ýtti okkur út í öfgar“

Benedikt Karlsson hefur verið ráðinn nýr íþróttastjóri Mjölnis. Hann hefur stundað líkamsrækt frá tólf ára aldri ásamt tvíburabróður sínum, Halldóri. Hér ræðir hann samkeppni við tvíburabróðurinn, mataræði, glænýtt föðurhlutverk og „langa leikinn“, sem lykil að árangri í líkamsrækt.

Lífið