Viðskipti innlent

Ráðinn sviðs­stjóri við­skipta­sviðs hjá Faxa­flóa­höfnum

Atli Ísleifsson skrifar
Friðrik Þór Hjálmarsson.
Friðrik Þór Hjálmarsson. Faxaflóahafnir

Friðrik Þór Hjálmarsson hefur verið ráðinn í stöðu sviðsstjóra viðskiptasviðs Faxaflóahafna og tekur við stöðunni af Jóni Garðari Jörundssyni.

Í tilkynningu frá Faxaflóahöfnum segir að Friðrik Þór hafi undanfarin ár starfað hjá Faxaflóahöfnum en hann hafi ráðinn sem verkefnastjóri á upplýsingatæknideild árið 2021 og tekið við sem deildarstjóri þar árið 2023. 

„Friðrik hefur aflað sér góðrar þekkingar á fjármálum og hefur komið að öllum viðameiri verkefnum Faxaflóahafna tengd upplýsingatækni, fjármálum og viðskiptaþróun. Friðrik Þór er með BSc gráðu í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×