Ólafur Helgi, Stefanía Guðrún og Finnur Þór í dómarastól Dómsmálaráðherra hefur skipað Ólaf Helga Árnason og Stefaníu Guðrúnu Sæmundsdóttir í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá og með 18. desember 2023. Jafnframt hefur Finnur Þór Vilhjálmsson verið settur dómari við sama dómstól frá og með 18. desember 2023 til og með 28. febrúar 2029 vegna leyfis skipaðs héraðsdómara. Innlent 14. desember 2023 12:50
Guðjón hættir sem forstjóri í apríl Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, hefur tilkynnt stjórn félagsins að hann muni láta af störfum sem forstjóri félagsins 1. apríl næstkomandi. Hættir hann í framhaldi af aðalfundi félagsins sem fram fer 6. mars. Viðskipti innlent 14. desember 2023 07:24
Fjögur ráðin í stjórnendateymi Helix Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir, Elfa Ólafsdóttir, Héðinn Jónsson og Gunnar Ingi Widnes Friðriksson hafa öll verið ráðin til starfa í stjórnendateymi Helix. Viðskipti innlent 13. desember 2023 12:37
Birta hættir sem varafréttastjóri Birta Björnsdóttir varafréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu hefur ákveðið að einbeita sér alfarið að starfi sínu sem yfirmaður erlendra frétta hjá RÚV. Ragnhildur Thorlacius tekur við sem varafréttastjóri ásamt Valgeiri Erni Ragnarssyni um áramótin. Innlent 13. desember 2023 12:24
Ráðin nýr framkvæmdastjóri hjá Vök Baths Kristín Dröfn Halldórsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri hjá Vök Baths ehf. Viðskipti innlent 13. desember 2023 07:05
Ráðin framkvæmdastjóri hjá RÚV Hrefna Lind Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar hjá Ríkisútvarpinu. Starfið var auglýst í október og sóttu 47 um. Intellecta annaðist ráðningarferlið sem var bæði vandað og ítarlegt að því er segir á vef RÚV. Innlent 12. desember 2023 16:06
Þorvaldur til Einingaverksmiðjunnar Þorvaldur Helgi Auðunsson hefur verið ráðinn aðfanga-og birgðastjóri hjá Einingaverksmiðjunni. Hann hefur þegar hafið störf. Viðskipti innlent 12. desember 2023 13:25
Jón nýr prófessor við verkfræðideild HR Dr. Jón Guðnason hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat alþjóðlegrar hæfisnefndar. Viðskipti innlent 12. desember 2023 11:02
Árni tekur stoltur við sem forstjóri Marel Árni Sigurðsson hefur verið ráðinn forstjóri Marel. Hann hefur gengt starfinu tímabundið undanfarnar vikur eftir að Árni Oddur Þórðarson lauk störfum hjá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 11. desember 2023 17:26
Kemur til Heimkaupa frá Krónunni Lára Björg Ágústsdóttir hefur verið ráðin sem vöruflokkastjóri hjá Heimkaupum og hefur þegar hafið störf. Hún kemur til félagsins frá Krónunni. Viðskipti innlent 11. desember 2023 10:06
Ólafur tekur við stöðu Ólafs hjá Carbfix Ólafur Elínarson hefur verið ráðinn til Carbfix þar sem hann mun starfa að samskiptamálum og samfélagstengslum fyrir hönd fyrirtækisins. Viðskipti innlent 8. desember 2023 14:39
Tekur við stöðu framkvæmdarstjóra Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins Bergþóra Laxdal hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins. Stjórn ráðsins samþykkti ráðninguna á fundi sínum í byrjun mánaðarins og hefur Bergþóra þegar hafið störf. Viðskipti innlent 8. desember 2023 07:58
Simmi Vill leiðir nýtt félag Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, mun um áramótin taka við sem framkvæmdastjóri félagsins Eldum Gott ehf.. Félagið er í meirihlutaeigu Samkaupa til móts við Sigmar. Viðskipti innlent 7. desember 2023 18:01
Alexandra Mjöll orðin „málpípa viðskiptavinarins“ Alexandra Mjöll Jóhönnudóttir hefur tekið við stöðu sérfræðings í upplifun viðskiptavina hjá Póstinum. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að Alexandra sé málpípa viðskiptavinarins. Viðskipti innlent 7. desember 2023 13:43
Gunnar segir skilið við Kviku Gunnar Sigurðsson hefur óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Kviku Securities Ltd. í London (KSL), dótturfélags Kviku banka hf. Stjórn hefur ráðið Richard Beenstock sem nýjan framkvæmdastjóra. Viðskipti innlent 7. desember 2023 10:43
Sævar Helgi ráðinn sérfræðingur hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs Sævar Helgi Bragason hefur verið ráðinn sérfræðingur á Náttúrufræðistofu Kópavogs og hefur þar störf í ársbyrjun 2024. Viðskipti innlent 6. desember 2023 13:34
Sandra nýr framkvæmdastjóri HK Sandra Sigurðardóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri HK. Sandra, sem hefur víðtæka reynslu úr íþróttastarfi, segir mikla vaxtamöguleika innan félagsins. Sport 30. nóvember 2023 11:46
Fjölmiðlamaður snýr sér að útförum Guðmundur Örn Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Torgi og sjónvarpsstjóri ÍNN, hefur ákveðið að kveðja fjölmiðlabransann í bili og snúa sér að útförum. Hann hefur gengið til liðs við Úfararstofu Íslands. Viðskipti innlent 30. nóvember 2023 10:18
Birgitta Björg stýrir Into the Glacier Birgitta Björg Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Into the Glacier og hefur hún þegar hafið störf. Viðskipti innlent 30. nóvember 2023 08:12
Trausti Fannar skipaður formaður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Trausta Fannar Valsson, forseta lagadeildar Háskóla Íslands, formann úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Innlent 29. nóvember 2023 11:49
Snjólaug ráðin til Svarma Dr. Snjólaug Ólafsdóttir hefur verið ráðin til Svarma sem leiðtogi vöruþróunar og viðskiptavinatengsla (Chief Product Officer & Client Relations Lead). Viðskipti innlent 28. nóvember 2023 10:55
Ómar Gunnar og Örn til PwC Ómar Gunnar Ómarsson, löggiltur endurskoðandi, og Örn Valdimarsson hagfræðingur hafa verið ráðnir til PwC. Viðskipti innlent 28. nóvember 2023 10:41
Tótla nýr framkvæmdastjóri Barnaheilla Stjórn Barnaheilla hefur ráðið Tótlu I. Sæmundsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra félagsins. Innlent 27. nóvember 2023 17:17
Kristín Soffía til RARIK RARIK hefur ráðið til sín Kristínu Soffíu Jónsdóttur sem framkvæmdastjóra Þróunar og framtíðar RARIK. Um er að ræða nýja stöðu samkvæmt nýju skipulagi RARIK sem tók gildi 1. október síðastliðinn. Viðskipti innlent 27. nóvember 2023 11:47
Benedikt semur um starfslok Benedikt K. Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála hjá OR, hefur látið af störfum hjá félaginu eftir að þeir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri OR gerðu með sér samkomulag um starfslok. Viðskipti innlent 27. nóvember 2023 10:09
Konráð frá Arion banka til Þórdísar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ráðið Konráð S. Guðjónsson sem aðstoðarmann. Konráð hefur undanfarið hálft ár starfað sem aðalhagfræðingur Arion banka. Viðskipti innlent 24. nóvember 2023 13:56
Arnar Jón til Good Good Íslenska nýsköpunar- og matvælafyrirtækið GOOD GOOD hefur ráðið Arnar Jón Agnarsson í starf sölu- og markaðstjóra á Íslandi og fyrir Evrópumarkað. Viðskipti innlent 22. nóvember 2023 13:19
Birkir Hrafn nýr framkvæmdarstjóri Höfða Birkir Hrafn Jóakimsson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Hann hefur störf í desember næstkomandi. Viðskipti innlent 22. nóvember 2023 11:54
Þorsteinn tekur við starfi framkvæmdastjóra Stoðar Stjórn Stoðar hefur ráðið Þorstein Jóhannesson í stöðu framkvæmdastjóra félagsins. Þá tekur Þorsteinn einnig sæti í framkvæmdastjórn Veritas, móðurfélags Stoðar. Viðskipti innlent 22. nóvember 2023 10:44
Gunnar Bragi ráðgjafi Miðflokksins en ekki kominn aftur í pólitík Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hefur verið skráður sem starfsmaður þingflokks Miðflokksins. Innlent 21. nóvember 2023 13:17