Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. Innlent 13. febrúar 2021 17:52
Stormur á stöku stað og hreindýrahjarðir við vegi Það slær í storm á stöku stað á landinu yfir helgina. Ekkert ferðaveður er á miðhálendinu og felldi Herjólfur niður fyrstu ferð í Þorlákshöfn í morgun vegna veðurs. Innlent 13. febrúar 2021 12:02
Talsverð rigning í kortunum og líkur á vatnavöxtum Veðurstofa Íslands spáir allhvassri eða hvassri suðaustanátt um helgina með talsverðri rigningu sunnan- og austanlands, einkum á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum. Innlent 12. febrúar 2021 07:29
Stinningskaldi, skúrir og él Það er spáð suðaustan kalda eða stinningskalda í dag, lítilsháttar skúrum eða éljum og hita á bilinu núll til fimm stig. Vindur verður hægari og þurrt á Norður- og Austurlandi en frost þar núll til fimm stig. Innlent 11. febrúar 2021 07:00
Snjór yfir öllu á höfuðborgarsvæðinu Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa í vetur lítið fengið af snjó enda er veturinn sá snjóléttasti í hundrað ár í Reykjavík. Í morgun vakna höfuðborgarbúar hins vegar við alhvíta jörð eftir snjókomu í nótt. Innlent 10. febrúar 2021 06:21
Suðlægari átt og snjókoma í öllum landshlutum Það verður lítil breyting á veðrinu í dag sem hefur verið nokkuð stöðugt undanfarna daga, eins og það er orðað í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Innlent 9. febrúar 2021 07:11
„Vísbendingar um að veðrið skipti um gír um næstu helgi“ Í dag er spáð svipuðu veðri og var um helgina að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Innlent 8. febrúar 2021 07:13
Allt að 9 stiga frost en mildara veður á næstunni Í dag er spáð suðaustan- og austanátt, 5 til 10 metrum á sekúndu en 10 til 15 við suðurströndina. Él sunnan- og austanlands, en víða bjartviðri á Norðvestur- og Vesturlandi. Heldur hægari vindur allra syðst seint á morgun. Hiti í kringum frostmark en frost 0 til 9 stig norðan- og austantil. Veður 6. febrúar 2021 10:01
Suðaustlægar áttir ríkja enn um sinn Suðaustlægar áttir ríkja á landinu enn um sinn með strekkingi eða allhvössu við suður- og vesturströndina og stöku él með hita kringum frostmark á þeim slóðum. Veður 5. febrúar 2021 07:10
Hæð norður af Jan Mayen heldur lægðunum fjarri Öflug hæð norður af Jan Mayen stjórnar veðrinu næstu daga og heldur lægðunum fjarri landinu. Veður 4. febrúar 2021 07:11
Austan og suðaustan kaldi og víða frost Veðurstofan gerir ráð fyrir austan og suðaustan kalda eða stinningskalda í dag með stöku éljum við suðurströndina og einnig vestast á landinu. Þó má búast við hægari vindi og bjartviðri norðan- og austanlands. Veður 3. febrúar 2021 07:24
Ekki hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað frá því síðdegis í gær og gæti bent til þess að áin sé hægt og rólega að losa um krapann á yfirborðinu. Farið verður í eftirlitsflug nú síðdegis til að kanna betur aðstæður í ánni. Ekki sé hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast í ánni. Innlent 2. febrúar 2021 16:21
Allt að fimmtán stiga frost Það verður austan og suðaustan gola eða kaldi og bjart með köflum í dag en stinningskaldi og stöku él við suðurströndina að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Innlent 2. febrúar 2021 06:59
Neyðarástand í New York vegna mikillar snjókomu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York og New Jersey í Bandaríkjunum eftir gríðarlega snjókomu sem hefur sett allar samgöngur úr skorðum og lokað fyrir bólusetningar gegn kórónuveirunni. Erlent 2. febrúar 2021 06:48
Ekki miklar breytingar í veðrinu Það er ekki útlit fyrir miklar breytingar í veðrinu eftir hæglætis veður um helgina og bjarta daga að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Innlent 1. febrúar 2021 06:51
Sérfræðingar farnir norður og geta metið stöðuna á morgun Vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum er enn yfir þröskuldi Veðurstofu Íslands. Vatnshæðin náði hámarki um klukkan tíu í gærmorgun og var þá 530 sentímetrar, eða tíu sentimetrum yfir þröskuldinum. Veðurstofan hefur sent sérfræðinga norður en áætlað er að þeir geti metið stöðuna í ánni á morgun. Innlent 31. janúar 2021 10:02
Tveggja til tólf stiga frost Búast má við hægum vindi og björtu veðri í dag, en austan- og suðaustan strekkingi með suðurströndinni. Mögulega er von á éljum sunnan- og vestanlands. Áfram verður kalt í veðri, tveggja til tólf stiga frost. Innlent 31. janúar 2021 07:35
Vatn í Jökulsá fór yfir vatnshæðarþröskuldinn Í kringum miðnætti í nótt fór vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum yfir vatnshæðarþröskuldinn, 520 sentimetra. Vatnshæðin hefur hækkað hægt og rólega síðan um klukkan þrjú síðdegis í gær. Innlent 30. janúar 2021 08:30
Allt að fimmtán stiga frost Hryggur frá sterkri hæð yfir Grænlandi heldur smálægðum að mestu frá landinu. Þess vegna er vindur frekar hægur. Þó renna lægðirnar í kring um dálítið hvassari vindi við suðurströndina og einhverjum éljum eða snjókomu í dag eða á morgun. Innlent 30. janúar 2021 08:17
Allt að 25 stiga frost við Mývatn Í nótt hefur verið hægur vindur á landinu og víða léttskýjað en við slíkar aðstæður um miðjan vetur sjást oft háar frosttölur. Innlent 29. janúar 2021 07:03
Rólegt og kalt veður næstu daga Það er útlit fyrir rólegt og kalt veður á landinu næstu daga að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Innlent 28. janúar 2021 07:39
Útivistarfólk varað við fjallaferðum vegna snjóflóðahættu Talsverð snjókoma hefur verið á norðurhluta landsins undanfarna daga og enn er óvissustig vegna snjóflóðahættu í gildi á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Innlent 27. janúar 2021 19:49
Óttast að krapastífla sé á fleiri stöðum í Jökulsá Verkstjóri á Húsavík sem staddur er við Krapastífluna við Jökulsá á Fjöllum óttast að fleiri krapastíflur séu í ánni. Lögreglan á Norðurlandi eystra er á leiðinni með dróna til að ná betri yfirsýn. Innlent 27. janúar 2021 12:42
Árvekni drengs á Hofsósi varð til þess að sprungan uppgötvaðist Árvekni ungs drengs á Hofsósi varð til þess að stærðarinnar sprunga í snjóalögum fyrir ofan Vesturfarasetrið uppgötvaðist. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við Veðurstofuna lokað hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. Innlent 27. janúar 2021 12:30
Strekkingur, bjart með köflum og stöku él Það verður austlæg átt í dag, víða strekkingur, allhvöss eða hvöss syðst og á Vestfjörðum en mun hægari austanlands. Þá verður bjart með köflum en stöku él úti við sjávarsíðuna. Innlent 27. janúar 2021 07:10
Hafnarsvæðinu á Hofsósi lokað vegna snjóflóðahættu Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. Innlent 27. janúar 2021 06:40
Þriggja metra djúpur „krapahaugur“ lokar þjóðveginum Krapastífla flæðir nú yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Vegurinn milli Mývatns og Egillstaða er lokaður af þessum sökum. Lögregla segir „krapahauginn“ einna líkastan snjóflóði; hann sé um þriggja metra djúpur og nái yfir um 200 metra vegkafla. Innlent 26. janúar 2021 18:04
Víða allhvöss austan- og norðaustanátt Veðurstofan spáir austan og norðaustanátt í dag, víða allhvassri eða hvassri, tíu til átján metrar á sekúndu, en mun hægari austan til. Dálítil él verða á landinu norðanverðu, en bjart með köflum syðra. Lægir heldur suðvestantil í kvöld. Veður 26. janúar 2021 07:09
Rýmingu aflétt á hluta Seyðisfjarðar Ákveðið hefur verið að lækka almannavarnastig á Seyðisfirði vegna skriðuhættu úr hættustigi á óvissustig. Þá hefur rýmingu verið aflétt á hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Innlent 25. janúar 2021 15:39
Éljagangur á Norður- og Austurlandi og frost allt að tíu stig Norðan- og norðaustanátt í dag, víða átta til fimmtán metrar á sekúndu. Það er spáð áframhaldandi éljagangi á Norður- og Austurlandi og því eru enn líkur á samgöngutruflunum á þeim slóðum, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Ferðalangar ættu því að kynna sér færð og ástand vega áður en lagt er af stað. Innlent 25. janúar 2021 06:45