Veður

Veður


Fréttamynd

Hæð milli Ís­lands og Fær­eyja heldur lægð fjarri

1.038 millibara hæð milli Íslands og Færeyja stjórnar nú veðrinu hér á landi. Víðáttumikil og djúp lægð gengur nú yfir nærri Nýfundnalandi, en hún kemur ekki við sögu í veðrinu hér á Íslandi þar sem hæðin heldur henni fjarri. Veður verður því með rólegra móti út vikuna.

Veður
Fréttamynd

Íslendingar þurfi að vera meira vakandi fyrir veikingu hafstrauma sem flytja hlýjan sjó norður á bóginn

„Það hafa allar rannsóknir sýnt það hér á landi að meðalhitinn hér er nátengdur hitastiginu í sjónum. Það er ekkert eitt sem hefur jafnmikil áhrif á hitafar hér hjá okkur eins og meðalhitinn í sjónum af því að við erum eyja úti á miðju Atlantshafi. Þess vegna er mjög mikilvægt fyrir okkur að fylgjast mjög vel með allri umræðu sem á sér stað um þetta og öllum rannsóknum og leggja okkar að mörkum til þess að auka hér vöktun og mælingar.“

Innlent
Fréttamynd

Gular við­varanir á vestur­hluta landsins

Í dag fer lægð í norðaustur fyrir vestan land. Henni mun fylgja suðvestanátt með hvössum og dimmum éljum, en þurru og björtu veðri austanlands. Búast má við að það taki að lægja í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Rigning og bætir í vind í kvöld

Landsmenn mega eiga von á suðlægri átt í dag, víða átta og þrettán metrum á sekúndu, og rigningu eða skúrum, og talsverðri rigningu á Suðausturlandi. Úrkomulítið verður um landið norðaustanvert.

Innlent
Fréttamynd

Spá allt að ellefu stiga hita

Veðurstofan spáir fremur hægum vindi í dag og á sunnanverðu landinu þykknar upp með smáskúrum. Fyrir norðan rofar smám saman til eftir þungbúið veður í gær og það hlýnar í veðri; hiti verður eitt til fimm stig seinnipartinn en víða vægt frost á Norður- og Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Besti dagur ársins í Bláfjöllum en bannað að skíða

Einar Bjarnason rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum var súr með að þurfa að loka skíðasvæðinu eftir hádegið í dag að kröfu almannavarna. Hann segir veðrið ekki hafa verið jafngott í ár og færið frábært. Vegna jarðskjálftanna á Reykjanesi í dag hafa almannavarnir lýst yfir hættustigi og gert þá kröfu að skíðasvæðinu verði lokað.

Innlent
Fréttamynd

Víða strekkingur eða all­hvasst og rigning

Búast má við austan- og norðaustanátt í dag, víða strekkingi eða allhvössum vindi, átta til fimmtán metrar á sekúndu, en heldur hægari á Norðaustur- og Austurlandi. Talsverð rigning suðaustantil á landinu og rigning eða slydda með köflum í öðrum landshlutum eftir hádegi, en snjókoma norðaustanlands.

Veður
Fréttamynd

Hægir vestan­vindar en sums staðar snjór

Landsmenn mega búast við fremur hægum vestanvindum í dag og þar sem mun snjóa sums staðar norðvestan til. Annars staðar verður lítilsháttar slydda eða rigning og mun létta smám saman til á Suðausturlandi.

Veður
Fréttamynd

Lægð nálgast landið

Lægð nálgast nú landið úr suðri og fylgir henni vaxandi norðaustanátt, víða átta til fimmtán metrar á sekúndu eftir hádegi. Skýjað með köflum en þurrt að kalla að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum

Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum.

Erlent
Fréttamynd

Minnst ellefu látnir vegna af­taka­veðurs

Minnst ellefu hafa látist í suðurríkjum Bandaríkjanna vegna kulda og snjókomu. Þrír létust og tíu slösuðust eftir að hvirfilbylur reið yfir í Norður-Karólínu í morgun. Björgunaraðgerðir eru enn í gangi.

Erlent
Fréttamynd

Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og rýmingu aflétt

Veðurstofa Íslands hefur aflýst hættustigi á Seyðisfirði vegna hættu á snjóflóðum og þar með rýmingu aflétt á reitum 4 og 6 samkvæmt rýmingarkorti vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Enn ó­vissu­á­stand á Aust­fjörðum

Sérfræðingar á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands funduðu um miðjan dag í dag um óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Miklar rigningar hafa verið á svæðinu frá því í gær og er gert ráð fyrir áframhaldandi úrkomu fram á nótt með rigningu í byggð sem nær líklega upp á fjallatoppa.

Innlent