Rigning í öllum landshlutum og smá vindstrengur Skil koma að suðvesturhorni landsins núna í morgunsárið og er byrjað að rigna úr þeim á Reykjanesskaganum. Skilin fara norðaustur yfir landið í dag og því má búast við rigningu í öllum landshlutum, en þó ekki fyrr en seinnipartinn á Norðausturlandi. Veður 12. október 2021 06:47
Óvissustigi aflétt í Útkinn Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra að fella niður óvissustig í Útkinn í Þingeyjarsveit. Innlent 11. október 2021 14:22
Viðbúið að margir þurfi að finna bílrúðusköfurnar Víða er fremur kalt núna í morgunsárið og því viðbúið að margir þurfi að finna sköfurnar til að hreinsa ísingu á bílrúðum. Annars má reikna með hæglætisveðri í dag. Veður 11. október 2021 07:05
Almannavarnir um skriðuhættu ofan Seyðisfjarðar: Líklegra að svæðið muni falla í smærri brotum Svæðið sem fylgst er með í hlíðinni ofan Seyðisfjarðar er talsvert sprungið og því talið líklegra að það muni falla í smærri brotum fremur en að það fari allt í einu. Innlent 8. október 2021 22:14
Hættustigi aflétt í Útkinn Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra hefur ákveðið að aflétta hættustigi sem verið hefur í gildi í Útkinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu. Innlent 8. október 2021 14:31
Veðurstofan svarar spurningum Seyðfirðinga á íbúafundi Fulltrúar Veðurstofunnar munu halda fund með íbúum Seyðisfjarðar klukkan fjögur í dag þar sem þeir munu fara yfir stöðu mála vegna skriðuhættu úr skriðusárinu, og svara spurningum bæjarbúa. Innlent 8. október 2021 11:04
Norður- og Austurland sleppa við rigninguna Suðaustlæg eða breytileg átt, skýjað og úrkomulítið í dag, en norðaustan strekkingur og rigning á Vestfjörðum. Veður 8. október 2021 07:14
Fá hærri bætur vegna þaks sem fauk af í miklu óveðri Tryggingafélagið TM þarf að greiða dánarbúi hjóna hærri bætur en það hafði þegar greitt út vegna þaks sem fauk af hluta íbúðarhúss í miklu óveðri sem gekk yfir landið í desember árið 2015. Innlent 7. október 2021 11:02
Stormur syðst og allt að 35 metrar í hviðum Hvasst verður víða um land í dag. Spáð er allhvassri eða hvassri austanátt, sums staðar stormi syðra og víða rigningu, talsveðri um tíma, einkum suðaustanlands. Veður 7. október 2021 07:21
Gular viðvaranir sunnanlands og á Vestfjörðum Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Vestfirði, Suðurland og Suðausturland vegna hvassviðris og rigningar. Veður 6. október 2021 14:40
Gera ekki ráð fyrir frekari rýmingum Hættustig almannavarna er enn í gildi á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Lítil úrkoma hefur verið á svæðinu síðustu tvo sólarhringa þannig að dregið hefur úr hækkun á vatnshæð í borholum. Innlent 6. október 2021 12:20
Spá miklu hvassviðri víða um land á morgun Veðurstofan spáir austan strekkingi við suðurströndina í dag, tíu til fimmtán metrum á sekúndu, en annars hægari vindi. Víða verður léttskýjað um vestanvert landið, en skýjað og sums staðar smáskúrir eða él austanlands. Veður 6. október 2021 07:08
Aflétta rýmingu í Útkinn Almannavarnir hafa aflétt rýmingu í Útkinn í Þingeyjarsveit og er íbúum þar nú heimilt að snúa heim til sín. Svæðið var rýmt um helgina vegna skriðuhættu. Enn er hættustig í gildi á svæðinu. Innlent 5. október 2021 19:30
Skriðuhætta fer minnkandi en áfram er óvissustig Verulega hefur dregið úr skriðuhættu í Kinn í Þingeyjarsveit auk þess sem að ástandið hefur lagast í Útkinn. Rýmingu hefur verið aflétt í Kinn en beðið verður með að aflétta rýmingu í Útkinn. Innlent 5. október 2021 15:02
Óvissan það allra erfiðasta Íbúi á Seyðisfirði, sem yfirgefa þurfti heimili sitt í gær vegna skriðuhættu í annað sinn segir óvissu um næstu daga afar þungbæra. Þá segir hún upplýsingaflæði yfirvalda til íbúa ábótavant. Veðurstofan fundar um stöðu skriðumála á Norðurlandi og Seyðisfirði nú síðdegis. Innlent 5. október 2021 13:25
„Þetta eru miklar hamfarir“ Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina. Innlent 5. október 2021 12:17
Dálítil rigning syðst og stöku él norðaustantil Veðurstofan spáir norðaustlægri átt í dag, yfirleitt golu eða kalda og þurru veðri, en dálítilli rigningu syðst og stöku éljum norðaustantil. Veður 5. október 2021 07:04
„Þegar þú horfir á fjallið öskra á þig þá gleymir þú því ekkert“ Hættustigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Níu hús hafa verið rýmd og segir björgunarsveitarliði að úrkoman minni fólk óneitanlega á aurskriðurnar sem féllu á bæinn í fyrra. Rýmingar verða áfram í gildi í Kinn og Útkinn vegna skriðuhættu. Innlent 4. október 2021 18:55
Rýmingar enn í gildi í Þingeyjarsveit Ákveðið var að rýmingar bæja í Útkinn í Þingeyjarsveit yrðu áfram í gildi eftir fund almannavarna, lögreglunnar á Norðurlandi eystra og veðurfræðninga nú síðdegis. Enn rignir töluvert á svæðinu en skriður féllu þar í gærkvöldi og nótt. Innlent 4. október 2021 18:17
Fleiri skriður féllu í nótt Fleiri aurskriður féllu í Þingeyjarsveit í gærkvöldi og nótt. Skriður féllu að bænum Björgum en engir bæir hafa orðið fyrir skriðunum. Almannavarnir funduðu um næstu skref í hádeginu. Innlent 4. október 2021 12:58
Norðlæg átt og rigning með köflum fyrir norðan Veðurstofan spáir norðlægum áttum í dag, tíu til átján metrum á sekúndu og rigning með köflum eða súld fyrir norðan, en þurrt að kalla sunnan heiða. Heldur hvassara verður við fjöll norðvestanlands og á Suðausturlandi. Veður 4. október 2021 07:26
Dældu rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði Á sjöunda tug björgunarliða hafa staðið í ströngu við að dæla rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði. Slökkviliðsstjóri segir rigninguna þá mestu á svæðinu í manna minnum. Innlent 3. október 2021 21:39
Landhelgisgæslan myndaði svæðið: Rýming stendur yfir í Útkinn Í nótt voru fimm bæir rýmdir í Þingeyjarsveit og bærinn Nípá í Útkinn var rýmdur í dag vegna aurskriðna. Gríðarleg úrkoma hefur verið á svæðinu frá því í gær og mikið vatn er í fjallshlíðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar myndaði svæðið í dag. Innlent 3. október 2021 17:46
Óhugnanlegt að hlusta á skriðurnar á meðan fjölskyldan var innlyksa Bóndi sem varð innlyksa þegar skriður féllu á vegi beggja megin við bæ hennar segir að það hafi verið óhugnalegt að hlusta á aurskriðurnar falla nálægt bænum í gærkvöldi. Fjölskyldan var sótt með þyrlu og bær hennar rýmdur. Innlent 3. október 2021 12:13
124 mm úrkoma á Ólafsfirði:„Allt sem er komið nálægt 100 mm telst mikið“ Úrkoman í Ólafsfirði síðastliðin sólarhring hefur mælst 124 millimetrar sem telst mikið. Dregið hefur úr úrkomu en viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. Innlent 3. október 2021 10:17
„Menn eru búnir að vera í alla nótt að dæla“ Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa verið að störfum frá því í gærkvöldi á Ólafsfirði vegna úrhellis. Flætt hefur inn í hús í bænum. Innlent 3. október 2021 09:02
Rýma sveitabæi í Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. Innlent 3. október 2021 07:32
Almannavarnir funda með Veðurstofu: Gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi vegna úrkomu Gefnar hafa verið úr gular viðvaranir fyrir Strandir og Norðurlandland vestra, og Norðurland eystra vegna mikillar úrkomuspár. Viðvaranir tóku gildi klukkan níu í kvöld og gilda til hádegis á morgun. Varað er við auknum líkum á grjót- og aurskriðum. Innlent 2. október 2021 23:44
Vara við hvössum vindstrengjum Veðurstofan varar við hvössum vindstrengjum sem gætu verið varasamir fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Innlent 2. október 2021 07:40
Norðanáttin allsráðandi á næstunni Spáð er norðaustan strekkingi eða allhvössum vindi, tíu til átján metrum, fyrripart dags og víða rigningu í dag. Hvassast verður í vindstrengjum á vestanverðu landinu. Hins vegar dregur úr vindi síðdegis og rofar þá til sunnanlands. Veður 1. október 2021 06:55
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent