Mikið hvassviðri og alls konar foktjón Mikið hvassviðri var á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Að sögn lögreglu fuku hlutir í öllum hverfum, þar á meðal þakplötur, girðingar og fellihýsi. Veður versnar með deginum á austfjörðum þar sem rauð viðvörun er í gildi. Innlent 25. september 2022 08:25
„Algjör eyðilegging“ vegna Fionu Hitabeltisstormurinn Fiona hefur valdið mikilli eyðileggingu á húsum og vegum á Atlantshafsströnd Kanada. smábæjar á Nýfundnalandi segir algjöra eyðileggingu hafa átt sér stað í bænum Erlent 24. september 2022 21:48
Búist við mikilli ölduhæð Veðurviðvaranir eru í gildi um allt land næsta sólarhringinn. Varað er við því að samhliða veðrinu geti ölduhæð orðið mikil norðan og austan af landinu. Innlent 24. september 2022 20:50
Trampólínin á leiðinni inn og vetrardekkin á leið undir björgunarsveitarjeppana Björgunarsveitir á Austurlandi eru byrjaðir á að undirbúa sig undir ofsaveður sem von er á á morgun. Trampólínum í görðum hefur snarfækkað í dag, að minnsta kosti í Neskaupstað. Innlent 24. september 2022 19:59
„Með því ljótara sem maður sér“ Búast má við ofsaveðri á Austfjörðum á morgun. Líklegt er að ekkert ferðaveður verði á stórum hluta landsins vegna lægðar sem mun draga heimskautaloft yfir landið. Viðbragsaðilar víða um land eru á tánum vegna veðurspárinnar. Íslendingar eru beðnir um að koma skilaboðum um veðrið á morgun til erlendra ferðamanna hér á landi. Innlent 24. september 2022 18:12
Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. Veður 24. september 2022 16:27
Kröpp lægð og gular viðvaranir um allt land Fyrsta haustlægðin lætur að sér kveða þessa dagana en gular veðurviðvaranir taka gildi víða um land í kvöld og vara fram að mánudegi. Búist er við suðvestan hvassviðri eða stormi undir kvöld með snörpum vindhviðum. Veður 24. september 2022 08:22
Gular viðvaranir gefnar út vegna hvassviðrisins um helgina Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á vestur- og norðurhluta landsins vegna hvassviðrisins sem skellur á landið annað kvöld. Veður 23. september 2022 09:48
Vaxandi suðvestanátt á morgun og stormur seint um daginn Veðurstofan spáir suðvestanátt í dag, strekkingi norðvestanlands en annars hægum vindi. Víða verður léttskýjað, en skýjað með köflum vestanlands. Hiti verður á bilinu sex til þrettán stig. Veður 23. september 2022 07:12
Norðvestan gola, skúrir og fremur svalt Veðurstofan spáir norðvestan golu eða kalda í dag, skúraleiðingum og og fremur svölu veðri. Hitinn kemst þó líklega í þrettán til fjórtán stig á Suðausturlandi þegar best lætur. Veður 22. september 2022 07:22
Miklar hitasviptingar gætu fylgt haustlægð um helgina Hiti gæti náð tuttugu gráðum einhvers staðar á Austurlandi þegar haustlægð nálgast landið á laugardag. Á aðfaranótt sunnudags fara hins vegar kuldaskil yfir landið og gæti hitinn þá snarlækkað. Innlent 21. september 2022 08:44
Hiti að fjórtán stigum Reikna má með hægviðri á landinu í dag, en sunnan fimm til tíu metrum á sekúndu með austurströndinni. Veður 21. september 2022 07:11
Rigning með köflum og áfram hlýtt Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, yfirleitt á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu, en að tíu metrum á sekúndu við suður- og vesturströndina. Má búst við rigningu með köflum, en bjartviðri austanlands fram á kvöld. Veður 20. september 2022 07:08
Suðlægar áttir og vætusamt í dag og á morgun Suðlægar áttir verða ríkjandi með nokkuð vætusömu veðri bæði í dag og á morgun, einkum sunnan og vestantil. Þó má einnig gera ráð fyrir rigningu norðaustantil seint í dag og fram eftir kvöldi. Veður 19. september 2022 06:54
Allt að fimmtán stiga hiti í dag Spáð er suðaustan átt þrír til tíu metrar á sekúndu í dag en hitinn verður um tíu til fimmtán gráður á suðvesturströndinni undir hádegi. Heldur hvassara verður í kvöld. Veður 18. september 2022 08:12
Þykknar upp og smá skúrir á víð og dreif síðdegis Veðurstofan spáir að fremur hæg, vestlæg og suðvestlæg átt muni leika um landið og að smám saman muni þykkna upp og verða smá skúrir á víð og dreif síðdegis. Þó má reikna með bjartviðri á Suðausturlandi. Veður 16. september 2022 07:08
Víða rólegheitaveður með talsverðu sólskini Vaxandi hæðarhryggur er nú yfir landinu sem er uppskrift að rólegheitaveðri með talsverðu sólskini. Má þannig reikna með hita á bilinu fjögur til tólf stigum. Veður 15. september 2022 07:08
Úrkoma á austanverðu landinu og hlýjast sunnantil Reikna má með norðanátt í dag, yfirleitt golu eða kalda. Dálítil væta á norðaustanverðu landinu og skúrir á víð og dreif suðaustanlands, en bjart með köflum á Suðvestur- og Vesturlandi. Veður 14. september 2022 07:08
Snýst í norðlæga átt Veðurstofan spáir að það snúist í norðlæga átt með þremur til tíu metrum á sekúndu. Reikna má með smávætu norðan- og austanlands í dag, en léttir smám saman til syðra. Veður 13. september 2022 07:11
Milt í veðri og hiti að sautján stigum Veðurstofan spáir fremur rólegu veðri framundan og þar sem reikna má með sólarglennum í flestum landshlutum. Veður 12. september 2022 07:06
Sól fyrir sunnan en rok og rigning á Norður- og Austurlandi Helgarlægðin er nú gengin yfir landið og komin suðaustur á mið. Búast má við örlitlu roki með súld norðan- og austanlands í dag en úrkoma mun minnka þegar líður á daginn. Veður 11. september 2022 07:38
Sendir úrkomusvæði yfir stóran hluta landsins í dag Lægð er nú stödd vestur af Reykjanesskaga og sendir hún úrkomusvæði sitt yfir stóran hluta landsins í dag. Veður 9. september 2022 07:19
Aldrei fleiri veðurviðvaranir að sumarlagi fyrr en nú Frá því að Veðurstofa Íslands tók upp litakóðunarkerfi sitt fyrir veðurviðvaranir hafa aldrei fleiri viðvaranir verið gefnar út að sumarlagi en sumarið í ár. Innlent 8. september 2022 10:19
Suðlæg átt og sólríkast á Austurlandi Veðurstofan spáir suðlægri átt í dag þar sem víða verðir þrír til átta metrar á sekúndu, skýjað með köflum og stöku skúrir. Veður 8. september 2022 07:16
Hægir vindar og víða bjartviðri Veðurstofan spáir hægum vindum og víða bjartviðri í dag, en sums staðar þokubökkum við sjávarsíðuna og dálítilli rigningu suðaustantil síðdegis. Veður 7. september 2022 07:10
Áframhaldandi blíðvirði og hlýtt Veðurstofan spáir áframhaldandi blíðviðri, björtu og hlýju veðri að deginum, en þó heldur meira skýjuðu þegar líður á vikuna. Hiti verður tíu til tuttugu stig yfir daginn þar sem hlýjast verður inn til landsins. Veður 6. september 2022 07:44
Kaldur ágúst þrátt fyrir hitamet sumarsins Ágústmánuður var tiltölulega kaldur um allt land þrátt fyrir hlýindi undir lok mánaðarins þar sem hitamet sumarsins var meðal annars slegið. Innlent 5. september 2022 10:20
Hiti allt að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Veðurstofan spáir mildu og rólegu veðri næstu daga. Víða verður hæg breytileg átt í dag og léttskýjað, en sums staðar þokubakkar við ströndina. Veður 5. september 2022 07:12
Norðurljósin léku við landsmenn Björt norðurljós vöktu mikla lukku meðal Íslendinga í gærkvöldi og í nótt sem virtust keppast við að birta myndir af ljósadýrðinni á samfélagsmiðlum. Myndir hafa verið birtar víðsvegar frá landinu. Lífið 3. september 2022 10:52
Hiti gæti náð sautján stigum á Suðurlandi Veðurstofan spáir norðaustanátt í dag, þar sem reikna megi með strekkingi sums staðar en lægir svo með kvöldinu. Væta verður um landið austanvert, en bjartviðri suðvestantil. Veður 2. september 2022 07:19
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent