Garðvegur lokaður: Færð um Ásbrú og Innri-Njarðvík mjög slæm Færð um Ásbrú og Innri-Njarðvík er mjög slæm. Garðvegur verður lokaður í einhvern tíma vegna snjómoksturs. Á svæðinu er enn mjög þungfært. Innlent 18. desember 2022 18:23
Allt tiltækt lið Reykjavíkurborgar að störfum Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. Innlent 18. desember 2022 17:50
Appelsínugul viðvörun og kólnar fram að jólum Appelsínugul viðvörun er í gildi á suðausturlandi á mánudag og gular viðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu, fyrir utan Norðurland, á mánudag og þriðjudag. Útlit er fyrir mikið frost á Þorláksmessu og aðfangadag Veður 18. desember 2022 14:11
Snjóruðningur borgarinnar lokar fólk á Kjalarnesi inni Eldri hjón eru veðurteppt á Esjumelum eftir að snjóruðningstæki borgarinnar ruddi stórum skafli fyrir veg að húsum á Kjalarnesi. Sonur hjónanna hefur áhyggjur af ástandinu þar sem ómögulegt væri fyrir sjúkrabíl að komast að húsinu en faðir hans er hjartveikur. Innlent 18. desember 2022 13:01
Tólf hundruð veðurtepptum ferðalöngum bjargað af Grindavíkurvegi í nótt Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík vann mikið þrekvirki í nótt þegar hún kom rúmlega þúsund manns, sem höfðu setið fastir á Grindavíkurvegi vegna veðurs í hálfan sólarhring, til byggða. Björgunarsveitir biðla til fólks að huga vel að veðurspám en gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir mánudag og þriðjudag. Innlent 18. desember 2022 12:03
Búist við allt að 12 stiga frosti í dag Vetrarveður er áfram í kortunum í dag og næstu vikuna. Í dag er spáð frosti á bilinu 3 til 12 stig. Veður 18. desember 2022 10:06
Um þrjú hundruð bílum komið af Grindavíkurvegi í nótt Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík stóð í ströngu, ásamt Lögreglunni á Suðurnesjum og Vegagerðinni, við að létta á umferð og gera Grindavíkurveg færan. Áætlað er að um þrjú hundruð bílar hafi verið ferjaðir af veginum í bílalestum. Innlent 18. desember 2022 10:02
Búið er að opna veginn um Þrengslin og Grindavíkurveg Víða er enn ófært en Vegagerðin tilkynnti í morgun að búið væri að opna veginn um Þrengslin og Grindavíkurveg. Varað er við mannlausum bifreiðum á hægri akrein Grindavíkurvegar, á tvöfalda kaflanum. Innlent 18. desember 2022 08:00
Leiðin heim úr vinnu tók sex klukkustundir Plötusnúðurinn Atli Kanill var einn af þeim fjölmörgu sem lentu í vandræðum vegna veðurs í nótt. Eftir að hafa lokið vinnu um klukkan tvö í nótt tók við sex klukkustunda langt ferðalag heim til Hveragerðis. Innlent 17. desember 2022 22:05
Öllu flugi Icelandair aflýst Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum sem fara átti í kvöld og í nótt. Um er að ræða ellefu ferðir til Norður-Ameríku, eina til Kaupmannahafnar og eina til Lundúna. Innlent 17. desember 2022 19:40
Fimmtán ferðamenn ferjaðir með snjóbílnum Tinna Björgunarsveitir á Suðurlandi komu fimmtán ferðamönnum til bjargar í dag eftir að þeir höfðu fests inni á bílastæði vegna fannfergis. Innlent 17. desember 2022 19:08
„Um leið og þú losar einn þá festist annar“ Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í snjóbyl í dag. Bílar eru fastir frá Borgarfirði og austur fyrir Selfoss þar sem ofankoman er einna mest. Þá hafa tafir orðið á flugi á Keflavíkurflugvelli vegna veðurtepptrar áhafnar og mikið púður hefur farið í snjómokstur á flugbrautum. Innlent 17. desember 2022 15:53
Miklar tafir hjá Strætó vegna ófærðar Miklar tafir eru á ferðum strætisvagna í úthverfum borgarinnar vegna ófærðar. Viðskiptavinir eru beðnir að fylgjast með rauntímakortinu og heimasíðu Strætó til að sjá stöðuna á vögnum og leiðum. Innlent 17. desember 2022 13:29
„Þetta er lífshættulegt ástand“ Heimilislaus karlmaður á Granda segir Reykjavíkurborg hafa ætlað að henda fólki út úr gistiskýli á Granda í snjóþungri og ískaldri borginni. Gistiskýli eru alla jafna lokuð á milli tíu og fimm á daginn. Reykjavíkurborg hafði þó opið í sólarhring í gær vegna kuldans og sagði að staðan yrði áfram metin. Innlent 17. desember 2022 12:06
Björgunarsveitir frá öllu Suðvesturhorninu við störf Mikið fannfergi hefur leikið landann grátt síðastliðinn sólarhring og hefur mörgum helstu vegum á Suðurlandi verið lokað. Hátt í hundrað björgunarsveitarmenn eru við störf á Suðvesturhorninu. Innlent 17. desember 2022 12:01
Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. Innlent 17. desember 2022 11:29
Gular viðvaranir í gildi til hádegis Búist er við snjókomu sunnan- og vestanlands fram yfir hádegi. Gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Breiðafirði og Suðurlandi gilda til hádegis. Innlent 17. desember 2022 09:09
Búið að loka fyrir umferð um Hellisheiði og Þrengsli Lokað hefur verið fyrir umferð um Hellisheiði, Sandskeið og Þrengsli vegna veðurs. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Innlent 16. desember 2022 23:24
Veðrið orðið vitlaust á Suðurnesjum og ökumenn varaðir við Veður er orðið vitlaust á Suðurnesjum og færð farin að spillast verulega. Aðalvarðstjóri segir orðið afar blint á mörgum vegum en engum hefur verið lokað enn sem komið er. Innlent 16. desember 2022 21:48
Skíðaveturinn hafinn fyrir norðan: Frostinu fagnað í fjallinu Frostið hefur verið ríkjandi á landinu og ekki er útlit fyrir að það breytist á næstunni. Von er á snjókomu þannig að reikna má með hvítum jólum víða um land. Í Hlíðarfjalli við Akureyri er frostinu fagnað. Innlent 16. desember 2022 20:36
Lægðin færir höfuðborgarbúum líkast til hvít jól Lægð nálgast nú óðfluga vestur af landinu sem Veðurstofan varar við vegna strekkings suðaustanáttar og snjókomu. Útlit er fyrir að kuldakastið, sem verið hefur, muni vara áfram næsta hálfa mánuðinn. Snjókoman sem fylgir lægðinni í kvöld er verður þannig þess valdandi að höfuðborgarbúar og fleiri vestan til á landinu fá að öllum líkindum hvít jól. Innlent 16. desember 2022 15:32
Allur Vestmannaeyjabær þakinn snjó Ekki er hægt að segja að veturinn hafi verið snjóþungur hingað til en þó virðist það eitthvað vera að breytast á næstu sólarhringum. Á vefmyndavélum í Vestmannaeyjum má nú sjá snævi þakta jörð hvert sem litið er. Innlent 16. desember 2022 11:45
Gular viðvaranir suðvestanlands vegna vinds og snjókomu Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á suðvestanverðu landinu vegna suðaustanáttar og snjókomu. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og gilda til um hádegis á morgun. Veður 16. desember 2022 10:35
Snjókoma væntanleg í nótt og á morgun Miklu frosti er spáð á landinu í dag og getur frost orðið meira en tuttugu stig í innsveitum. Þá gæti ofankoma gert vart við sig. Veður 16. desember 2022 09:22
Mjög kalt og frostið gæti farið niður fyrir tuttugu stig Mjög kalt verður á landinu í dag þar sem algengar frosttölur verða á bilinu sjö til fjórtán stig. Frostið gæti þó orðið undir tuttugu stigum á stöku stað og sé líklegast að það gerist í innsveitum norðaustanlands. Veður 16. desember 2022 08:26
Blésu af æfingar yngri barna vegna kuldans Knattspyrnuæfingum yngri flokka var aflýst hjá Þrótti í Reykjavík vegna kuldans í dag. Yfirþjálfari segir að búast megi við að gripið verði til frekari slíkra ráðstafana vegna veðurs á morgun. Innlent 15. desember 2022 21:28
Óvenjulegt kuldaskeið hefur víða gríðarleg áhrif Heimilislaus maður vonar að borgin hafi neyðarskýli fyrir heimilislausa opin allan sólarhringinn meðan kuldakastið sem nú er varir. Borgin hefur virkjað neyðaráætlun og ætlar að minnsta kosti hafa skýlin þannig opin á morgun. Ískuldinn sem nú ríkir kemur líka afar illa niður á smáfuglum. Innlent 15. desember 2022 20:31
Ekki ákjósanlegar horfur fyrir þá sem vilja jólasnjó en getur allt gerst Neyðaráætlun Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur verið virkjuð vegna fimbulkulda sem gert hefur vart við sig að undanförnu, en skárra veður er ekki í kortunum. Á morgun getur frostið farið niður í tuttugu stig inn til landsins segir veðurfræðingur. Spurður um hvít eða rauð jól segir hann stöðuna í veðurkerfinu ekki ákjósanlega fyrir þá sem vilja jólasnjó. Innlent 15. desember 2022 12:00
Neyðarskýli í Reykjavík verða opin á morgun Neyðarskýlin í Reykjavík verða öll opin á morgun, föstudag. Neyðarskýlin eru þrjú, tvö fyrir karlmenn, við Grandagarð og á Lindargötu, og eitt fyrir konur, Konukot í Eskihlíð. Innlent 15. desember 2022 10:27
Frost að fimmtán stigum í dag og kuldatíðin helst út næstu viku Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, fimm til þrettán metra á sekúndu. Má reikna með frosti þrjú til fimmtán stig og jafnvel enn kaldara á stöku stað. Veður 15. desember 2022 07:00