Innlent

Víða hált á vegum landsins

Atli Ísleifsson skrifar
Hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum landsins.
Hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum landsins. Vísir/Vilhelm

Víða er hált á vegum landsins og eru ökumenn beðnir að keyra varlega.

Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Fram kemur að hálka og hálkublettir séu á flest öllum vegum á Suðvesturlandi. Þannig séu hálkublettir meðal annars á Reykjanesbraut, Kjalarnesi en hálka á Hellisheiði og í Þrengslum.

Á Vesturlandi er hálka á svo til öllum leiðum en þó snjóþekja á Fróðárheiði. Á Vestfjörðum er sömuleiðis hálka á flestum leiðum en snjóþekja norður í Árneshrepp og þæfingsfærð er á Bíldudalsvegi.

Á Norðurlandi er hálka á flestöllum leiðum en snjóþekja er á Siglufjarðarvegi.

Á Norðausturlandi er hálka víðast hvar en snjóþekja á Tjörnesi. Þæfingur er á Dettifossvegi (862) sunnan við foss en ófært norðan hans.

Á Austurlandi er hálka eða hálkublettir á öllum leiðum. Bent er á að sést hafi til hreindýra við vegi í Álftafirði, Hamarsfirði og Berufirði.

Á Suðurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum og á Suðausturlandi hálkublettir víða á nokkrum leiðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×