Aðstæður eins og í Austurríki Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. desember 2023 11:22 Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla er kátur í dag. Skíðasvæðið verður opnað í fyrsta sinn í vetur. Vísir/arnar Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag. Skíðagarpar munu geta byrjað að renna sér í brekkum Bláfjalla klukkan tvö í dag. Svæðið mun svo standa opið til klukkan níu í kvöld, áður en aftur verður skellt í lás næstu þrjá daga. Opnað verður á ný annan í jólum, 26. desember, og brekkunum áfram haldið opnum milli jóla og nýárs. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla var heldur betur kátur þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. „Færið er draumur í dós, ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Tólf stiga frost, troðið í gær, búið að standa lengi og þá verður snjórinn með hundrað prósent grip. Þetta er eins og að vera á nagladekkjum í hálku. Þetta er bara geggjað sko!“ segir Einar. Opið verður í eina stólalyftu og annarri bætt við ef þörf krefur, auk þess sem allt barnasvæðið er opið. Einar bætir við að stillt sé á svæðinu, logn hafi ríkt í alla nótt. Veður semsagt með besta móti þó kalt sé. Og snjóframleiðsla hefur auk þess verið í fullum gangi. Þá sé sérstaklega ánægjulegt að geta opnað fyrir jól. „Í svona veðri getur ekki orðið annað en stemning. Þetta er bara Austurríki, núna. Ég bara hvet fólk til að mæta, eiga geggjaðan dag og hreyfa sig fyrir jólin. Á gönguskíðum og svigskíðum og bretti. Mæta bara á öllu sem fólk á og skemmta sér,“ segir Einar. Auk Bláfjalla er stefnt að opnun skíðasvæðisins í Hlíðafjalli á Akureyri klukkan tvö í dag. Fyrst um sinn verður aðeins hluti neðra svæðis opinn; Hólabraut og Hjallabraut verða opnaðar auk Töfrateppisins. Áfram verður opið á morgun, lokað á aðfangadag og svo aftur opnað á jóladag. Skíðasvæði Kópavogur Akureyri Veður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Skíðagarpar munu geta byrjað að renna sér í brekkum Bláfjalla klukkan tvö í dag. Svæðið mun svo standa opið til klukkan níu í kvöld, áður en aftur verður skellt í lás næstu þrjá daga. Opnað verður á ný annan í jólum, 26. desember, og brekkunum áfram haldið opnum milli jóla og nýárs. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla var heldur betur kátur þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. „Færið er draumur í dós, ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Tólf stiga frost, troðið í gær, búið að standa lengi og þá verður snjórinn með hundrað prósent grip. Þetta er eins og að vera á nagladekkjum í hálku. Þetta er bara geggjað sko!“ segir Einar. Opið verður í eina stólalyftu og annarri bætt við ef þörf krefur, auk þess sem allt barnasvæðið er opið. Einar bætir við að stillt sé á svæðinu, logn hafi ríkt í alla nótt. Veður semsagt með besta móti þó kalt sé. Og snjóframleiðsla hefur auk þess verið í fullum gangi. Þá sé sérstaklega ánægjulegt að geta opnað fyrir jól. „Í svona veðri getur ekki orðið annað en stemning. Þetta er bara Austurríki, núna. Ég bara hvet fólk til að mæta, eiga geggjaðan dag og hreyfa sig fyrir jólin. Á gönguskíðum og svigskíðum og bretti. Mæta bara á öllu sem fólk á og skemmta sér,“ segir Einar. Auk Bláfjalla er stefnt að opnun skíðasvæðisins í Hlíðafjalli á Akureyri klukkan tvö í dag. Fyrst um sinn verður aðeins hluti neðra svæðis opinn; Hólabraut og Hjallabraut verða opnaðar auk Töfrateppisins. Áfram verður opið á morgun, lokað á aðfangadag og svo aftur opnað á jóladag.
Skíðasvæði Kópavogur Akureyri Veður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira