Höfum það kósí undir sæng heima Vegagerðarmaður hvetur fólk til að vera bara undir sæng þegar veður er jafn slæmt og þessa dagana og allir vegir í kringum höfuðborgarsvæðið meira og minna lokaðir. Lögreglumaður segir líka upplagt að hafa það kósí heima í veðri, sem þessu. Innlent 19. desember 2022 21:06
Þyrlan lenti á hringtorgi í Hveragerði Þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að lendi á hringtorgi rétt fyrir utan Hveragerði fyrr í dag. Hjálparsveit skáta aðstoðaði við að flytja einstaklinginn í átt að hringtorginu. Innlent 19. desember 2022 19:14
Börnum sagt að redda sér sjálf eftir aflýsingu flugs Móðir tveggja barna sem áttu bókað flug með Icelandair í morgun segir farir fjölskyldunnar ekki sléttar. Krakkarnir vörðu fimm klukkustundum í flugrútu og komu svo að tómum kofanum hvað varðaði aðstoð í Keflavík. Innlent 19. desember 2022 18:57
Gul viðvörun um allt land á morgun Gul veðurviðvörun tók gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 17 í dag og appelsínugul viðvörun verður í gildi til klukkan 09 í fyrramálið á Suðausturlandi. Á hádegi á morgun tekur gul viðvörun gildi á Norðurlandi eystra og þá verður gul í gildi á öllu landinu. Veður 19. desember 2022 17:40
Ellefu rútur í startholunum að aka frá Keflavík til Reykjavíkur Vonir standa til þess að hægt verði innan stundar að flytja strandaglópa frá Keflavíkurflugvelli til höfuðborgarsvæðisins í rútum. Í framhaldinu verði vonandi hægt að opna fyrir umferð um Reykjanesbrautina. Innlent 19. desember 2022 17:04
Flugmönnum og -liðum Icelandair flogið frá Keflavík til Reykjavíkur Icelandair hefur ákveðið að fljúga starfsfólki sínu, sem situr fast ásamt mörg hundruð farþegum á Keflavíkurflugvelli, til Reykjavíkur. Þetta er gert til að tryggja hvíldartíma starfsmanna. Um er að ræða 35 starfsmenn. Innlent 19. desember 2022 16:44
Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. Innlent 19. desember 2022 16:38
Flugfarþegar megi eiga von á röskunum áfram Farþegar sem eiga flugmiða næstu daga mega eiga von á breytingum á ferðum, að sögn samskiptastjóra hjá Icelandair. Fólk sem er innlyksa í Leifsstöð hafi að mestu tekið ástandinu með jafnaðargeði. Innlent 19. desember 2022 15:14
Hollywood stjarna strandaglópur á Íslandi Hollywood leikarinn Damian Lewis var fastur á Íslandi í vegna veðurs. Annar ferðamaður sem einnig var strandaglópur á Keflavíkurflugvelli birti mynd af sér með Lewis á Twitter í gær. Lífið 19. desember 2022 13:30
„Manni leið eins og barnið væri að koma og við sátum föst í snjónum“ Ungt par fékk að finna fyrir góðmennsku nágrannanna á laugardag þegar allt stefndi í að annað barn þeirra myndi fæðast í bíl þeirra, sem sat fastur á Álftanesi. Þau segja nágrannana hafa bjargað sér á ögurstundu. Lífið 19. desember 2022 13:00
Björgunarsveitarfólk á síðustu dropunum og bíður hvíldar Aftakaveður er á sunnanverðu landinu og gular og appelsíngular veðurviðvaranir í gildi víðast hvar. Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúst og bíða í ofvæni eftir því að fá hvíld eftir langa helgi. Innlent 19. desember 2022 11:52
Ekki viss um að heimilislausir hafi ekki vitað af opnun skýla Aldrei kom annað til greina en að halda neyðarskýlum borgarinnar fyrir heimilislausa opnum í óveðri sem gerði um helgina, að sögn formanns borgarráðs. Hann segir leitt ef upplýsingar um opnunartíma skýlanna hafi ekki komist til skila en efast um að heimlislausir hafi ekki vitað af honum. Innlent 19. desember 2022 10:15
Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Reykjanesbraut hefur verið lokað og öllum flugferðum Icelandair til Evrópu í fyrramálið verið aflýst vegna veðurs. Innlent 19. desember 2022 09:58
Fylgdarakstur gengið brösulega og búast við að lokanir standi lengi Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. Innlent 19. desember 2022 09:46
Öllu innanlandsflugi og tugum flugferða til og frá Keflavík aflýst Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi í dag og tugi flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs í dag. Innlent 19. desember 2022 09:08
Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. Innlent 19. desember 2022 08:28
Norðaustan stormur og viðvaranir Veðurstofan spáir norðaustan hvassviðri eða stormi víða um land í dag og jafnvel rok á Suðausturlandi. Veður 19. desember 2022 07:06
Átta flugferðum aflýst í nótt Átta flugferðum hingað til lands hefur verið aflýst í nótt vegna veðursins sem gengur yfir, þar á meðal öllu Ameríkuflugi, ef undan er skilin flugvél Icelandair frá Newark í New York. Innlent 19. desember 2022 06:47
Hellisheiði og Reykjanesbraut báðar lokaðar Óveður gengur nú yfir landið og eru gular viðvaranir í gildi víða og appelsínugul viðvörun í gildi á Suðausturlandi. Innlent 19. desember 2022 06:43
„Vindurinn verður ótrúlega mikill“ Ekkert ferðaveður verður á Suðausturlandi á morgun. Vindhviður geta farið upp í fimmtíu metra á sekúndu og óvissustig Almannavarna tekur gildi í fyrramálið. „Mjúk lokun“ tekur gildi á Hellisheiði og í Þrengslum klukkan fjögur í nótt. Innlent 18. desember 2022 22:10
Óvissustig Almannavarna vegna veðurs Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs, á morgun mánudaginn 19. desember. Innlent 18. desember 2022 19:45
Heimilislausir á Granda fengu snemmbúna jólagjöf á óveðurshelgi Heimilislaus maður segir að jólin hafi komið snemma um helgina í neyðarskýlinu á Granda. Eftir að notendur þess sendu út neyðarkall hafi samfélagið tekið sig til og gefið mönnunum rúmar hundrað þúsund krónur, eitthvað sem þeir hafa ekki upplifað oft áður. Innlent 18. desember 2022 18:47
Garðvegur lokaður: Færð um Ásbrú og Innri-Njarðvík mjög slæm Færð um Ásbrú og Innri-Njarðvík er mjög slæm. Garðvegur verður lokaður í einhvern tíma vegna snjómoksturs. Á svæðinu er enn mjög þungfært. Innlent 18. desember 2022 18:23
Allt tiltækt lið Reykjavíkurborgar að störfum Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. Innlent 18. desember 2022 17:50
Appelsínugul viðvörun og kólnar fram að jólum Appelsínugul viðvörun er í gildi á suðausturlandi á mánudag og gular viðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu, fyrir utan Norðurland, á mánudag og þriðjudag. Útlit er fyrir mikið frost á Þorláksmessu og aðfangadag Veður 18. desember 2022 14:11
Snjóruðningur borgarinnar lokar fólk á Kjalarnesi inni Eldri hjón eru veðurteppt á Esjumelum eftir að snjóruðningstæki borgarinnar ruddi stórum skafli fyrir veg að húsum á Kjalarnesi. Sonur hjónanna hefur áhyggjur af ástandinu þar sem ómögulegt væri fyrir sjúkrabíl að komast að húsinu en faðir hans er hjartveikur. Innlent 18. desember 2022 13:01
Tólf hundruð veðurtepptum ferðalöngum bjargað af Grindavíkurvegi í nótt Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík vann mikið þrekvirki í nótt þegar hún kom rúmlega þúsund manns, sem höfðu setið fastir á Grindavíkurvegi vegna veðurs í hálfan sólarhring, til byggða. Björgunarsveitir biðla til fólks að huga vel að veðurspám en gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir mánudag og þriðjudag. Innlent 18. desember 2022 12:03
Búist við allt að 12 stiga frosti í dag Vetrarveður er áfram í kortunum í dag og næstu vikuna. Í dag er spáð frosti á bilinu 3 til 12 stig. Veður 18. desember 2022 10:06
Um þrjú hundruð bílum komið af Grindavíkurvegi í nótt Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík stóð í ströngu, ásamt Lögreglunni á Suðurnesjum og Vegagerðinni, við að létta á umferð og gera Grindavíkurveg færan. Áætlað er að um þrjú hundruð bílar hafi verið ferjaðir af veginum í bílalestum. Innlent 18. desember 2022 10:02
Búið er að opna veginn um Þrengslin og Grindavíkurveg Víða er enn ófært en Vegagerðin tilkynnti í morgun að búið væri að opna veginn um Þrengslin og Grindavíkurveg. Varað er við mannlausum bifreiðum á hægri akrein Grindavíkurvegar, á tvöfalda kaflanum. Innlent 18. desember 2022 08:00