Veður

Veður


Fréttamynd

Höfum það kósí undir sæng heima

Vegagerðarmaður hvetur fólk til að vera bara undir sæng þegar veður er jafn slæmt og þessa dagana og allir vegir í kringum höfuðborgarsvæðið meira og minna lokaðir. Lögreglumaður segir líka upplagt að hafa það kósí heima í veðri, sem þessu.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlan lenti á hringtorgi í Hveragerði

Þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að lendi á hringtorgi rétt fyrir utan Hveragerði fyrr í dag. Hjálparsveit skáta aðstoðaði við að flytja einstaklinginn í átt að hringtorginu. 

Innlent
Fréttamynd

Gul við­vörun um allt land á morgun

Gul veðurviðvörun tók gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 17 í dag og appelsínugul viðvörun verður í gildi til klukkan 09 í fyrramálið á Suðausturlandi. Á hádegi á morgun tekur gul viðvörun gildi á Norðurlandi eystra og þá verður gul í gildi á öllu landinu.

Veður
Fréttamynd

Ekki viss um að heimilis­lausir hafi ekki vitað af opnun skýla

Aldrei kom annað til greina en að halda neyðarskýlum borgarinnar fyrir heimilislausa opnum í óveðri sem gerði um helgina, að sögn formanns borgarráðs. Hann segir leitt ef upplýsingar um opnunartíma skýlanna hafi ekki komist til skila en efast um að heimlislausir hafi ekki vitað af honum.

Innlent
Fréttamynd

Átta flug­ferðum af­lýst í nótt

Átta flugferðum hingað til lands hefur verið aflýst í nótt vegna veðursins sem gengur yfir, þar á meðal öllu Ameríkuflugi, ef undan er skilin flugvél Icelandair frá Newark í New York.

Innlent
Fréttamynd

„Vindurinn verður ó­trú­lega mikill“

Ekkert ferðaveður verður á Suðausturlandi á morgun. Vindhviður geta farið upp í fimmtíu metra á sekúndu og óvissustig Almannavarna tekur gildi í fyrramálið. „Mjúk lokun“ tekur gildi á Hellisheiði og í Þrengslum klukkan fjögur í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Allt til­tækt lið Reykja­víkur­borgar að störfum

Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga.

Innlent
Fréttamynd

Appelsínugul viðvörun og kólnar fram að jólum

Appelsínugul viðvörun er í gildi á suðausturlandi á mánudag og gular viðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu, fyrir utan Norðurland, á mánudag og þriðjudag. Útlit er fyrir mikið frost á Þorláksmessu og aðfangadag

Veður
Fréttamynd

Snjóruðningur borgarinnar lokar fólk á Kjalarnesi inni

Eldri hjón eru veðurteppt á Esjumelum eftir að snjóruðningstæki borgarinnar ruddi stórum skafli fyrir veg að húsum á Kjalarnesi. Sonur hjónanna hefur áhyggjur af ástandinu þar sem ómögulegt væri fyrir sjúkrabíl að komast að húsinu en faðir hans er hjartveikur. 

Innlent
Fréttamynd

Tólf hundruð veður­tepptum ferða­löngum bjargað af Grinda­víkur­vegi í nótt

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík vann mikið þrekvirki í nótt þegar hún kom rúmlega þúsund manns, sem höfðu setið fastir á Grindavíkurvegi vegna veðurs í hálfan sólarhring, til byggða. Björgunarsveitir biðla til fólks að huga vel að veðurspám en gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir mánudag og þriðjudag.

Innlent