Kærkomin snjósending fyrir skíðaviku en heldur mikil ófærð Lovísa Arnardóttir skrifar 22. mars 2024 08:50 íbúar Ísafjarðar voru vel klædd og skóuð í morgunsárið. Bæjarstjórinn, Arna Lára Jónsdóttir, tók myndir af þeim á leið í vinnu í morgun. Á myndunum eru Roberta Šoparaitė, Dóra Hlín Gísladóttir, sérfræðingur hjá Kerecis og svo Gylfi Ólafsson formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Myndir/Arna Lára Jónsdóttir Ófært er víða á Vestfjörðum og óvissustig í gangi vegna snjóflóðahættu. Vegir eru víða lokaðir og gul veðurviðvörun í gildi til hádegis. Bæjarstjórinn segir snjósendinguna hafa verið kærkomna en ekki ófærðina. „Þetta er að ganga niður. Ég fór út í morgun að moka og finn núna að þetta er orðið rólegra. Allavega hérna á Ísafirði,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, en fréttamaður náði tali af henni í morgun á leið í vinnu. „Ég er að labba í vinnuna. Það er búið að moka vegi í fyrsta forgangi en það eru allar litlar götur enn ófærar þannig það er alveg eins gott að vera á tveimur jafnfljótum,“ segir Arna Lára. Það séu öll moksturstæki úti og að færðin eigi því að lagast eftir því sem líður á daginn. Seinnipartinn í gær var rýmt atvinnuhúsnæði á Ísafirði og sett á óvissustig vegna snjóflóðahættu. Arna Lára segir að þar sé ekki búið að moka en að það búi enginn þar. „Við erum dálítið góð með þetta,“ segir Arna Lára spurð um líðan í þessum mikla snjó. „Það vantaði aðeins upp á snjóinn. Við erum með skíðaviku í næstu viku,“ segir hún en um páska fjölgar iðulega í bænum af bæði skíðafólki og þeim sem heimsækja bæinn vegna hátíðarinnar Aldrei fór ég suður. „Við fengum alveg yfirdrifið af snjó þannig það verður hægt að halda góða skíðaviku í næstu viku. Það ættu allir að komast á skíði. Þetta var þannig kærkomin snjósending en smá mikil ófærð sem fylgdi henni.“ Þannig það verður ljúft að koma í næstu viku á Aldrei fór ég suður? „Já, það er hægt að skíða á daginn og fara á tónleika á kvöldin. Alveg eins og við viljum hafa þetta.“ Ísafjarðarbær Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Hús rýmd á Ísafirði vegna snjóflóðahættu Ákveðið hefur verið að rýma hús á reit 9 undir Seljalandshlíð á Ísafirði frá klukkan 16 í dag, fimmtudag, vegna hættu á snjóflóðum. 21. mars 2024 18:04 Stormur á Vestfjörðum en hægari vindur annars staðar Núna í morgunsárið er 958 millibara lægð yfir Suðurlandi og það er því breytilegt hvaðan vindur blæs í dag. Við suðurströndina verður suðvestan 13 til 18 metrar á sekúndu og rigning en á Vestfjörðum verður norðaustan stormur og snjókoma. 21. mars 2024 07:13 Stormur á Vestfjörðum í kvöld og í fyrramálið Gul veðurviðvörun tekur gildi seint í dag á Vestfjörðum. Búist er við norðaustan 13-20 metrum á sekúndu og snjókomu og skafrenningi með slæmu skyggni. „Versnandi færð og varasamt ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar. 20. mars 2024 08:34 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
„Þetta er að ganga niður. Ég fór út í morgun að moka og finn núna að þetta er orðið rólegra. Allavega hérna á Ísafirði,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, en fréttamaður náði tali af henni í morgun á leið í vinnu. „Ég er að labba í vinnuna. Það er búið að moka vegi í fyrsta forgangi en það eru allar litlar götur enn ófærar þannig það er alveg eins gott að vera á tveimur jafnfljótum,“ segir Arna Lára. Það séu öll moksturstæki úti og að færðin eigi því að lagast eftir því sem líður á daginn. Seinnipartinn í gær var rýmt atvinnuhúsnæði á Ísafirði og sett á óvissustig vegna snjóflóðahættu. Arna Lára segir að þar sé ekki búið að moka en að það búi enginn þar. „Við erum dálítið góð með þetta,“ segir Arna Lára spurð um líðan í þessum mikla snjó. „Það vantaði aðeins upp á snjóinn. Við erum með skíðaviku í næstu viku,“ segir hún en um páska fjölgar iðulega í bænum af bæði skíðafólki og þeim sem heimsækja bæinn vegna hátíðarinnar Aldrei fór ég suður. „Við fengum alveg yfirdrifið af snjó þannig það verður hægt að halda góða skíðaviku í næstu viku. Það ættu allir að komast á skíði. Þetta var þannig kærkomin snjósending en smá mikil ófærð sem fylgdi henni.“ Þannig það verður ljúft að koma í næstu viku á Aldrei fór ég suður? „Já, það er hægt að skíða á daginn og fara á tónleika á kvöldin. Alveg eins og við viljum hafa þetta.“
Ísafjarðarbær Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Hús rýmd á Ísafirði vegna snjóflóðahættu Ákveðið hefur verið að rýma hús á reit 9 undir Seljalandshlíð á Ísafirði frá klukkan 16 í dag, fimmtudag, vegna hættu á snjóflóðum. 21. mars 2024 18:04 Stormur á Vestfjörðum en hægari vindur annars staðar Núna í morgunsárið er 958 millibara lægð yfir Suðurlandi og það er því breytilegt hvaðan vindur blæs í dag. Við suðurströndina verður suðvestan 13 til 18 metrar á sekúndu og rigning en á Vestfjörðum verður norðaustan stormur og snjókoma. 21. mars 2024 07:13 Stormur á Vestfjörðum í kvöld og í fyrramálið Gul veðurviðvörun tekur gildi seint í dag á Vestfjörðum. Búist er við norðaustan 13-20 metrum á sekúndu og snjókomu og skafrenningi með slæmu skyggni. „Versnandi færð og varasamt ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar. 20. mars 2024 08:34 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Hús rýmd á Ísafirði vegna snjóflóðahættu Ákveðið hefur verið að rýma hús á reit 9 undir Seljalandshlíð á Ísafirði frá klukkan 16 í dag, fimmtudag, vegna hættu á snjóflóðum. 21. mars 2024 18:04
Stormur á Vestfjörðum en hægari vindur annars staðar Núna í morgunsárið er 958 millibara lægð yfir Suðurlandi og það er því breytilegt hvaðan vindur blæs í dag. Við suðurströndina verður suðvestan 13 til 18 metrar á sekúndu og rigning en á Vestfjörðum verður norðaustan stormur og snjókoma. 21. mars 2024 07:13
Stormur á Vestfjörðum í kvöld og í fyrramálið Gul veðurviðvörun tekur gildi seint í dag á Vestfjörðum. Búist er við norðaustan 13-20 metrum á sekúndu og snjókomu og skafrenningi með slæmu skyggni. „Versnandi færð og varasamt ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar. 20. mars 2024 08:34