Veður

Veður


Fréttamynd

Vest­læg átt og sums staðar stormur

Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt í dag, hvassviðri og sums staðar stormi. Reikna má með slydduéljum eða éljum en dregur svo úr ofankomu þegar líður á daginn.

Veður
Fréttamynd

„Það verður alveg vel hvasst“

Veðurfræðingur segir að gera megi ráð fyrir miklu hvassviðri á morgun. Líklegt sé að færð spillist og töluverð úrkoma verður nánast á landinu öllu. Stormurinn sé strax farinn að láta á sér kræla.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair af­­lýsir nánast öllu flugi

Icelandair hefur aflýst öllu flugi frá Bandaríkjunum í dag, þann 26. janúar, vegna veðurs. Flugi til og frá Evrópu á morgun hefur einnig verið aflýst, að undanskildum flugum til og frá Tenerife og Alicante. Tafir gætu orðið á þeim flugferðum. Innanlandsflugi á morgun hefur jafnframt verið aflýst.

Innlent
Fréttamynd

Gulu við­varanirnar ætla engan enda að taka

Þær gulu eru mættar á ný um land allt. Því miður er ekki átt við sólina í þetta sinn. Gular viðvaranir hafa verið birtar fyrir meirihluta landsins og ganga þær yfir í dag og á morgun.

Veður
Fréttamynd

Icelandair segir að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir

Óveðrið og óvenju mikil hálka á Keflavíkurflugvelli í gær réði því að flugvél Icelandair losnaði af festingum og rakst í landgang á vellinum að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs. Flugfarþegar hafi lengst þurft að bíða í tíu tíma í vélunum í gær vegna veðursins. Ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Hefðu ekki getað komið í veg fyrir lokun Reykjanesbrautar

Starfshópur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir að loka varð Reykjanesbraut vegna veðurs í desember. Fleiri tiltækar vinnuvélar hefðu þó getað stytt tímann sem var lokað og betur hefði mátt standa að snjómokstri. Innviðaráðherra mun veita Vegagerðinni heimild til að færa ökutæki við snjómokstur. 

Innlent
Fréttamynd

Flugferðum aflýst á Heathrow vegna veðurs

Raskanir eru á Heathrow flugvelli í dag vegna frosts og þoku en British Airways hefur þurft að aflýsa um 80 flugferðum vegna veðurs. Nóttin var sú kaldasta í meira en áratug. Engar raskanir virðast vera á ferðum félagsins til og frá Íslandi í dag.

Erlent
Fréttamynd

Fötluð kona föst í flug­vél með stífluðu klósetti

Fötluð kona hefur setið föst í vél Icelandair í rúmlega tíu klukkutíma. Vinir hennar sem komust úr vélinni segja klósettin í vélinni vera stífluð og að enginn matur sé þar. Það virðist sem fáir á flugvellinum nái einhverju sambandi við Icelandair til að nálgast upplýsingar um stöðu mála. 

Innlent
Fréttamynd

Flugi af­lýst og fólk enn fast í flug­vélum níu tímum eftir lendingu

Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi sínu til Norður-Ameríku og Evrópu utan flugs til Ósló og Kaupmannahafnar sem seinkað verður fram á kvöld. Aftakaveður er á flugvellinum svo ekki er talið öruggt að fara með stigabíla að flugvélum sem eru úti á vellinum. Farþegar sex véla sitja því enn fastir.

Innlent
Fréttamynd

Byrjað að opna vegi aftur

Hið slæma veður sem herjað hefur á Íslendinga í dag er byrjað að ganga niður á suðvesturhorni landsins. Akstursskilyrði eru enn slæm víða og fjallavegir enn lokaðir. Þá gæti veður versnað frekar í öðrum landshlutum.

Innlent
Fréttamynd

Hurð rifnaði af flugvallarbíl

Hurð rifnaði af bíl á Keflavíkurflugvelli fyrir skömmu. Vindhraði er mikill á vellinum og erfiðlega hefur gengið að ná fólki út úr flugvélum sem sitja þar fastar.

Innlent
Fréttamynd

Hafa nú verið í vélinni í um tólf klukku­stundir

Farþegar í flugi Icelandair frá New York í nótt hafa nú varið um tólf klukkustundum um borð í flugvélinni, þar af sex á flugbraut í Keflavík. Einn farþeganna segir stemninguna í vélinni merkilega góða miðað við aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Ár flæddu hvergi yfir bakka sína á Suðurlandi

Ekki flæddi yfir bakka neinna áa á Suðurlandi í dag og mikil rigning hafði hvergi teljanleg áhrif á svæðinu. Ölfusá við Selfoss hefur hagað sér vel en áfram verður þó fylgst grannt með rennsli árinnar en ekki hefur sést eins mikill ís í ánni í hálfa öld.

Innlent