Öxnadalsheiðin áfram lokuð en Fjarðarheiðin opnaði í kvöld Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 1. apríl 2024 22:18 G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni sagði stöðuna ágæta þó ekki hefði tekist að opna Öxnadalsheiðina. Hún opni í fyrramálið og svo tókst að opna Fjarðarheiðina í kvöld. Vísir/Steingrímur Dúi Ekki náðist að opna Öxnadalsheiði í dag en reiknað er með að hún verði opnuð í fyrramálið þegar veður skánar. Vegurinn um Fjarðarheiði opnaði í kvöld eftir að hafa verið lokaður í fjóra daga. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir von á hvelli í kvöld en það veður verði mun skárra á morgun. Ófærð og slæmt veður hefur haft veruleg áhrif á ferðalög fjölda landsmanna þessa páskahelgina. Vésteinn Örn Pétursson, ræddi við G. Pétur Matthíasson, formann samskiptadeildar Vegagerðarinnar, um stöðuna. „Staðan er þannig séð ágæt. Það er búið að vera slæmt veður og slæm færð. Því miður náðum við ekki að opna Öxnadalsheiðina þó við hefðum reynt það. Staðan á morgun lítur miklu betur út, veður verður þá miklu skaplegra og við reiknum með að opna fljótlega í fyrramálið,“ sagði G. Pétur. Það hefur verið hægt að halda flestum vegum á svæðinu opnum nema heiðinni. Hefur verið svona rosalegt veður þar? „Mikill snjór og lélegt skyggni þannig menn sáu fram á að það þýddi ekkert að reyna að opna hana. Svo hefur ekki heldur bætt úr skák að þarna á Tröllaskaganum er þæfingsfærð og kannski alveg fært öllum bílum,“ sagði hann. Fólk þurfi að passa sig þegar líður á kvöldið „Svo eigum við von á smá hvelli í kvöld, aukinni úrkomu og éljagangi. Það má reikna með því að fólk þurfi að passa sig á því að þegar líður á kvöldið og þjónustu er hætt að þá verði allt ófært aftur,“ sagði G. Pétur. Þegar ég ræddi við þig áðan mæltirðu með því að fólk sem væri á verr búnum bílum færi ekki fyrir skagann og myndi frekar bíða átekta. Þú gerir ráð fyrir að það fólk geti komist heim á morgun? „Já, ég reikna með að það verði miklu betra fyrir þau að komast yfir Öxnadalsheiðina á morgun og veðrið verði betra og þá verður allt miklu auðveldara,“ sagði hann. Seyðfirðingar eru búnir að vera lokaðir inni í fjóra daga vegna þess að Fjarðarheiðin hefur verið lokuð. Í kvöldfréttum sagðist G. Pétur vonast til að það næðist að opna hana í kvöld og hún opnaði síðan rétt fyrir 22 samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Veður Samgöngur Skagafjörður Múlaþing Færð á vegum Hörgársveit Umferð Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Ófærð og slæmt veður hefur haft veruleg áhrif á ferðalög fjölda landsmanna þessa páskahelgina. Vésteinn Örn Pétursson, ræddi við G. Pétur Matthíasson, formann samskiptadeildar Vegagerðarinnar, um stöðuna. „Staðan er þannig séð ágæt. Það er búið að vera slæmt veður og slæm færð. Því miður náðum við ekki að opna Öxnadalsheiðina þó við hefðum reynt það. Staðan á morgun lítur miklu betur út, veður verður þá miklu skaplegra og við reiknum með að opna fljótlega í fyrramálið,“ sagði G. Pétur. Það hefur verið hægt að halda flestum vegum á svæðinu opnum nema heiðinni. Hefur verið svona rosalegt veður þar? „Mikill snjór og lélegt skyggni þannig menn sáu fram á að það þýddi ekkert að reyna að opna hana. Svo hefur ekki heldur bætt úr skák að þarna á Tröllaskaganum er þæfingsfærð og kannski alveg fært öllum bílum,“ sagði hann. Fólk þurfi að passa sig þegar líður á kvöldið „Svo eigum við von á smá hvelli í kvöld, aukinni úrkomu og éljagangi. Það má reikna með því að fólk þurfi að passa sig á því að þegar líður á kvöldið og þjónustu er hætt að þá verði allt ófært aftur,“ sagði G. Pétur. Þegar ég ræddi við þig áðan mæltirðu með því að fólk sem væri á verr búnum bílum færi ekki fyrir skagann og myndi frekar bíða átekta. Þú gerir ráð fyrir að það fólk geti komist heim á morgun? „Já, ég reikna með að það verði miklu betra fyrir þau að komast yfir Öxnadalsheiðina á morgun og veðrið verði betra og þá verður allt miklu auðveldara,“ sagði hann. Seyðfirðingar eru búnir að vera lokaðir inni í fjóra daga vegna þess að Fjarðarheiðin hefur verið lokuð. Í kvöldfréttum sagðist G. Pétur vonast til að það næðist að opna hana í kvöld og hún opnaði síðan rétt fyrir 22 samkvæmt vef Vegagerðarinnar.
Veður Samgöngur Skagafjörður Múlaþing Færð á vegum Hörgársveit Umferð Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira