Göng um Öxnadalsheiði: „Snýst um hagsmuni allra“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. apríl 2024 11:37 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Að minnsta kosti tvenn gangaverkefni ættu að vera í gangi á hverjum tíma segir bæjarstjóri Akureyrar sem kallar eftir göngum á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Enn er víða ófært og Öxnadalsheiðin lokuð vegna áreksturs. Landsmenn á leið úr páskaferðalagi hafa víða lent í vandræðum þar sem ófært eða illfært er víða um land. Enn er ófært til Seyðisfjarðar vegna óveðurs á Fjarðarheiði, fimmta daginn í röð. Þá var veginum um Öxnadalsheiði lokað á ný innan við klukkustund eftir að hann var opnaður í morgun vegna áreksturs en hann hafði þá verið lokaður í tvo daga. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, segir lokanirnar óþægilegar, sérstaklega á stórri ferðahelgi. „Það líður engum vel þegar allt er ófært, reyndar var hægt að keyra í gegnum Ólafsfjörð og Siglufjörð. En það er náttúrlega líka mjög hættulegur vegur að fara um og svo eru náttúrulega Múlagöngin einbreið,“ segir Ásthildur. Hún telur að huga þurfi alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, eins og göngum á fleiri stöðum á landinu. „Það ættu að vera í það minnsta tvenn gangaverkefni í gangi á hverjum tíma og ég held að við sem þjóð ættum að ráða við það. Samgöngubætur skipta gríðarlegu máli og það hefur verið skoðað að fara í göng undir Öxnadalsheiðina sem yrðu ellefu kílómetrar og svo styttri göng, svokölluð Bakkaselsgöng sem væru 3,7 kílómetrar. Ég held að við þurfum að fara að huga að því af skynsemi, hvernig megi bæta samgöngur yfir hæsta fjallveg þjóðvegar eitt sem er Öxnadalsheiðin.“ Heiðin of oft lokuð Hún ætlist ekki til þess að slíkt sé sett í forgang og fram fyrir til að mynda göng til Seyðisfjarðar, en telur að huga ætti að því að setja verkefni í einkaframkvæmd til þess að hraða uppbyggingu. „Við erum búin að sjá það síðustu ár að heiðin hefur verið of oft lokuð og það hefur verið erfitt með aðföng í báðar áttir, bæði hingað og síðan suður. Og það verður að skoða þetta, þetta er þjóðvegur eitt. Þetta snýst ekki bara um hagsuni Eyfirðinga eða Þingeyinga þetta snýst um hagsmuni alls landsins.“ Samgönguslys Skagafjörður Færð á vegum Akureyri Hörgársveit Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Landsmenn á leið úr páskaferðalagi hafa víða lent í vandræðum þar sem ófært eða illfært er víða um land. Enn er ófært til Seyðisfjarðar vegna óveðurs á Fjarðarheiði, fimmta daginn í röð. Þá var veginum um Öxnadalsheiði lokað á ný innan við klukkustund eftir að hann var opnaður í morgun vegna áreksturs en hann hafði þá verið lokaður í tvo daga. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, segir lokanirnar óþægilegar, sérstaklega á stórri ferðahelgi. „Það líður engum vel þegar allt er ófært, reyndar var hægt að keyra í gegnum Ólafsfjörð og Siglufjörð. En það er náttúrlega líka mjög hættulegur vegur að fara um og svo eru náttúrulega Múlagöngin einbreið,“ segir Ásthildur. Hún telur að huga þurfi alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, eins og göngum á fleiri stöðum á landinu. „Það ættu að vera í það minnsta tvenn gangaverkefni í gangi á hverjum tíma og ég held að við sem þjóð ættum að ráða við það. Samgöngubætur skipta gríðarlegu máli og það hefur verið skoðað að fara í göng undir Öxnadalsheiðina sem yrðu ellefu kílómetrar og svo styttri göng, svokölluð Bakkaselsgöng sem væru 3,7 kílómetrar. Ég held að við þurfum að fara að huga að því af skynsemi, hvernig megi bæta samgöngur yfir hæsta fjallveg þjóðvegar eitt sem er Öxnadalsheiðin.“ Heiðin of oft lokuð Hún ætlist ekki til þess að slíkt sé sett í forgang og fram fyrir til að mynda göng til Seyðisfjarðar, en telur að huga ætti að því að setja verkefni í einkaframkvæmd til þess að hraða uppbyggingu. „Við erum búin að sjá það síðustu ár að heiðin hefur verið of oft lokuð og það hefur verið erfitt með aðföng í báðar áttir, bæði hingað og síðan suður. Og það verður að skoða þetta, þetta er þjóðvegur eitt. Þetta snýst ekki bara um hagsuni Eyfirðinga eða Þingeyinga þetta snýst um hagsmuni alls landsins.“
Samgönguslys Skagafjörður Færð á vegum Akureyri Hörgársveit Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira